Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 14
að ekki var leikið í hálfan mánuð. ✓ Ahugi í yngri flokkunum Nú þjálfar þú og leikur með meistara- flokknum. Hefurðu eitthvað séð til yngri flokkanna hjá Tindastól? “Ég er nú svo nýlega kominn hingað að það er erfitt fyrir mig að dæma ástandið þar. En það litla sem éghef séð og það sem ég hef heyrt er alveg ágætt. Minniboltinn var góður hér í fyrra veit ég. Þá veit ég einnig að hér er mikill áhugi á körfubolta og það er eitt af grundvallaratriðunum. Það er nóg af strákum sem æfa boltann. En mér sýnist að undirstöðuna vanti dálítið hjá þessum strákum, jafnvel í meistaraflokknum. En það er nú kannski það sem búast má við þar sem þjálfunin hefur aðeins verið markviss í nokkur ár. I heildina séð líst mér þó vel á þetta. Mér líst vel á hópinn sem ég er með.” -Hvað hefurðu fjölmennan hóp á æfing- um hjá þér? “Ég hef alveg nóg afmönnum. Þetta eru u.þ.b. 15 strákar sem mér finnst alveg í það mesta. Það hentar mínum aðferðum best að vera með um það bil 12-13 menn. Þegar 15 til 20 menn eru mættir á æfingu fer broddurinn eða einbeitingin af. Svo þurfa menn svo mikið að standa utan vallar á fjölmennum æfingum og horfa á. Tólf menn er best.” -Breytir þú miklu frá því sem verið hefur hjá liðinu? “Já, eðlilega kemur margt nýtt inn í þetta, enda er liðið komið í harða keppni úrvalsdeildarinnar. Ég kem með nýjar vamir og nýjar sóknir, það verður bryddað upp á ýmsum nýjungum. Við þurfum t.d. að spila mjög agað í vetur. Þeir spiluðu nokkuð frjálsan bolta í fyrra í 1. deildinni og það gekk mjög vel þá. Nú er allt annað uppi á teningnum. Það verður leikið gegn mun sterkari liðum.” -Nú hafið þið leikið einhverja æfinga- leiki, hvemig hafa þeir gengið? Verð engin stigavél “Jú, þeir hafa gengið vonum framar en segja kannski ekki svo mikið. En við unnum til dæmis IR og Grindvíkinga með 5 stigum hvort félag.” -H vemig tekur þú á því að koma inn í lið sem Tindastól. Nú kemur þú frá margföldum Islandsmeisturum og þeirra besti maður í ungt lið sem er að koma í fyrsta sinn í Urvalsdeild. Er ekki hætta á að í einh verjum leikjum fari þeir að treysta _________ Tindastóll ______________ um of á þig? “Alls ekki. Ég geri mér grein fyrir þessu og passa upp á það. Og ég ætla ekki að fara að leika hér sem einhver stjama og stigavél. Þetta lið hentarmjög vel þvísem ég vil helst leika. Þeir eru fljótir, snöggir og leika svipað og ég. Þeir eru frekar lágvaxnir flestir, miðað við það sem geng- urog gerist og byggja því á hraðanum. En ég verða aðeins einn úr hópnum og leik sjálfsagt ekkert mjög ólíkt því sem ég Valur Ingimundarson. "Ég kem með nýjar varnir og nýjar sóknir, það verður byddað upp á ýmsum nýjungum." gerði í Njarðvíkurliðinu.” -Þér líkar vel að þjálfa og spila, hefur gert það með góðum árangri. “Já, ég er bara þannig leikmaður að mér lætur vel að vera inni á velli í leik. Ég kemst betur inn í það sem er að gerast. Sé frekar það sem betur má fara, hvemig andinn er inni á vellinum. En um leið byggist þetta á því að maður hafi góðan liðsstjóra á bekknum og ég hef engar áhyggjur af því hér. -Tal okkar berst frá Sauðárkróki að körf uboltanum almennt í landinu og stöðu mála í dag. “Á síðustu árum hefur veldi Njarðvíkurliðsins á vissan hátt haft neikvæð áhrif á körfuboltann. Fólk var orðið leitt á þessari einstefnu. Það vantaði spennuna í keppnina frá upphafi mótsins. Svo vantaði landsliðið í fyrra. Það er alveg ljóst að sterkt landslið er forsenda framfara. Nú er kominn nýr landsliðsþjálfari, Ungverjinn Nemeth. Mér líst mjög vel á hann og hvernig hann hefur tekið á málum. Hann tekur á mönnum á landsliðsæfingum og menn hafa gott af því. Þetta verður spennandi í vetur með landsliðið, eftir þetta langt hlé. Vantar meiri metnað -Talið berst að hörku hans varðandi mætingar á æfingar. Síðla sumars kom það í DV að hann hefði neitað mönnum að koma á landsliðsæfingar vegna þess að þeir mættu ekki, af einhverjum orsökum, á fyrstu æfinguna. “Hann er svona harður, þetta eru hans vinnubrögð. Ég er alveg sáttur við þessi vinnubrögð. Ég er þannig gerður að ef ég tekst á við eitthvað reyni ég að gera það 100 %. Nú hafa þessir umræddu menn sjálfsagt haft sínar ástæður fyrir að mæta ekki á fyrstu æfinguna. En það eru allt of margir leikmenn hér á landi sem gefa ekki kost á sér í landsliðið. Nenna ekki að standa í þessu. Og svo eru einnig þeir sem finnst nóg að vera í liðinu. Telja ekki nausynlegt að keppa að neinu meiru. Við verðum hins vegar að leggja hart að okkur fyrir landsliðið, ef við viljum auka veg körfunnar hér á landi. Þetta hugarfar var líka komið í Njarðvíkurliðið í fyrra. “Við erum á toppnum, ég er í liðinu, það er nóg.” Þetta er hættulegur hugsunarháttur. Ég hef séð Njarðvíkurliðið nú í haust í einum leik og þeir virka mun frískari. Það hefur orðið einhver endumýjun varðandi þennan hugsunarhátt sem ég var að tala um áðan. En liðin hafa sem sagt jafnast mikið nú í haust eftir miklar mannabreytingar. Keflvíkingar og Njarðvíkingar hafa misst menn en ég held þó að þeir verði á toppnum. Annars er deildin lokuð bók. Það er mjög erfitt að spá um mótið.” -Hvað sýnist þér að Króksarar þurfi að gera til að halda uppi góðum körfubolta? “Grunnurinn að öllu starfinu eru góðir yngri flokkar og að vel sé starfað þar. Þeir þurfa þjálfara sem leggja rækt við krakkana og kunna að þjálfa undir- stöðuatriðin. En þetta ernáttúrulega alltaf erfitt úti á landi. Það vantar fleiri leiki og ekki að leika alltaf við sömu liðin. Það þarf fjölbreytni. I þetta þarf einnig samhenta og starfsama stjóm. Nú sýnist mér vera hér gott fólk. Meðal annars nágranni minn af Suðurnesjunum, Keflvíkingurinn Guðbrandur Stefánsson. Hann styrkir meistaraflokksliðið og einn- ig yngri flokkana sem hann þjálfar. En það er mikill hugur í mönnum hér og ég hlakka til vetrarins”, segir Valur Ingimundarson og er þar með floginn á landsliðsæfingu í Sandgerði. IH 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.