Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 22
Getraunir eru ákveðið lottó Rætt við Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóra íslenskra Getrauna, um hið nýja fyrirkomulag hjá þeim Það hafa miklar breytingar átt sér stað hjá íslenskum Getraunum frá því í fyrra, eins og fólk hefur eflaust tekið eftir. Fyrir ári síðan hafði Getraunaleikurinn fallið í skuggann af Lottóinu sem var í mikilli uppsveiflu. Fólk sá hversu mikill munur var á því að spila í Lottói á laugardegi, skila inn seðlum rétt fyrir kvöldmat og sjá síðan stuttu eftir mat hvort það hafði unnið í lottóinu. Getraunaseðlinum þurfti hins vegar að skila inn jafnvel á miðvikudegi og bíða síðan til laugardags til að sjá niðurstöður spádóma sinna. En nú er það Iiðin tíð. ✓ Ymsir möguleikar Fólk gengur í dag inn í sjoppu þar sem lottókassa er að finna og fyllir út getraunaseðilinn. Hann er síðan meðhöndlaður alveg eins og lottóseðilinn. Það er hins vegar hægt að fylla getraunaseðilinn út á mismunandi hátt. Hægt er að velja flókna kerfisleiki eða þá gamla góða 1 X 2 formið á eina eða fleiri raðir. Driffjöðurin á bak við þetta breytta fyrirkomulag er Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri íslenskra Getrauna. Hvemig líst honum á framtíð þessa fyrirkomulags? “Ég hef mikla trú á þessu nýja fyrirkom- ulagi. Fyrir það fyrsta get ég nefnt þá staðreynd að beinlínutenging á svona leikjum, Lottói, Getraunum og öðrum slíkum, hefur yfirleitt tekist vel. Það eitt segir ansi mikið. Svo er það annað en af sama meiði. Aðstöðumunur milli lands- hluta minnkar ekki, hann hverfur alveg. Það gerir beinlínutengingin, eins og er með Lottóið. Þannig ætti að takast að ná inn meiri fjölda fólks til að spila. Fólk sem hefur aldrei gert það áður og fólk sem var hætt að spila í Getraunum vegna þess að það nennti ekki að bíða eftir úrslitum í marga daga. Ég hef einnig mikla trú á kynningar- starfseminni sem við höfum verið með. Hún er mjög mikil og ég hef fundið mik- inn áhuga úti á landi, alls staðar þar sem ég hef komið. Einn hluti þessarar kynningar er gott samstarf við íþróttadeild Ríkissjónvarpsins. Við verðum tengdir inn á beinar útsendingar þar, birtum úrs- litin beint á skjáinn um leið og þau berast. Svo getum við birt niðurstöðumar á sjónvarpsskjánum um sex leytið á laug- ardeginum, fjölda vinn-ingshafa, upphæðir og svo framvegis. Meiri líkur á risapotti Svo eru nú meiri líkur á risapotti. Það er mjög jákvætt upp á að kynna Getraunir fyrir þeim sem ekki eru ákafir “Tipparar”. Það er mikið auðveldara að auglýsa Getraunir eftir að risapotti hefur verið útdeilt. Þá er maður kominn með betri grunn til að byggja á. Þettaerspurning um heppni og mikil áhætta fylgir svona rekstri. En höfuðmálið hjá okkur, markmið okkar númer eitt, tvo og þrjú, er hversu miklu fjármagni við komum út til félaganna. Út á þetta gengur starfsemin. Að styrkja íþróttastarfið. Ég hef verið viðloðandi íþróttahreyfinguna frá bamsaldri og þekki hversu erfitt er að halda fjárhag íþrótta- og ungmenna- félaganna yfir núllpunktinum. 31% þjóðarinnar jákvæð fyrir Getraunum? Því leitar maður í tölulegt yfirlit yfir þennan markað, í markaðskannanir. En það er nú ekki mikið um þær hér á landi. Eina könnunin sem gerð hefur verið um Getraunaþátttöku á Islandi er “Markaðskönnun fyrir Islenskar Getraunir” og er eftir aðila sem vann það sem lokaverkefni í Viðskiptafræði við Háskóla Islands árið 1985. Þaðhefurnýst nokkuð vel en er nokkuð komið til ára sinna, sérstaklega þar sem það var unnið fyrir tíma Lottósins. En þar kemur m.a. fram að samkvæmt könnuninni má ætla að 31 % þjóðarinnar sé jákvæð fyrir Getraunum. Þarkemureinnig fram að 8 % 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.