Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 30
Þ I N G U M F í hugsað fyrir 16 ára og yngri og ætlunin er að leggja áherslu á fjölbreytta skemmti- og afþreyingardagskrá fyrir alla. Markmiðin með mótinu eru m.a. þau að vinna gegn því að unglingar hætti íþróttum og gera smærri sambandsaðil- um UMFÍ kleift að taka að sér verkefni á vegum UMFÍ. Þrastaskógarhátíð Á þinginu var samþykkt að stefna að því að halda fjölskylduhátíð ungmennafé- laganna ár hvert í Þrastaskógi, fyrst 1992. Tilgangur hátíðarinnar er að ung- mennafélagar komi saman, kynnist bet- ur og vinni að uppbyggingu og fegrun svæðisins. Á fjölskylduhátíðinni verður boðið upp á ýmsar skemmtanir, varðeld, söng og keppni í starfsíþróttum. Slysatrygging ungmennafélaga Á Alþingi síðastliðinn vetur var lagt fram frumvarp til breytinga á núgildandi lögum um almannatryggingar. Sam- kvæmt frumvarpinu eru slysatryggingar lagðar niður sem sjálfstæð grein al- mannatrygginga. Frumvarpið dagaði uppi en búast má við að það verði aftur lagt fram á yfirstandandi þingi. Á þingi UMFI var samþykkt að fela stjórn UMFÍ að leita samninga um Vísur frá þingi UMFI Kveðskapur er mörgum í blóð borinn og sjaldan hittasi ungmennafélagar án þess að einhver setjifram vísur og Ijóð. Eftir- farandi fyrripartar eru eftir Pálma Gísla- son og seinnipartar eftir Hörð Sœvar Osk- arson. Byggjum upp og bœtum hag boðum nýja tíma. / rúbertu ég rífupp slag og rembist við að ríma. Vertu ávallt viðbúinn vini þína að styðja. Helvíti ertu harðsnúin með haftið um þig miðja. Úrval landsins kvenna og karla komið er í Húnaþing. Meyjarblóma man ég varla magnast hér og allt um kring. Að hún nú drögum Hvítbláinn hvatning ska/ hann okkur verða. Avallt hreinn og hvítþveginn hugsjónin skal okkur herða. Byggjum upp og bætum hag boðum nýja tíma. Rœktum allir rofa flag. Það reyndist auðveld glíma. I tilefni afÁri söngsins Látum þúsund radda róm með reisn um landið klingja. En tannlausir með tóman góm trauðla kunna að syngja. Einar Ole Pedersen.formaður UMSB, skyggndist inn í hugarheim íþróttamanns- ins á Ari söngsins og settifrá sér þennan skemmtilega botn: Látitm þúsund radda róm með reisn um landið klingja. Geng ég um á gaddaskóm gaman er að syngja. hópslysatryggingu fyrir alla ungmenna- félaga, eða ákveðinn hóp þeirra. Prúðmannleg f ram- koma Þá fagnaði þingið átaki KSÍ til að bæta framkomu leikmanna í knattspyrnu og beindi því til þjálfara og foreldra að gera börnum og ungmennum grein fyrir nauðsyn prúðmannlegrar framkomu í allri íþróttakeppni. Reyklaust ísland árið 2000! Þingið hvatti ungmennafélaga til að stuðla að tóbaksvörnum og að Island verði reyklaust árið 2000. Stjórn UMFI efri röðfrá vinstri: Kristján Yngvason, Ingimundur Ingimundarsson, Sigurjón Bjarnason, Jóhann Olafsson, Þórir Haraldsson og Sigurður Þorsteinsson framkvœmdastjóri UMFÍ. Neðri röðfrá vinstri: Matthías Lýðsson, Olína Sveinsdóttir, Pálmi Gíslason.formaður UMFI, Sigurbjörn Gunnarsson og Sigurlaug Hermannsdóttir. Jón Ólafsson frá Hólmavík, formaður HSS, hafði orðiðfyrir óhappi skömmufyr- ir þingið og mœtti til þings með miklar umbúðir um gagnaugað. Afþví tilefni setti Ingimundur Ingimundarson, forstöðu- maður sundlaugar Kópavogs,fram eftir- farandi limru : Glóðeygður gekk hann í salinn, með glettni var litið á halinn. En fjölmiðlamúsa-Jón hefur fáheyrðan tón ogfráleitt eru talfœrin kalin. Jón hafði sagtfrá því ífjölmiðlum að mýs herjuðu á Hólmvíkinga, kötturinn vildi ekki sjá þœr og vœri orðinn snaróður. Stefán Gíslason sveitarstjóri vildi draga úr músafaraldrinum og taldi þessar mýs eingöngu verafjölmiðlamýs. Ingimundur setti þáfram aðra limru: Mýsnar á Hólmavík herja með hörku þorpið þeir verja. En Stefán og Jón stara eins og flón á snaróðan köttinn og berja. 'K 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.