Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 11
KVENNAKNATTSPYRNA horft til þess hvort knattspyrnan hefur hagnað í för með sér, hvort þetta borgi sig." Stelpurnar mega ekki finna mismunum Stelpurnar finna strax að það er verið að mismuna þeim gagnvart strákunum. Það er eitt af því sem má ekki gerast ef takast á að byggja upp gott starf í kvennaknattspyrnunni, það er að þær finni einhverja mismunun milli kynj- anna. Þær verða að hafa jafn góðan að- gang að öllum tækjum og tólum eins og aðrir flokkar og jafnframt skipa jafn stóran sess hjá stjórn deildarinnar eins og hver annar flokkur. Ég held að stjórnin sé öll af vilja gerð og hún vill að stelpurnar geri eitthvað ííjálfar, samt er eins og vanti ákvörðun um það hver eigi að vinna verkið. Hegðunarmynstur unglinga hefur breyst í gegnum árin, það er orðið minna um hreyfingu, skólinn hefur algjörlega brugðist og í sumum skólum er einungis einn leikfimistími á viku. Þetta eru ærslafullir árgangar og það þarf að berj- ast við stelpurnar. Hugsunin hjá þeim var sú að þær gætu ekki unnið leik, en núna eru þær komnar með rétt hugarfar og farnar að leggja sig fram. Það voru ákveðnar drottningar sem héldu að þær gætu verið inná án þess að leggja sig fram og virtist sama hvort leikurinn tap- aðist 1-0 eða 10-0. Það er alveg ljóst að krafan um sigur kemur frá börnunum sjálfum og þau sætta sig ekki við það endalaust að ein- hver, sem er ekki nógu góður, geti verið nteð bara til þess að Ieyfa honum að spila. Það er verst fyrir einstaklinginn sjálfan, því börnin eru grimm hvort við annað.” Bætum samstarf milli deilda Er n'gur á milli deilda? „Samstarfið milli deilda ætti að vera mun meira en það er. Við erum ekki með svo marga einstaklinga sem æfa kvennaknattspyrnu og kvennahandbolta að það er út í hött að skipta hópnum í tvennt, 20 æfi knattspyrnu og 20 hand- bolta. Það ætti að vera öllum til góðs að þessar 20 sem eru í handboltanum komi líka yfir í fótboltann og öfugt. Og það er félagið sjálft sem græðir á því með meiri breidd og hæfari einstaklingum. En menn eru að horfa í aurinn og inn- heimtu á félagsgjöldum og deildirnar geta ekki komið sér saman um þetta mál. I knattspyrnunni er í gangi mjög gott kerfi þar sem einstaklingar kaupa 10 miða kort og skila miðum fyrir æfingar. Auðvitað er draumurinn sá að einstak- lingur geti keypt sér miða og gengið inn á hvaða æfingu sem er og með því ætti þetta vandamál að vera úr sögunni. Öll gagnrýni er af hinu góða og menn eiga að geta bent hver öðrum á það sem þeir telja að sé miður. Allar deildir eru að byggja sama húsið og þess vegna þarf samstarfið að vera gott." Kvennaboltinn kominn til að vera "Mín skoðun er sú að það ætti að vera einn yfirþjálfari hjá hverri deild og síð- an aðstoðarfólk hans. Yfirþjálfarinn á að sjá um að ákveðin atriði séu kennd í ákveðnum aldursflokkum, þannig að við sitjum ekki uppi með einstaklinga sem kunna ekki undirstöðu eða ákveðnar æf- ingar þegar þeir færast upp. Ég hef mikinn áhuga á að vera með alla kvennaknattspyrnuna og fá síðan að- stoðarmann. Og það er mikilvægt að aðstoðarmaðurinn sé kona því ég held að það sé mjög gott fyrir stelpurnar að hafa konu sem þær geta leitað til. Þær eru á erfiðu þroskastigi og auðvitað geta ýmis félagsleg vandamál komið upp. Inniæfingar hjá kvennaflokkunum verða tvisvar í viku í vetur og ein sameiginleg útiæfing til viðbótar. Það er mjög gott fyrir þær að læra hvor af annarri. Með því næst upp góð samstaða því það er ekki gott ef það myndast rígur á milli flokka. Ég reyni að haga æfingunum að hluta til þannig að það eru þær sjálfar SSl! sem setja reglurnar. Ef um einhver agavandamál er að ræða þá kemur það þeim sjálfum í koll og á því læra þær. En þetta eru duglegar stelpur. þær spyrja til hvers æfingin sé og mér finnst árang- ur af æfingu koma fyrr fram í leik hjá stúlkum en drengjum. Ég vona að foreldrar fari að opna augu sín fyrir því að stelpur vilja líka vera í knattspyrnu og að þeim sé gefið jafn gott tækifæri til þess og strákunum. Það má ekki mismuna iðkendum í kvennaknattspyrnu og karlaknattspyrnu þó svo að iðkendur í kvennaknattspyrnu séu færri. Það er draumurinn að hægt verði að halda stórmót hér í Grafarvoginum þeg- ar knattspyrnan er komin á fullt skrið. Og það sem á ekki að skipta máli er hvort stelpumar eru í A eða B liði, held- ur það að þær séu í Fjölni. Kvennabolt- inn er kominn til þess að vera,” sagði Andres Ellert. Skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.