Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 9
K A R A T E bæði félagslegt og fjárhagslegt. Hún boðar einnig til aðalfunda deilda ef þeir hafa ekki verið haldnir innan þess tíma sem lög félagsins gera ráð fyrir. Allt sem aðhafst er, er þó gert í fullu samráði við þá sem sitja í stjórn deildanna á hverjum tíma og sjálfdæmi deilda sam- kvæmt lögum er virt. Við höfum boðið þeim sem starfa fyrir Fjölni að sitja námskeið hjá Félagsmála- skóla UMFÍ og stefnt er að því að ein- staklingur sem hefur verið í foreldra- starfi geti fært sig og starfað næst með deild, síðan í aðalstjórn og í einstökum starfsnefndum á vegum félagsins. Ef þessi markmið nást verður félagið eins- konar skóli í félagslegum og rekstrarleg- um málum. Við höfum lagt mikla áherslu á að kynna félagið, bæði íbúum í hverfinu og eins fyrirtækjum með stuðning í huga. Það eru öll þessi atriði sem hafa gert það að verkum að deildirnar skiluðu hagnaði. “ Guðmundur segir að framtíð Fjölnis sé björt og að á næstu mánuðum verði gengið frá samningunt við Reykjavíkur- borg um nauðsynlega uppbyggingu á aðstöðu til að fullnægja þörfum félags- ins á næstu árum. „Félagsstarfið er mjög öflugt og kontinn það sterkur grunnur að sambærilegt má telja við mörg áratugagömul félög. Við munum leggja áherslu á það á næstunni að byggja upp félagsstarf fyrir þá unglinga sem annaðhvort falla frá þátttöku í íþróttum eða hafa ekki áhuga á þeim. Einnig verður farið að vinna að upp- byggingu á félagsstarfi fyrir fullorðna.” Karate Æfum líkamann og lærum aga Karatedeild Umf. Fjölnis var stofnuð 30. apn'l 1990 að frumkvæði Hannesar Hilmarssonar sem verið hefur formaður Karatesambands íslands. Hópurinn samanstendur af 11 strákum í yngri flokki og 3 einstaklingum í eldri flokki. Karatemenn ganga í gegnum svokallaða gráðun, sem eru 20 próf á kunnáttu, tækni og viðhorf í karate. Þeir yngri gangast undir 10 mon og eldri 10 kyo. Hjá Fjölni eru nú þrír komnir nteð gult belti með grænni strípu, einn er með gult belti, sex eru með hvítt belti með gulri strípu, einn er með grænt belti og eina konan í hópnum er með gult belti. Strákarnir sem Skinfaxi hitti á æfingu voru 7-11 ára gamlir og voru sumir bún- ir að vera tvo vetur í karate, en aðrir voru að byrja. Þeir voru ábúðarfullir á svipinn og sögðu að það væri alveg ofsalega gaman að vera í karate. Og hvað er svona skemmtilegt við kara- te? „Við æfum líkamann og lærum aga og svo er gott að vera í góðu formi, “ var svarið. Þeir sögðu að það væri skemmtilegast að læra ný brögð, t.d. að kýla. „En það er stranglega bannað að beita karate- brögðum, nema í sjálfsvörn.” Upprennandi karatedrengir ásamt Kalle Pirrtinen þjálfarafrá Svíþjóð. Fær útrás í íþróttum Arnór Kristinsson, 15 ára Fjölnismaður úr Foldaskóla er örugglega einn af fáum sem leggur stund á þrjár íþróttagreinar. Meðan allir hinir í fjölskyldunni eru í tennis og flestir strákar á hans aldri stunda bara fótboltann, þá festir Arnór á sig karatebeltið, hnyklar vöðvana og gefur frá sér sérkennileg hljóð. Arnór sækir æfingar í þrem íþróttagreinum, karate, knattspyrnu og frjálsum. í hverri viku mætir hann á tvær æfingar í karate, þrjár í frjálsum og tvær í fótbolta. Skin- faxi ræddi við þetta íþróttafrík til þess að grennslast fyrir um þennan brennandi íþróttaáhuga. „Ég veit eiginlega ekki af hverju ég er í þessu öllu, mér finnst það bara gaman. Maður fær almennilega útrás á því að vera í íþróttum og því lleiri greinar því betra. Það er reyndar erfitt að liafa tíma fyrir þetta allt því að ég stunda félagslíf- ið í Foldaskóla líka mjög mikið. Ég fór rólega af stað og hef mætt á allar æfing- ar í fótbolta og karate, en ætla síðan að reyna að mæta á allar æftngarnar í frjáls- um.” Aðspurður segist Arnór vel geta hugsað sér að vera í fleiri greinum. „Ef Fjölnir myndi stofna deild unt hafnar- bolta þá myndi ég örugglega byrja í honum. Jafnvel þó að fótboltinn sé enn- þá í mestu uppáhaldi hjá ntér þá fellur ntér betur við einstaklingsíþróttagrein- arnar, því þá get ég sjálfur gert betur og þarf ekki að treysta á neinn annan nema sjálfan mig. Ég stefni alltaf að því gera betur og vinna harðar og legg jafn mikið á mig í öllum greinum.” Arnór beitir þjálfarann sinn brögðum. Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.