Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 36
TEYGJUÆFINGAR
teygja stutta vöðva þannig að við getum
hreyft öll liðamót innan eðlilegra
marka.”
Vantaði betri þekkingu
í grunnfögum
Þú ert íþróttakennari, kenndir einungis
eitt ár og lœrðir svo sjúkraþjálfun, hvers
vegna?
„Ég verð að játa það að þegar ég lauk
íþróttakennaraskólanum fannst mér ég
ekki hafa nægilega góða eða mikla
menntun til þess að fara að kenna íþrótt-
ir. Mér fannst ég ekki hafa nægilega yf-
irgripsmikla þekkingu á því hvernig átti
að búa til æfingar, útfæra þær til þess að
þjálfa fólk almennilega og stuðla að
bættri líkamsvitund og líðan fólks.
Sjúkraþjálfunarnámið er nokkuð skylt
íþróttafræðum og þess vegna ákvað ég
að læra það. Eftir að ég fór að læra
sjúkraþjálfun komst ég að því hvaða
þekking það var sem ég taldi mig hafa
vantað og tel að það hafi vantað miklu
betri kennslu í Iþróttakennaraskólanum í
ákveðnum grunnfögum. Fögum þar
sem maður lærir um líkamann, hvernig
vöðvar og Iiðamót starfa, og hvaða
hreyfingu liðamótin leyfa. Hvernig allt
það sem stjórnar hreyfingum líkamans
virkar og hvernig vöðvar vinna undir
ákveðnum álagshornum sem aftur eru
háð stöðu liðar. Mín skoðun er sú að
þegar maður hefur lært þetta getur mað-
ur búið til markvissari æfingar.
Æfing sem er valin með það að mark-
miði að þjálfa upp ákveðna vöðva hefur
ákveðinn tilgang. Maður lætur ekki fólk
gera einhverja æfingu án þess að vita til
hvers hún er ætluð. Það er nauðsynlegt
að vita nákvæmlega hvernig á að gera
æfinguna svo hún valdi ekki skaða í lík-
amanum og að þeir vöðvar verði
þjálfaðir sem ætlunin er að þjálfa.
Eftir að hafa stundað nám í
sjúkraþjálfun við HI finnst mér
íþróttakennarar ekki hafa næga
undirstöðumenntun. Þeir þurfa að kunna
meira um lífeðlisfræði og hreyfifræði
líkamans. I skólanum fannst mér of lítil
tenging á milli þessara þátta og æfing-
anna sem við vorum að gera úti í sal.
Það sem vantaði var að segja okkur af
hverju við vorum að gera einstakar æf-
ingar og hvað við vorum að þjálfa.
Ef menntunin sem kennararnir hafa á
bak við sig er ekki nógu góð bitnar það
auðvitað á þeim nemendum sem henni
er miðlað til. Þótt kennararnir leggi sig
alla fram við kennsluna þá hljóta þeir að
byggja hana á menntun sinni og ef hún
er ekki nægjilega góð verður kennslan
það ekki heldur. Ég tek það fram að ég
veit ekki hvernig kennslan í íþrótta-
kennaraskólanum er í dag, en hún var
svona þegar ég var við nám þar árin
1984-1986 og það er ekki langt síðan.
Finnst þér fólk gera sér grein fyrir
nauðsyn teygjuœfinga?
„Nei, það eru margir sem gera það ekki.
Það er ekki svo langt síðan að þær voru
taldar nauðsynlegar í þessu formi sem
þær eru kenndar í dag, þ.e. að fara í
ákveðna stöðu og halda teygjunni í
ákveðinn tíma. Það er einungis það fólk
sem er undir þrítugu sem hefur lært
þetta í grunnskóla og þeir sem eru eldri
hafa fengið nasasjón af rykkingum sem
kenndar voru áður. Þeir sem eru ennþá
eldri hafa kannski ekki lært neinar
Teygjuæfingar fyrir alla
Teygja aftan á læri
Krjúpið niður á annað hnéð. - Hinn
fóturinn á að vísa heint fram. - Beint
hak. - Ef nœgjanleg teygja fœst ekki
skal heygja sig fram með beint hak. -
Mjaðmir snúi heint fram. - Skiptið um
fót.
Teygt framan á læri
Standið hein og takið um ökkla annars
fótar. - Hœll dreginn upp í rass. - Hné
vísar heint niður. - Varast skal að fetta
hak. - Búkur skal vera lóðréttur. -
Skiptið um fót.
Teygt á kálfavöðvu m
Staðið upp við vegg og táherg sett í
vegg. - Líkami dreginn að vegg. - Skipt-
ið um fót.
36
Skinfaxi