Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 31
M I N N I N G
t
Kveðja frá ungmenna-
félagshreyfingunni
Það er hringt og tilkynnt: „Hann
Sveinn er látinn.” Þó að tíðindin komi
ekki á óvart tekur hjartað kipp og marg-
ar minningar koma upp í hugann.
Leiðir okkar hafa víða legið saman.
Hvernig við kynntumst fyrst man ég
ekki, en það gerðist á einhverjum fundi.
Fyrir röskum áratug tókum við með
stuttu millibili að okkur forystu í sam-
tökum sem áttu margt sameiginlegt.
Með okkur tókst strax góð vinátta sem
aldrei bar skugga á. Við hittumst á
ýmsum fundum og öðrum mannamót-
um. Sveinn lét sig ekki vanta þar sem
hans var þörf. Hvort sem fara þurfti
milli húsa eða um landið þvert og endi-
langt var það nauðsyn þess að mæta
sem réði en ekki vegalengdin. Það var
ætíð gott að hitta Svein, hlýtt og traust
handtakið, hressleikinn og umhyggjan
fyrir æsku þessa lands einkenndi hann.
Sveinn skildi allra manna best að fé-
lagsskapur og ánægja samverunnar
væru hluti af gildi íþróttanna.
Meðal ungmennafélaga um allt land var
Sveinn virtur, m.a. vegna þess að hann
lagði sig fram um að mæta á þingum
héraðssambanda og á ýmsum fundum
og lagði þar gott til mála. Hann gerði
heldur ekki mannamun, heldur ræddi
við alla af sínum áhuga og einlægni.
En Sveinn var Ifka baráttumaður. Væri
málefnið til bóta fyrir íþróttirnar og
æskulýðsstarfið var barist af festu og
einlægni. Það mál sem lengst var unn-
ið að var að taka upp Lottó á íslandi, en
Islenskar getraunir höfðu átt þann rétt
lengi. Okkur félögum hans fannst að
bjartsýni Sveins hefði þarna verið helst
til of mikil En svo sannarlega var sú
barátta íþróttahreyfingunni mikið gæfu-
spor, eftir að sigur hafði unnist.
Áhugi Sveins fyrir íþróttamiðstöðinni á
Laugarvatni var mikill og þá ósk átti
hann heita nú í lokin að þær fram-
kvæmdir yrðu gerðar er þurfti til þess
að íþróttamiðstöðin gæti þjónað sínu
hlutverki.
Samskipti ÍSÍ og UMFI hafa verið bæði
mikil og góð á liðnum árum. Ég er
ekki í vafa um að engum er það meira
að þakka en Sveini. Hann lagði ætíð á-
herslu á gott samstarf og af því leiddi
árangur báðunt þessum félagshreyfing-
um til hagsbóta.
íþróttahreyfingin hefur misst öflugan
liðsmann. Við fjölmargir vinir Sveins
höfum misst góðan félaga. Ég sendi
fjölskyldunni sem sér á bak góðum eig-
inmani, föður og afa samúðarkveðjur
frá ungmennafélögum um allt land, þar
var Sveinn virtur og metinn. Minning-
in um slíkan dreng verður aldrei frá
okkur tekin.
Pálmi Gíslason formaður UMFÍ.
Nú er bara að tippa
Þann 16. nóvember liófu íslenskar
getraunir samstarf við frændur vora í
Svíþjóð um sameiginlegan getraunapott
í viku hverri allt til 4. apríl 1992. Við
þessa sameiningu lækkar verð hverrar
raðar á getraunaseðlinum og kostar nú
10 krónur í stað 20
króna áður. Þetta
samstarf hefur
ekki aukinn kostn-
að í för með sér
fyrir Islenskar get-
raunir. Undanfarið
hefur veltan hjá
Getraunum verið
um þrjár milljónir
á viku, en búist er
við að urn 140
milljónir verði í
pottinum þessar
vikur sem samstarfið varir. Spilað er
um 13 leiki og fara 27% vinningsupp-
hæðar í fyrsta vinning, 17% verða
greidd fyrir 12 rétta leiki, 18% fyrir 11
rétta leiki og 38% fyrir 10 rétta leiki.
Vinningur á eina röð getur ekki orðið
hærri en 30 milljónir íslenskra króna.
Ljóst má vera að samstarf sem þetta
gefur áhugamönnum um getraunir
aukna von um vinning. íþrótta- og
ungmennafélög víða um land ættu nú
að gangast fyrir herferð um getraunir til
þess að styrkja fjárhagsstöðu sína.
Hver sem er getur verið með og þarf
alls ekki að hafa séð bolta hvað þá
meira. Ef viðkomandi einstaklingur
framhald á bls. 33
Skinfaxi
31