Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 35
TEYGJUÆFINGAR Hvers vegna á að teygja? Það er gert til þess að koma í veg fyrir vöðvastytting- ar, lengja þá vöðva sem eru stuttir og til þess að fá fram vöðvajafnvægi í líkamanum. - Teygjuæfingar eru gerðar til þess að minnka spennu i líkamanum og ná fram slökun í vöðvanum og fá þannig aukið blóð- flæði um vöðvann. Teygjuæfingar eru fyrirbyggjandi aðgerðir gegn meiðslum á vöðvum, vöðvasinum og vöðvafestum. - Teygjur bæta líkamsvitund og auka vellíðan fólks. Ekki nóg að þjálfa hluta úr ári Þeir sem stunda íþróttir, hlaupa, ganga, fara í sund, leikfimi, badminton eða stunda aðrar almenningsíþróttagreinar vita margir ekki að það er nauðsynlegt að gera ákveðnar teygjur eftir þjálfun. Margir vita ekki að teygjur eru jafn nauðsynlegar og önnur þjálfun líkam- ans. Skinfaxi fékk Þuríði Arnadóttur, íþrótta- kennara og sjúkraþjálfara, til þess að segja lesendum frá mikilvægi teygjuæf- inga í líkamsþjálfun. Hvað gerist í líkamanum ef við þjálfum ekki? „Það sem gerist er í fyrsta iagi það að þeir vöðvar sem við notum minna rýma og missa styrk sinn að miklu leyti á meðan vöðvarnir sem við noturn meira styrkjast. Sumir vöðvar hafa tilhneig- ingu til þess að lengjast og slappast ef ekkert er að gert og hinir að styttast. Þegar það gerist þá myndast ákveðið ójafnvægi á milli vöðvahópa sem getur svo haft þau áhrif að líkamsstaða fólks getur breyst. Þetta ójafnvægi getur síð- an leitt til þess að álag á liði, vöðva og liðbönd verður rangt og fólk getur orðið fyrir margvíslegum vandamálum í stoð- kerfinu. Fólki, sem hreyfir sig lítið, er hættara við að fá þessi einkenni, t.d. bakverki, verki í háls og herðar. Ef maður hreyfir sig, styrkir vöðvana og teygir, þá helst rétt jafnvægi í líkaman- um og maður á auðveldara með að takast á við álagið sem á manni hvílir við dagleg störf,” segir Þuríður. Er er nóg að þjálfa líkamann hluta árs- ins eins og margir gera? „Nei, ef við þjálfum ekki allan ársins hring þá erum við bara í formi þann hluta sem við þjálfum og við missum niður þann árangur sem við höfum náð með þjálfuninni á mjög skömmum tíma. Við erum mun fljótari að gera þann ár- angur að engu, en við erum að ná hon- um. Ef einstaklingur hættir að þjálfa líkama sinn í tvær vikur þá missir hann strax mikið af kraftinum og úthaldinu sem búið var að byggja upp. Þegar þjálfun hefst aftur þá verður viðkomandi einstaklingur að byrja með æfingar með minna álagi en áður en liann hætti. Sá sem ætlar að byrja að þjálfa líkama sinn allan ársins hring verður að æfa minnsta kosti þrisvar í viku fyrst, til þess að koma sér í ákveðið form og þeg- ar því formi er náð sem viðkomandi vill vera í getur hann fækkað æfingum í tvær á viku. En sá sem vill bæta við sig verður stöðugt að herða æfingarnar. Það að æfa hluta úr ári leiðir til þess að maður missir strax niður það fornt sem maður var kominn í og það gerir þá ekk- ert gagn nema rétt á meðan verið er að æfa.” Þér líður vel, en ... Sumir kynnu að segja: „Ég œtla ekki að verða nein íþróttamanneskja og þarf ekki að koma mér í gottform, mér líður alveg ágœtlega eins og ég er." „Já það getur vel verið að þér líði ágæt- lega og þú finnir ekkert fyrir því að lík- ami þinn er ekki í góðu formi,” segir Þuríður við þessari athugasemd. „Og það getur vel verið að þú komist þannig í gegnum allt lífið án þess að finna fyrir stoðkerfisvandmálum. En flestir finna einhverntíma á lífsleið- inni fyrir bakverkjum, verkjum í hálsi og herðum o.s.frv. Þeir sem koma í endurhæfingu og ætla að koma líkaman- um í betra form, komast oft að því að þeir eru t.d. með allt of stutta lærvöðva eða að allir vöðvar í fótunum eru of stuttir þannig að liðirnir hafa skerta hreyfigetu. Þetta getur leitt til bakverkja vegna þess að þegar einstaklingur með stutta vöðva í fótum tekur stór skref þá toga fótavöðvarnir í bakið og það leiðir til óþæginda og verkja þar o.fl. Allir vöðvar í líkamanum vinna saman og ef einhversstaðar eru stuttir vöðvar geta þeir haft áhrif annars staðar í lík- amanum. Þessvegna verðum við að Skinfaxi 35

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.