Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 12
T E N N I S Teimisfjölskyldan í Grafarvogifrá vinstri, Hjörtur Ingibjörg Þórir, Hannes, Þórunn og Hrafnhildur. Tennis á uppleið Tennisdeild Fjölnis var stofnuð 30. apríl 1990. Þá voru undangengin námskeið í minnitennis og tennis þar sem 50-60 börn komu og kynntust tennis í fyrsta skipti. Ahugi á tennis í Grafarvoginum er gíf- urlega mikill og yfir vetrartímann stunda milli 70 og 80 manns æfingar. Stærsti hópurinn er 12-14 ára krakkar, yngri börnin eru í minnitennis, og auk þess æfa karlar og konur á öllum aldri. Landsliðshópur unglinga 11-17 ára er skipaður 14 krökkum og þrfr þeirra eru úr Fjölni. Auk þess á Fjölnir nokkra efnilega unglinga sem örugglega eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. „Starfið gengur vel, stöðugt fjölgar í deildinni og við reynum að fá foreldra áhugasamra barna til þess að taka þátt í starfinu,” segir Hannes Hjartarson, for- maður deildarinnar og hefur átt mestan þátt í framgangi hennar. Hannes spilar sjálfur tennis og reyndar allir í fjöl- skyldunni. Ingibjörg konan hans spilar og börnin Hrafnhildur og Hjörtur hafa mikið látið að sér kveða. Þau yngstu Þórir 5 ára og Þórunn 6 ára, spila minni- tennis. „Það er mikilvægt að geta boðið sem flestum aldurshópum upp á kennslu, bæði börnum og foreldrum þeirra. Tennisíþróttin er fjölskyldufþrótt og fólk á öllum aldri, frá 5-75, ára getur spilað. Það er gaman fyrir alla fjöl- skylduna að geta spilað saman og haft gaman af. En það tekur langan tíma að ná góðum tökum á fþróttinni og því þarf þolinmæði til. Til þess að ná langt er æskilegt að byrja á barns- eða unglings- aldri. Það eru frekar börn sem gefast upp og hætta en fullorðnir halda undan- tekningarlítið áfram.” Bágborin aöstaöa „Það sem háir tennisíþróttinni á Islandi er bágborin aðstaða. Það er enginn lög- legur innivöllur fyrir tennis og hefur það staðið íþróttinni verulega fyrir þrifurn. I íþróttahúsi Fjölnis eru tveir æfingavellir og í húsi TBR er einn völlur. Vallar- leiga hefur verið frá 1700-2500 krónur á klukkutímann, sem dreifist þá á 2-4 spil- ara. Meðlimir tennisdeilda greiða ár- gjöld til deildanna og það getur leitt til lækkunar á vallarleigu. Eðlileg vallar- leiga ætti því að vera 800-1200 á klukkutímann,” segir Hannes. Framtíð tennisdeildar Fjölnis er björt. Á íþróttasvæði Fjölnis er gert ráð fyrir fjórum tennisvöllum, tveim með gervi- grasi og tveim í yfirbyggðu stálgrindar- húsi og Ijóst er að eftir að aðstaðan verður tekin í notkun mun tennisáhuga- mönnum í Grafarvoginum fjölga veru- lega. Til upplýsingar má geta þess að tennis- spaðar kosta frá 3000-20 þúsund krónur, allt eftir gæðum og box með þremur boltum kostar 500-600 krónur. Að leigja útivelli er breytilegt eftir gæðum vallanna er síðastliðið sumar var leigan 300-1000 krónur á klukkutímann. 12 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.