Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 27
Samhygð/Vaka Margir íþróttamenn hafa keppt í fjölda ára á þessum mótum og þó þeir hafi undir það síðasta verið hættir almennri keppni hafa þeir komið og reynt sig á gamalkun- num slóðum. Þátttökumetið á Markús Ivarsson úr Samhygð sem hefur keppt á 29 mótum alls. Hörð keppni Alla tíð hefur keppnin á mótunum verið geysihörð, en í góðsemi vegur hver ann- an, því samstarf félaganna hefur í gegnum árin verið mjög gott þó hart hafi verið barist á íþróttavellinum. Langhlauparar félaganna hafa löngum notið meiri virðingar en aðrir þótt þeir hafi aldrei orðið skjaldarhafar. Úrslit mótanna hafa nokkrum sinnum ráðist í síðustu keppnisgreininni, sem hin síðari ár hefur verið 1500 m. hlaup karla. Sem dæmi má nefna að á 29. mótinu 1967 voru þrjú efstu sætin í 1500 m. fyrirfram Ingibjörg Ivars í kúluvarpinu sem hún sigraði. frátekin fyrir ákveðna menn en úrslit mótsins réðust á því hver kæmi fjórði í mark og þetta eina stig réði sigri eða tapi. Fyrstu 3 mennimir komu í mark í þeirri röð sem við var búist en keppnin um 4. sætið var geysihörð. Þeir sem þar börðust áttu síðar mjög gott samstarf sem formenn félaga sinna og enn betra sem mágar og hafa keppt á flestum mótum síðan. Aldrei hafa félögin þó skilið jöfn þótt oft hafi litlu munað. Aðalverðlaun mótsins hafa nánast frá Mikil íþróttafjölskylda úr Samhygð. Hilmar og Eggert Guðmundsynir, Faðirinn Guðmundur Eggertsson, dóttirin, Guðrún Guðmundsdóttir. Nœst kemur móðirin, ída Eggertsson. Að lokum þeir Pétur og Eggert Guðmundssynir. Frá mótssetningunni. Endurvakin var sá siður að fara í hópgöngu inn á völlinn undir fánum. upphafi verið þau sömu, silfurskjöldur í keðju, gefinn af Stefáni Jasonarsyni og er hann varðveittur milli móta af stigahæsta keppanda sigurliðsins. Skjöldurinn hefur alla tíð verið mjög eftirsóttur og þótt nú séu komin til sögu verðlaun fyrir stigahæstu einstaklinga og bestu afrek þá erskjöldurinn í sérflokki. Sú skylda hefur fylgt skjaldarhafa allt frá upphafi að rita öll úrslit mótanna í sérstaka bók og er það framsýni gefanda að þakka að þessi afrek hafa ekki fallið í gleymsku og dá. Á þessum 50 mótum hefur Vaka sigrað 21 sinni en Samhygð 29 sinnum. Sem fyrr segir hafa mótin aldrei fallið niður. Mótin hafa alla tíð hvatt félögin til að standa vel að íþróttastarfi og uppbyggingu innan þeirra og verið hápunktur starfsins á hverju ári. 50. mótið Það fór fram í blíðskaparveðri við Félagslund 20. ágúst sl. Skinfaxi 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.