Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 21
> KNATTSPYRNA D R E N G J A mynda með því að aðstoða þau við að taka þátt í öllum æfingunum. Sérstakt foreldraráð hefur verið stofnað fyrir 7. og 8. flokk og með því skapast mikill áhugi um að styðja við börnin og fylgjast með þeim. Til dæmis þarf að vinna í búningamálum og ýmsu öðru sem viðkemur starfinu. Við förum ekki með þessa stráka á mót, en við ætlum að fara með þá í skemmtiferðir þar sem hægt er að leika sér, grilla og þá kynnast allir betur.” Viljum gefa öllum tæki- færi á að vera með Hverjar eru hugmyndir þínar um þjálf- un harna? „Mínar hugmyndir eru þær að ég hef alltaf reynt að gefa öllum möguleika á því að vera með. Til mín hafa komið góðir einstaklingar og einnig strákar sem hafa verið að stíga sín fyrstu skref á æfingu og ég hef reynt að gefa þeim öll- um tækifæri til þess að vera með. Og það hefur oft verið þrautin þyngri þegar í keppnina er komið því þá hafa það verið sjö strákar sem eiga að spila í hvoru liði A og B, þannig að það er ekki hægt að fara nema með um tuttugu manna hóp. Það hefur þessvegna verið erfitt að velja þá sem eiga að fá að fara. En ég hef haft það þannig að ég skipti hópunum upp eftir aldri, en ekki eftir getu, þannig að elsti árgangurinn fær frekar að fara á mótin. Það sem ég hef haft að leiðarljósi varð- andi þjálfun hjá þessum ungu strákum í 8. flokki er að láta þá leika sér sem mest með boltann á æfingum og ekki spila nema lítið. Þessvegna hef ég byggt þjálfunina þannig að upp að þeir læra mikið af tækniæfingum, t.d. eins og að rekja boltann eftir línum og keilum og gera margskonar þrautir eins og að hitta frá ákveðnum stað í gegnum þröngt hlið. Strákarnir læra að það eru þeir sem eiga að stjórna boltanum en ekki boltinn þeim. Það er útilokað að vera með eina æfingu út í gegn fyrir svona unga stráka, fyrir utan það að þeir geta ekki spilað megnið af æfingunni því þeir eru það ungir að þeir þola það ekki.” Æfingarnar byggjast upp á leikjum Menn hafa talað um það að það eigi ekki að láta svo unga stráka, 3-4 ára gamla, vera í fótbolta því þá er hætta á sérhæfingu. Hvernig lítur þú á það mál? „Ég var einn af þeim sem kom íþrótta- skólanum hér hjá Fjölni af stað og er mjög fylgjandi því að forðast sérhæf- ingu hjá börnum. Þessi 8. flokkur í knattspyrnu stráka er hrein tilraun. Við höfum rætt við foreldrana og viljað fá þeirra álit vegna þess að fólk er ekki al- veg sammála um það hvort svona ungir krakkar eigi að spila knattspyrnu. Stað- reyndin er sú að það eru til einstakiingar sem sjá ekkert annað en fótbolta, e.t.v. vegna þess að það gengur allt út á fót- bolta hjá fjölskyldunni og eldri systkini eru í fótbolta. Sumum er fljótt gefinn bolti og þá fá þeir áhuga og ef strákarnir hafa gaman af þessu og bíða spenntir eftir næstu æfingu þá finnst mér að það ætti að gefa þeim kost á því að fá auk- inn hreyfiþroska með þessum æfingum. Þó svo að boltinn sé alltaf meðferðis á æfingum, þá fá strákarnir mjög alhliða hreyfiþjálfun og æfingarnar byggjast mikið upp á leikjum. Sumir þessir strákar myndu ekki taka þátt í neinni íþróttagrein ef þeir ættu ekki kost á þessum æfingum, því að þeir hafa sér- stakan áhuga á fótbolta. Þá má einnig benda á það að framboðið fyrir þennan hóp barna er ákaflega lítið.” Foreldrar mega ekki krefjast árangurs segir Hörður Magnússon Hörður Magnússon, markakóng- ur úr FH, var að fylgjast með syni sínum Magnúsi sem er fimm ára. Hvað finnst þaulreyndum knatt- spyrnumanni um knattspyrnu ungu strákanna? „Mér líst ágætlega á þetta núna, sérstaklega eftir að fyrirkomu- laginu var breytt í þá veru að yngri strákarnir eru í sérstökum flokki en ekki með 7. flokki. Það var einfaldlega of mikið að hafa þá alla saman. Kennslan hefur breyst frá því ég var í skóla. Þá var bara skipt í lið og liðin látin keppa saman til þess að reyna að vinna hvort annað. Þessum strákum er leyft að leika sér mikið með boltann og það finnst mér góð breyt- ing." Finnst þér það af hinu góða að hörnin byrji svona snemma? „Já, mér finnsl allt í lagi að leifa þeim að vera með ef þeir hafa mikinn áhuga. Magnús var byrjaður að sparka í bolta snemma og virtist liafa það í sér að leika með bolta. Ég fékk hann ekki á þessar æfingar, það var hann sjálfur sem vildi fá að spreyta sig. Foreldrar mega alls ekki setja pressu á börnin og það vill einmitt brenna við að þegar krakkar er farnir að keppa þá kemur fram mikil pressa frá foreldrum um að þeir standi sig. Það er ekki fyrr en á aldrinum 10-11 ára sem mér l'innst að þau hafi þroska til þess að taka þátt í keppni.” Er þessi sérhœfing ekki hœttuleg, hvað með aðrar íþróttagreinar? „Ég held að þau fái fljótlega áhuga á þeim þegar þau byrja í leikfimi í skólan- um. Fótboltinn er þannig að það er auð- veldara að byrja snemma að stunda hann, en margar aðrar greinar. Krakkar hafa meira vald á fótbolta, en t.d. hand- bolta og körfubolta.” Hörður sagðist vona að sonur sinn hefði gaman að því að vera í þessum tímum og honum gengi vel. Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.