Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 29
Þ I N G U M F í Fréttir frá sambandsþingi UMFÍ Dagana 26.-27. október var 37. sambandsþing UMFÍ haldið í Húnavallaskóla, á sambands- svæði USAH. Þingið sátu um 90 fulltrúar frá 20 sambandsaðilum UMFÍ, auk stjórnar og gesta, alls rúmlega 100 manns. Púlmi Gíslason var endurkjörinn for- maður UMFÍ til næstu tveggja ára. Miklar breytingar urðu í stjórn. I aðal- stjórn eiga nú sæti auk Pálma: Kristján Yngvason FISÞ, Þórir Haraldsson HSK, Sigurlaug Hermannsdóttir USAH, Jó- hann Olafsson UMSE, Sigurjón Bjarna- son UÍA og Ólína Sveinsdóttir UMSK. í varastjórn eiga sæti: Matthías Lýðs- son HSS, Ingintundur Ingimundarson UMSB, Sigurbjörn Gunnarsson UMFK og Gígja Sigurðardóttir UMSS. Sigur- laug, Sigurjón, Ólína, Ingimundur og Gígja eru nýir stjórnarmenn. Fyrrverandi stjórnarmenn, þau Þórir Jónsson UMSB, Sæmundur Runólfsson USVS, Dóra Gunnarsdóttir UÍA, Magn- dís Alexandersdóttir HSH og Flemming Jessen USVH gáfu ekki kost á sér. Mýir félagar bætast við Tveimur nýjum félögum var veitt bein aðild að UMFÍ, Ungmennafélagi Skipa- skaga á Akranesi og Ungmennafélagi Vesturhlíðar í Reykjavík. Eru sam- bandsaðilar UMFÍ þá orðnir 31, þ.e. 19 héraðssambönd og 12 félög með beina aðild. Landsmóti frestað Akveðið var að fresta 21. Landsmóti UMFl, sem vera átti á Laugarvatni 1993, til ársins 1994. Ástæður frestunar eru þær að bygging íþróttamannvirkja á Laugarvatni mun ekki verða lokið fyrr en árið 1994. Þá verða kannaðir mögu- leikar á því að fyrirhugað Landsmót í Borgarnesi verði haldið 1997 í stað 1996. Ný reglugerð fyrir Landsmót UMFÍ var samþykkt á þinginu eftir gagngera end- urskoðun. Unglingalandsmót í Eyjafirði 1992 Samþykkt var að fela stjórn UMSE í samráði við stjóm UMFÍ að standa fyrir unglingalandsmóti 1992. Mótið er Frá þingi UMFÍ. Hafsteinn Þorvaldsson fyrrverandi formaður UMFÍ í rœðustól. Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.