Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 11
Tindastóll Bæjarbúar styðja okkur Rætt við formann knattspyrnuráðs Tindastóls, Stefán Haraldsson Stefán Haraldsson er einn þeirra Tindastólsmanna sem staðið hefur í ströngu undanfarið í félagsstarfinu. Hann er formaður knattspymuráðs félagsins. Skinfaxi tók hann tali og spurði hann hvað það væri helst sem vinna væri lögð í. “Eins og ég sé það er það auðvitað fjárhagurinn. Þú sérð þaðþegar lið þarfað greiða 80 þúsund að meðaltali í ferðakostnað fyrir hvern leik sem leikinn er að heiman, eru skuldirnar fljótar að safnast fyrir. Flugkostnaður fyrir meista- raflokk einan er þannig um 600 þúsund á sumri. í heildina er ferðakostnaður ekki undir einni milljón króna hjá knattspyrnudeildinni yfir sumarið. Við reynum auðvitað allt sem við getum á móti. Auglýsingar á vellinum hér í bænum gefa nokkuð í aðra hönd, einnig auglýsingar á búninga. Fyrirtæki hér í bænum eru mjög vel- viljuð íþrótta- starfseminni. Og svo er það auðvitað hin hefðbundna fjár- öflunarstarfsemi, ýmis konar safnanir og sjálfboðaliðs- vinna. Þannig að yfirleitt nást nú endar saman. Enþaðkostar gífurlega vinnu.” -Talið berst að Þjálfurum og Þjálfaramálum. Þar hafa Króksarar verið nokkuð heppnir í gegnum árin. “Við höfum verið með úrvals fólk”, segir Stefán “eins og ^rna Stefánsson, Eirík Þorsteinsson. Arna Ola og konu hans. Einnig Kristjönu Aradóttur, Erík Þorsteinsson, Sigurjón Elíasson og Gústaf Björnsson. Kári Maríasson í körfunni og nú síðast hafa Þeir fengið hvalreka, Val Ingimundar. En þrátt fyrir þennan góða hóp þjálfara hefur ekki tekist, a.m.k. í knattspyrnunni "Ferðakostnaðurinn er ekki undir 1 milljón króna hjá knattspyrnudeildinni yfir sumarið." Stefán Haraldsson. S.flokkur Tindastóls stillti sér upp fyrir Skinfaxa, eldhressir strákar að ná upp stöðugleika í gegnum árin. I meistaraflokknum höfum við verið á ferðinni á milli 2. og 3. deildar. Ég hef nú samt þá trú að nú sé þetta að breytast. Einn þátturinn sem hefur haft mikið að segja er að fá Fjölbrautarskóla á staðinn og að íþróttahús er að komast upp. Hálft hús er auðvitað ekki nóg en þetta er að koma. Með fjölbrautarskóla hér höfum við strákana hér á staðnum. Margir þeirra eru í skólanum en erum ekki að fá þá löngu eftir að mótið er hafið eins og væri ef þeir sæktu t.d. skóla suður í Reykjavík. Svo sækir hingað auðvitað fólk annars staðar frá og við höfum jafnvel úr fleirum að velja. Það sem vantar nú við skólann er íþróttabraut, eins og er svo víða við svona skóla. Ég held að það myndi styrkja mjög íþróttastarfseminaogjafnvel lyftahenni á allt annað plan. En um leið þurfum við að varast að setja ekki í gang of mikla starfsemi, hrúga ekki inn íþróttagreinum sem mannfjöldi þessa bæjarfélags ræður ekki við. Mér sýnist að slíkir hlutir hafi gerst og séu að gerast t.d. í Borgamesi og á Selfossi. Það kemur upp góð aðstaða, góðir vellir, sundlaug og góð íþróttahús. Eftir svolítinn tíma eru kom- narallt of margar íþróttagreinar þannig að víða lætur árangur á sér standa. Þetta þarf að varast. Hér á Sauðárkróki eru til dæmis sömu menn að hluta til í körfubolta og fótbolta.” -En hvað með kvenfólkið. Er uppsveifla þar? “Það fór í fyrsta sinn í sumar í gang 3. flokkur í kvenna- knattspyrnu í keppni. Þær stóðu sig með prýði miðað við aðstæður. Þávarein- nig í gangi eldri flokkur, þær tóku þátt í bæjakeppni og stóðu sig vel. Þetta kom stjórnendum knattspyrnumála skemmtilega á óvart. Það var Vanda Sigurgeirsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem vakti okkur í þessu efni. Hún kom stelpunum hér af stað og sýndi fram á það þetta gengur al veg upp ef vel er haldið á málum og unnið f þessu. Vanda hefur spilað með Akranesliðinu í Skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.