Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 16
Erla íþróttakennari ásamt börnunum í Iþróttaskóla Fjölnis. Aðfá útrás í leik íþróttaskólar fyrir börn eru að ryðja sér til rúms hér á landi. Markmiðið með þeim er að gefa börnunum tækifæri til þess að kynnast íþróttum á jákvæðan og fjölbreyttan hátt með það m.a. að markmiði að vekja varanlegan áhuga á íþróttum. Síðastliðið sumar var farið af stað með íþrótta- og leikjanám- skeið fyrir börn á aldrinum 3-7 ára hjá Fjölni. Svo mikill áhugi var á þeim að ákveðið var að starfrækja sérstakan íþrótta- skóla í vetur fyrir þennan aldur. Börnin í skólanum eru á aldrin- um 2-6 ára. í Foldaskóla í Graf- arvogi er ekki nein leikfimi fyrir 6 og 7 ára börn og foreldrarnir segja að krakkarnir bíði eftir þessum einu fþróttatímum sem þeir fá í viku. Eria Gunnarsdóttir íþróttakenn- ari útskrifaðist frá ÍKÍ árið 1984 og sér um íþróttaskólann hjá Fjölni. Hún var spurð um það hvernig íþróttaskóli Fjölnis væri byggður upp. „Við byrjum á því að fara í einhverja leiki, tökum svo eitthvað aðal þema, stöðvaæfingar, þar sem reynir á jafn- vægi og reynt er að þroska ákveðnar hreyfingar. Þannig fá bömin tilfinningu fyrir líkamanum með því að klifra í Það er ofsalega gaman í Iþróttaskólanum. rimlum, yfir bekki, eða kasta og grípa bolta. Með þessum æfingum fá þau ákveðið sjálfstraust og við pössum okk- ur á því að þau séu að reyna sig, en kennarinn sé ekki alltaf að grípa inní og þau fái að ráða sjálf við ákveðin verk- efni. Markmiðið er að þau þroski hreyfifærni sína og fái útrás í leik. í 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.