Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 9
Tindastóll Eyjólfur Sverrisson í einum affyrstu leikjum sínum í Úrvalsdeildinni eða Flugleiðadeildinni eins og hún nefnist núí vetur. "Deildin er eins og óskrifað ljós að þetta átti alveg rétt á sér. Það varð mikil þátttaka og þeim gekk ágætlega, þær unnu bæjarkeppnina bæði sumrin. Nú svo er ágætur hópur að æfa í körfunni. I yngri og eldri hóp. Eins og gefur að skilja vantar nokkuð á að undirstöðuatriðin séu í lagi en það er mikill áhugi, held ég og þá er bara að halda áfram og byggja á þessum áhuga. En Fjölbrautarskólinn á Sauðárkróki hefur haft mjög góð áhrif á íþróttastarfsemina að því leyti að menn fara ekki strax burt og hingað flyst fólk, nemendur og starfslið. Og ekki síst íþróttakennarar. Það má til dæmis merkja með körfuboltann. Hann tók nokkurn kipp eftir að fjölbrautin kom hingað. Menn sóttu eðlilega annað í framhaldsriám eftir að grunnskóla lauk. Nú eru menn lengur á staðnum og fleiri koma hingað. Og svo auðvitað nýja íþróttahúsið sem nú er orðið 3 ára gamalt. Þó það sé ekki nema hálfbyggt”, segir Eyjólfur brosandi. Húsinu var lokað í báða enda eftir að hálfur salurinn var kominn upp, vegna fjárskorts. Þar kemst körfuboltavöllur fyrir en allir eru sammála því að ófremdarástand ríkir í æfinga- og kennslumálum þar til íþróttahúsið verður fullbúið. -Ef við víkjum að körfuboltanum aftur, Urvalsdeildinni sem þið takið nú þátt í í fyrsta sinn. Það er nokkuð önnur mynd sem blasir við ykkur miðað við í fyrra. Óskrifað blað “Ég er bara nokkuð bjartsýnn. Við komum inn í deildina á miklu breytingaskeiði. Það er mikið um manna- hreytingar í liðum og sérstaklega þó hefur íyrirkomulag keppninnar breyst. Þetta eru auðvitað mun fleiri leikir, allt að tveir leikir í viku og tveir riðlar. Það sem er manni þó efst í huga varðandi úrvalsdeild- •na er að það veit enginn neitt hvernig hún þróast. Liðin hafa breyst svo mikið frá því 1 fyrra. Þau eru mörg, eins og við, óskrifað hlað. Manni dettur t.d. fótboltinn í sumar 1 hug. Hver hefði búist við því í upphafi h'mabilsins að Þróttur félli í þriðju deild. Lið sem í fyrra missti naumlega af 1. deildar sæti. Og Breiðablik í harðri hotnbaráttu. Okkur var af mörgum spáð beinustu leið í 3. deildina aftur. Það hjuggust kannski ekki margir við því að Éaukar myndu leika úrslitaleikinn við hljarðvíkinga og vinna. Það getur næstum hlað." MyndG.S. allt gerst.” -Já og nú hafið þið besta körfu- knattleiksmann landsins við hlið ykkar og í þjálfarastöðu. Það kom nú nokkuð á óvart. “Já, það kom mér líka á óvart. Ég bjóst við að hann færi í stærra félag. Ég er á þeirri skoðun að ef verið er að sækja menn eitthvert eigi f.f. að fá einhvern virkilega góðan en að fá nokkra þokkalega. Það verður auðvitað geysilega spennandi að leika með Val. Þetta er auðvitað topp maður sem hefur gert mikið, ekki aðeins fyrir Njarðvíkinga heldur einnig fyrir íslenskan körfubolta. Honum virðist láta mjög vel að þjálfa og keppa þannig að þetta er mjög spennandi.” -Nú virðist fólk á staðnum spennt fyrir körfuboltanum; Úrvalsdeildinni og Val Ingimundarsyni. Funduð þið mikinn stuðning á síðasta vetri frá bæjarbúum? “Já, mikil ósköp, það er geysilegur áhugi, mikil samkennd meðal bæjarbúa um liðið. Til dæmis í síðasta leiknum í fyrra. Þá voru næstum 700 manns í íþróttahúsinu sem skartaði þá ekki miklum áhorfendabekkjum. Og gætum að því að hér búa um 2400 manns á staðnum. Ég hef trú á að áhuginn aukist til mikilla muna nú í vetur. Tveir leikir í viku, það gerir mótið skemmtilegra, tvísýnna. En ferðalögin verða mikil og ströng.” -Nú ert þú Eyjólfur að Ijúka námi í Fjölbrautarskólanum næsta vor og ert því kannski í sömu sporum og þeir sem við ræddum um áðan. Hvað ætlar þú að gera í næstu framtíð? Ætlarðu suður? “Ég hef ekki ákveðið neitt endanlega. Ég hef nokkurn áhuga á Iþróttaskólanum á Laugarvatni. En ég ætla að sjá til, ljúka því sem ég er að gera núna. Athuga svo málin í framhaldi af því.” Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.