Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 6
ÍÞRÓTTAÞJÁLFUN Þráirm Hafsteinsson - íþróttafræðingur skrifar íþróttaþjálfun 9-13 ára barna - markmið og leiðir í siðasta tölublaði Skinfaxa fjall- aði Þráinn Hafsteinsson íþrótta- fræðingur um íþróttaskóla fyrir börn og hvernig ætti að koma börnum í kynni við íþróttaiðkun á jákvæðan hátt. Þráinn fjallar nú um síðustu árin fyrir kyn- þroskaskeiðið og á hvað ætti helst að leggja áherslu í þjálfun barna á þessum aldri. Síðustu árin fyrir kyn- þroskaskeiðið Síðustu árin fyrir kynþroskann eru að mörgu leyti mjög mikilvægur grunnur að því sem á eftir kemur, hvort sem um er að ræða afreksíþróttir eða lífstíðará- huga á íþróttaiðkun, með eða án keppni í huga. Erfitt er að nefna ákveðinn aldur í þessu sambandi, því börn þroskast misjafnlega hratt og stúlkur komast að meðaltali tveimur árum fyrr en drengir á kynþroskaskeiðið. Ef nefna ætti ein- hvern meðaltalsaldur til viðmiðunar væri það 9-13 ára aldurinn með ofan- greindum fyrirvörum. Líffræðileg einkenni Þegar börn hafa náð umræddum aldri er taugakerfi þeirra þegar búið að ná 95% þroska fullvaxins einstaklings. Fyrstu tvö æviár hvers einstaklings eru mikið vaxtaskeið, en síðan dregur smátt og smátt úr vaxtarhraðanum og á síðustu árunum fyrir kynþroskaskeiðið er vaxt- arhraði vöðva, beina og öndunarfæra fremur hægur. Þessi hægi vaxtarhraði vöðvanna og nær fullþroska taugakerfi valda því að samstarf taug- og vöðva- kerfis verður mjög gott á þessum árum. Samspil þessara mikilvægu kerfa veldur því að börn á umræddu skeiði ráða ekki eins vel við flókna tækniþjálfun og á aldursskeiðunum fyrir og eftir þetta tímabil. Af hverju tækniþjálfun í fyrirrúmi? A ofangreindum forsendum er lagt til að börn á þessu þroskaskeiði læri og æfi rétta tækni sem flestra íþróttagreina. Börnin eru hæfust til þess að takast á við slíka þjálfun ef litið er til líkamlegs þroska þeirra. Það er ekki fyrr en á kyn- þroskaskeiðinu sem þrekæfingar og aðr- ar krafta- og þolæfingar fara að skila verulegum árangri. Flóknar leikaðferðir og taktík er ótímabært að leggja upp fyr- ir þennan aldurshóp vegna þess að sál- rænn þroski til þess að fylgja settum fyr- irmælum er ekki til staðar. Hve mikil tækniþjálf- un? Oft er talað um að allt að 70% þess tíma sem fer í æfingar í hverri íþróttagrein á þessum aldri ætti að verja til tækniæf- inga. 30% ætti að verja til ýmiskonar leikja og annarra íþrótta. I knattleikjum yrðu æfingarnar fyrst og fremst miðaðar við að bæta tækni einstaklinganna með knöttinn við hinar ýmsu aðstæður sem upp kunna að koma, hvort sem miðað er við sóknarleik, miðvallarspil, varnarleik eða markvörslu. Sömu áherslur í frjáls- íþróttum yrðu þannig, að lagður yrði grunnur að réttri tækni í öllum frjálsí- þróttagreinunum, spretthlaupum, lang- hlaupum, stökkum og köstum. í sundi væri lögð áhersla á að þjálfa upp rétta tækni í öllum sundaðferðunum o.s.frv. Það sem einu sinni er lært á þessu ald- ursskeiði og verður ósjálfráð hreyfing gleymist seint eða ekki, þó svo að við- komandi hreyfingar séu lítið eða ekkert þjálfaðar í langan tíma. Áherslan á tækniþjálfunina verður því sjaldan of mikil. Aðrir þættir þjálfunar- innar Þeir þjálfunarþættir sem leggja ætti mesta áherslu á ásamt tækniþjálfuninni eru viðbragðshraði og tíðni í hreyfing- um, ásamt ýmissi samhæfingu. Loftháð þol má þjálfa með ýmsum leikjum sem krefjast stöðugrar hreyfingar í langan tíma. Snerpukraft má þjálfa með léttum hoppum og stökkum. Lagt er til aö 9-13 ára börn lœri og œfl rétta tœkni sem flestra íþróttagreina. 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.