Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 14
T E N N I S Tennis-systkyninn hjá Fjölni Hrafnhildur Hannesdóttir er 14 ára tennisdama hjá Fjölni í Graf- arvogi. Hún byrjaði í tennis þeg- ar hún var 9 ára gömul og bjó í Svíþjóð, en hefur ekki æft reglu- lega nema tvö síðustu ár og náð mjög góðum árangri. Hún æfir nú fjórum sinnum í viku í 50 mín- útur í senn, auk þess sem hún kennir 5-11 ára krökkum, sem eru að læra minnitennis hjá Fjölni. Þó að tennis sé aðal- áhugamálið þá spilar Hrafnhild- ur líka á píanó og ríður út, á milli þess sem hún mætir á æf- ingar. „Tennis er mjög vinsæl íþrótt í Svíþjóð og tennisvellir voru næstum í hverju hverfi; þar sem ég átti heima voru fjórir vellir,” segir Hrafnhildur. „Ég hafði ekki stundað neina íþróttagrein og datt bara í hug að byrja. Kannski hefur pabbi haft einhver áhrif því að hann var byrjaður og við fylgdum í kjölfarið.” Geta allir lœrt tennis? „Já, það geta allir lært tennis, en maður getur verið lengi að ná almennilegum tökum á tækninni. Það er svo mikið sem maður þarf að hugsa um í einu, t.d. að vera alltaf á hreyfingu og slá boltann rétt. Auðvitað eru krakkar misjafnir, sumir eiga mjög auðvelt með að ná tökum á tækninni en aðrir eiga í meiri erfiðleik- um með það. Tennisíþróttin kallar á golt, líkamlegt form og úthald og það er erfitt að stunda hana án þess að hafa einhverja leið- sögn.” Hvað finnst þér erfiðast við tennisíþrótt- ina? „Mér finnst erfiðast að breyta um tækni, eða að breyta ákveðnum stíl þegar mað- ur hefur lengi farið vitlaust að. Það get- ur tekið langan tíma að venja sig á að nota þessa nýju tækni. Til þess að geta orðið góður í tennis er mikilvægt að læra tennis rétt í upphafi og svo er bara að æfa sig nógu mikið.” Hefurþú sett þér einhver nwrkmið? 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.