Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 10
ATTSPYRNA K V E N N A K Sara og Asdís. N Orðnar þreyttará strákunum Kvennaknattspyrnan er sífellt á uppleið / Grafarvoginum hafa tvær stelp- ur, Sara Kristófersdóttir og Ásdís Kristinsdóttir, leíkið knattspyrnu með strákaflokkunum í þrjú ár. Þær voru orðnar svo þreyttar á strákunum að þær ákváðu að safna undirskriftum og reyna að koma af stað kvennaknattspyrnu í hverfinu. „Við ákváðum að athuga hvort það væru ekki fleiri stelpur en við sem vildu vera í fótbolta og söfnuðum þess vegna undirskriftum. Við skrifuðum bréf, fengum síðan að fara inn í alla bekkina í Foldaskóla til þess að biðja stelpurnar, sem hefðu áhuga á að vera í fótbolta, að skrifa sig á listann. Það söfnuðust um 40 nöfn og eftir það hófust æfingar og við fengum þjálfara.” A fyrstu æfingarnar mættu einungis 7- 10 stelpur og það var ekki fyrr en síðast- liðið sumar að fleiri byrjuðu og nú eru á milli 50-60 stelpur í 3., 4. og 5. flokki. Sara og Ásdís eru í 3. flokki og segjast vera mun ánægðari með að leika knatt- spyrnu við stelpur. Þær segja að knatt- spyrna sé alveg eins fyrir stelpur og stráka og þær segjast vera miklu betri í fótbolta en strákar á þeirra aldri, strákar séu ráðríkir og haldi að þeir geti miklu meira en þær. Strákar keyrðir á æfingar, stelpur ekki Andrés Ellert Olafsson er þjálfari kvennaflokka Fjölnis í knattspyrnu. Hann hefur mikinn áhuga á því að byggja upp kvennaknattspyrnuna í hverfinu og kom til starfa rétt áður en Elli þjálfari. stelpurnar áttu að fara að keppa á Pæju- mótinu í Vestmannaeyjum. „Mér hefur fundist það nokkuð á reiki hvort raunverulegur vilji er fyrir því hjá knattspyrnudeildinni að hafa kvennaknattspyrnu eða ekki. Það gekk erfiðlega að innheimta æfingagjöldin og auðvitað er það skiljanlegt að stjórnin skuli spá í tapið á þessum kvennaflokk- um. En mér er spurn, hvenær hefur það verið aðalmarkmið að reka íþróttahreyf inguna með hagnaði. Það sem hefur rekið mig áfram er áhugi stelpnanna. Mér finnst að bæði foreldr- ar og aðrir líti ekki sömu augum á knatt- spyrnu kvenna og karla. Á sumum heimilum eru gerðar allt aðrar kröfur til stúlkna en drengja. í sumar var t.d. ekki hægt að vera með æfingar fyrir stúlkur fyrr en eftir klukkan fimm, því þær voru flest allar í einhverskonar vinnu heima- við, að passa systkini sín eða í skóla- görðunum. Á meðan gátu jafnaldrar þeirra strákarnir, verið á æfingum fyrir eða eftir hádegi og voru ekkert að gera. Það er Iíka mun algengara að strákarnir séu keyrðir á æfingar, en stelpurnar eru látnar redda sér sjálfar í hvað veðri sem er. Sumir hafa e.t.v. þá fordóma að knatt- spyrna breyti kvenlegu útliti. Stórir kálfar hjá knattspyrnustelpum er liðin tíð og afleiðing vitlausrar þjálfun- ar. Við pössum alltaf upp á það að teygja vel eftir hverja æfingu. Sumar af þessum stelpum eru líka í djassballett svo að hver maður getur séð að þetta stenst ekki. Mér finnst vanta yfirlýsingu frá stjórn- inni um það að kvennaknattspyrnan sé komin til þess að vera og hefur fundist að ntaður þyrfti að berjast fyrir því sem maður hefur þurft að fá. Það er mest 10 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.