Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 19
KVENNAÍÞRÓTTIR
hugsa um sjálfa sig líka. Þær ættu aldrei
að hætta að hreyfa sig og ættu að gefa
sér tíma til þess að stunda einhverja í-
þróttagrein, einar eða þá með manninum
sínum.”
Sú elsta er sextug
Steinunn, Aslaug, Nanna og Rósa eru
hinar sprækustu eftir æfinguna og jafn-
vel þó að svitinn hafi lekið af þeim
féllust þær á að sitja á fyrir á mynd og
svara nokkrum spumingum.
Hvernig finnst ykkur leikfimin?
„Eg er miklu sprækari,” segir Aslaug.
„Maður finnur það á vöðvunum að þeir
vera styrkari og mér finnst þreyta, sem
hefur ásótt mig þegar ég er að draga
krakkana á sleðanum eða ganga upp
brekkur, minnka. Meðvitundin um eig-
in líkama og sjálfa sig verður líka sterk-
ari. Það er ekki hægt að sleppa úr degi
því þá verður maður einhvernveginn ó-
mögulegur.
Ég dreif mig af stað eftir átta ára hlé
sem er allt of langur tími. Þó að konur
standi í barnaeignum og hafi þessvegna
meira að gera þá mega þær ekki sleppa
því að hreyfa sig.
„Það er líka mjög gott að komast í leik-
fimi hér í hverfinu,” bætir Rósa við.
Og það sem skiptir líka máli um það
hvort maður drífur sig af stað, er á
Steinunn, Aslaitg, Nanna og Rósa.
hvaða tíma leikfimin er og kvöldin eru
besti tíminn fyrir kvennaleikfimi.”
Nanna er elsta konan í hópnum, 60 ára
gömul, og gefur hinum yngri greinilega
ekkert eftir. „Aður fyrr var ég í frúar-
leikfimi, en hef ekki verið í neinni æf-
ingu síðustu ár, segir Nanna. „Mig hefur
alltaf langað að byrja aftur, en það hefur
einhvernveginn vantað herslumuninn,
þar til núna þegar ég byrjaði hér í
haust.”
Stelpurnar sögðust passa sig á því að
borða minni kvöldmat áður en þær færu
á æfingu. Nú, svo er það prins póló og
kók eftir æfingu? „Nei aldeilis ekki,
bara ískalt valn eða ávaxtasafi og ekkert
annað,” voru þær fullyrðingar sem þær
vonandi standa við.
Þær sögðust vilja hvetja allar konur til
þess að stunda einhverja líkamsrækt, því
leikfimin gæfi manni mikið, bæði til lík-
ama og sálar.
íþróttamálefni á Alþingi
Kvennaíþróttir
Allar þær konur sem sæti eiga á Al-
þingi hafa sett frarn þingsályktunartil-
lögu til eflingar íþróttaiðkunar kvenna.
Tillagan hljóðar svo:
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni
að beita sér fyrir því að gert verði átak
til að efla íþróttaiðkun kvenna. Ahersla
verði lögð á mikilvægi íþrótta í líkam-
legu og félagslegu uppeldi og sem fyr-
irbyggjandi aðgerðir til að bæta heilsu
og vinnuþrek. Fjárframlög ríkisins til
íþrótta skuli veitt með það að markmiði
að gera íþróttaiðkun kvenna og karla
jafn hátt undir höfði.
I greinargerð með ályktuninni segir að
flestir geti verið sammála um mikil-
vægi íþrótta, bæði fyrir líkamlegt og fé-
lagslegt uppeldi fólks. Um 100 þúsund
manns stunda íþróttir í landinu og áætl-
að er að einungis um þriðjungur séu
konur. Astæðurnar em taldar margvís-
legar, m.a. þær að kvennaíþróttir séu
ekki nægilega virtar, of fáar konur séu í
forystu innan íþróttahreyfingarinnar, of
litlu fjármagni sé veitt til íþróttaiðkunar
kvenna og mörg félög ráði fyrst þjálf-
ara til þess að þjálfa karlaflokka og
kvennaflokkar séu látnir sitja á hakan-
um.
Bent er á að of mikil áhersla sé lögð á
þjálfun meistaraflokka karla og lands-
liða karla í boltaíþróttum og þessi lið
fái einnig mesta fjármagnið. í greinar-
gerðinni segir einnig að á íþróttasíðum
dagblaðanna sé mjög lítið fjallað unt
það hvað konur séu að aðhafast í íþrótt-
um og það sé ekki boðleg skýring að
fólk vilji ekki lesa um það sem konur
séu að gera á íþróttasviðinu.
framhald á hls. 33
Skinfaxi
19