Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 22
KNATTSPYRNA D R E N G J A
Foreldrar aðstoða á æfingum
Knattspyrna er sú íþróttagrein
sem margir strákar hafa mest-
an áhuga á, enda er hún
skemmtileg íþrótt og auðveld-
ara er fyrir smávaxnar mann-
eskjur að ná valdi á fótboltaí-
þróttinni en mörgum öðrum
íþróttagreinum.
Eftir fund sem forráðamenn Fjölnis
héldu með foreldrum barna í yngstu
flokkum knattspyrnudeildarinnar var á-
kveðið að foreldrar yngstu barnanna
kæmu og aðstoðuðu þau á æfingum.
Þetta fyrirkomulag hentar vel og sögð-
ust þau Elsa Jónsdóttir og Heimir Gunn-
arsson, sem eru foreldrar og eru að
hjálpa til á æfingum, vera nijög ánægð
með það að fá tækifæri til þess að fylgj-
ast með.
„Þessir strákar eru það ungir að það
verða að vera fleiri til þess að hjálpa til
af því að þeir hafa ekki alveg fulla
stjórn á öllu,” segir Elsa. Meðan börnin
hafa áhuga á að vera í fótbolla þá finnst
mér sjálfsagt að bjóða þeim upp á þessar
æfingar þar sem foreldrarnir hjálpa til.”
Heimir sagði að eldri bróðir Atla æfði
líka og þess vegna væri það krafa að
Atli gæti líka fengið að spreyta sig.
„Atli var í íþróttaskólanum í sumar og
hann beið bara eftir því að farið væri í
fótbolta. Það má ekki byrja of snemma
að leyfa þeim að taka þátt í alvöru
keppni. Það er gott að strákarnir læri
stöður á vellinum og skipt sé í lið, en
leggja verður áherslu á að þetta sé bara
leikur og keppnin og harkan má ekki
verða of mikil,” sagði Heimir.
Elsa sagði að sér finndist líka mikilvægt
að strákarnir kynntust hver öðrum og
hefðu gaman af því að vera saman. „Eg
vildi óska að það skapaðist góður fé-
lagsandi sem gæti komið í veg fyrir þá
hörku sem oft virðist myndast í leik.”
Nokkrir fótboltapeyjar í fanginu á foreldrum,
f.v. Emil Jóhannsson og Elsa Jóhsdóttir, Atli
og Heimir Gunnarsson, Jóhann Leó og Birgir
Svavar Jóhannsson. Magnús Haukur og Hörð-
ur Magnússon.
Ætlum að æfa og hlýða þjálfaranum
7. flokkur drengja í knattspyrnunni hjá
Fjölni er skipaður áhugasömum liðs-
mönnum fæddum '83-'85. Þeir sögð-
ust einum rómi ætla að standa sig eins
vel og jafnvel betur en 7. flokkur Fjöln-
ismanna gerði í fyrra, en þeir náðu öðru
sæti á þremur mótum sem þeir tóku þátt
í. Þegar þeir voru spurðir hvernig þeir
ætluðu að fara að því var svarið: „Við
ætlum að æfa og æfa og hlýða þjálfar-
anum í einu og öllu!”
Róbert Sighvatsson var þjálfari hins
sigursæla 7. flokks drengja í fyrra og
þjálfar flokkinn líka í ár. Hann var
spurður hvemig honum litist á liðið í
ár.
„Það fór heill árgangur upp í fyrra og
þessir strákar sem eru í 7. flokki núna
eru allir nýir. Við þurfum að byggja
upp að nýju eins og gert var í fyrra. Þá
voru tekin tvö ár í það að byggja upp
og eftir það skilaði árangurinn sér.
Aðalatriðið núna er að kenna strákum
og ég á ekki von á öðru en þeir þurfi
sinn undirbúningstíma áður en þeir feta
í fótspor hinna. Margir þessara stráka
sem voru að byrja eru mjög efnilegir og
það gæti alveg eins verið að þeir stæðu
sig enn betur.
Það er fyrir mestu að láta þessa stráka
hafa gaman af knattspyrnunni og leyfa
þeim að spila og ég læt þá finna að ég
hafi líka gaman að þessu sjálfur. Það er
nauðsynlegt að leyfa þeirn að vera
frjálsum og hefta þá ekki í ákveðnum
leik. Knattspyrnan í yngri flokkunum á
að vera leikur en ekki of mikil alvara,”
sagði Sighvatur.
7.fl. drengja ásaml Róbert þjálfara.
22
Skinfaxi