Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 8
F j ö I n i r í Grafarvogi y,i>iuuHE jéjöáp' ■ J ♦* HÉR RIS ÍÞRÓTTASVÆÐI fjölimis w> Guðmundur formaður Fjölnis við svœði Iþróttamiðstöðvarinnar í Grafarvogi. Fjölnir í Grafarvogi - aðaláherslan á starf barna og unglinga Ungmennafélagið Fjölnir í Graf- arvogi í Reykjavík var stofnað 11. febrúar 1988. Félagið hefur vaxið ört á þessum stutta tíma og eru félagsmenn orðnir um 1200 og fimm deildir starfandi. Auk þess er starfandi íþrótta- skóli fyrir 3-7 ára börn, kvenna- leikfimi og lávarðaleikfimi. Fjölnismenn eiga nú fjölmarga íslandsmeistara, Reykjavíkur- meistara og landsliðsmenn. Þegar félagið var stofnað var aðstaðan engin og þurftu félagsmenn að vera með starf sitt víða um borgina, en ÍBR gat ekki úthlutað nema fjórum tímum til fé- lagsins. Þá voru góð ráð dýr, því þörfin fyrir æfingatíma var 50 tímar. í septem- ber 1986 réðust Fjölnismenn í það að taka á leigu 1400 fermetra húsnæði að Viðarhöfða 4 og breyta því í tveggja sala íþróttahús og verður það væntan- lega í notkun þar til Iþróttamiðstöðin í Grafarvogi verður tekin í notkun. Um er að ræða íþróttasvæði með tveim keppnisvöllum, grasvelli, gervigras- velli, 400 metra hlaupabraut og annarri frjálsíþróttaðastöðu. Tennisvellir verða fjórir og þar af tveir yfirbyggðir. Iþróttamiðstöðin sjálf mun taka um I000 manns í sæti og þar mun félagsa- aðstaða Fjölnis verða til húsa. 25 metra sundlaug verður síðan byggð við hlið íþróttamiðstöðvarinnar. Aætlað er að taka íþróttasalinn og hluta af húsnæðinu í notkun haustið 1992. Guðmundur G. Kristinsson, sem verið hefur formaður Fjölnis frá því að félagið var stofnað, segir að á fyrsta árinu hafi mátt líkja félaginu við barn sem væri að læra að ganga. „Aðstæðurnar voru þó í raun mun erfiðari, því að um leið og menn voru að læra göngulagið þurfti að kenna það öllum í kring um sig,” segir Guðmundur um fyrstu skref félagsins. Af hverju ungmenna- félag „Það er hrein tilviljun að við stofnuðum ungmennafélag. Það voru ungmennafé- lagsmenn sem buðust til þess að aðstoða okkur og við þáðum það. Það er merki- legt að landssamtök ungmennafélaga hafi boðist til að aðstoða, en ekki þau samtök sem ættu að vinna að eflingu íþróttastarfs í Reykjavík, íþróttabanda- lag Reykjavíkur. En ástæðan er sú að ÍBR vinnur í raun gegn eðlilegri upp- byggingu ííþróttastarfsemi, þó svo að í lögunt samtakanna segi að vinna eigi að eflingu íþróttastarfs í höfuðborginni. Mín skoðun er sú að UMFÍ séu einu samtökin sem sameina keppnisfólk og hinn almenna þátttakanda í hinum ýmsu æskulýðs- og félagsmálum. UMFI eru lika einu samtökin sem hafa það í einu og sömu stefnuskránni að byggja upp öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf, efla virðingu fyrir landi og þjóð, stuðla að uppbyggingu á menningarmálum og berjast fyrir verndun náttúrunnar.” Tilgangur félagsins? „Tilgangur félagsins er að vinna að upp- byggingu á íþrótta- og félagslífi fyrir börn, unglinga, fullorðina og aldraða í Grafarvogi. Markmiðið er að byggja upp betra mannlíf, þar sem áhersla er lögð á betra samfélag og góð samskipti milli kynja og kynslóða. Allir sem hafa áhuga á íþróttum, félags- lífi og góðu samfélagi, þar sem borin er virðing fyrir manninum og landinu, eru velkomnir í félagið.” Hagnaður af öllum deildum Arið 1990 skiluðu allar deildir Fjölnis hagnaði og þykir það nokkuð gott afrek. Guðmundur segir að auðvitað sé mark- miðið með rekstri íþróttafélaga ekki að hagnast, heldur að byggja upp með markvissum hætti áhuga á íþróttum og félagsmálum. „Flest íþróttafélög búa við erfiðan fjár- hag og mikla vinnu þarf að leggja af mörkum tii þess að endar geti náð sam- an. Það er aftur á móti ekkert sem segir að í íþróttafélögunum sé ekki hægt að hafa skipulagið á rekstrinum þannig að tekjur og útgjöld standist á. Stefnumót- un og markmið Fjölnis voru strax skil- greind á fyrsta sameiginlegum fundi deilda og settar fram þær áherslur sem voru taldar nauðsynlegar til að ná fram þeim markmiðum sem sett höfðu verið. Framkvæmdastjórn vann síðan út frá of- angreindum áherslum nánari starfslýs- ingar og vinnureglur fyrir starfsnefndir. Allar deildir skila áætlun um reksturinn tvisvar á ári og eiga að láta aðalstjórn vita af öllum stærri ákvörðunum í fjár- málum. Öll fjáröflunarverkefni verður að taka fyrir í sameiginlegri gjaldkera- nefnd allra deilda og aðalstjórnar og þar er allt ljáröflunarstarf félagsins skipu- lagt. Aðalstjórn fylgist alltaf nteð starf- semi allra deilda og veitir þeint aðhald, 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.