Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 32
UNGMENNASKIPTI Frábær ferð til Svíþjóðar Hafdís Jóhannsdóttir frá Ytra- Hvarfi í Svarfaðardal dvaldi sem skiptinemi á vegum UMFÍ í Sví- þjóð síðastliðið sumar. Það eru vináttufélög UMFÍ, 4H, í Svíþjóð sem hafa um nokkurn tíma tekið á móti ungmennafélögum til dvalar á heimilum. Skinfaxi hitti Hafdísi að máli og ræddi við hana um ferðina. „Það segi ég satt að ég hef aldrei hitt svona mikið af fólki og eignast eins marga vini á eins stuttum tíma,” sagði Hafdís. „Ég hef upplifað svo margt að það mun gleymast seint. Þegar ég sagðist koma frá íslandi varð fólk stundum svolítið skrítið á svipinn og sagði að ég væri fyrsti Islendingurinn sem það hitti. Mér kom það samt eig- inlega mest á óvart hvað fólk var áhugasamt um Island og mjög margir könnuðust við Geysi, Heklu, hestana okkar og Vigdísi Finnbogadóttur for- seta. Það sem mér fannst einna athyglisverð- ast var að Svíar nota bjór og annað áfengi öðruvísi en íslendingar. Þeir sem ég kynntist drekka áfengi frekar með mat, en drekka sig ekki blindfulla. Það er stranglega bannað að reykja eða drekka áfengi á samkomum 4H og ef einhver reynir það þá er viðkomandi sendur burt af svæðinu tafarlaust. Mér finnst Svíþjóð að mörgu leyti líkt land og ísland. Sænskan er ekki svo ólík íslenskunni og stundum fannst mér ég vera heima á íslandi, bara í öðrum landshluta. Sú reynsla sem maður fær með því að dvelja í öðru landi, fjarri fjölskyldu sinni, er í rauninni mjög lærdómsrík. Maður gerir sér betur grein fyrir því hvað það er frábært að eiga bæði fjöl- Hafdís með minjagrípfrá Svíþjóð. skyldu og vini heima sem manni þykir vænt um. Ég ráðlegg þeim sem vilja upplifa það sama og ég að sækja um að fara sem skiptinemi á vegum UMFÍ,” sagði Haf- dís og hefði getað haldið endalaust á- fram að segja frá þessari eftirminnilegu ferð til Svíþjóðar. Farandgripurinn uppblásin önd Norrænar ungmennavikur eru haldnar til skiptis hjá aðildarfélögum NSU, sem eru íþrótta- og æskulýðssamtök á Norð- urlöndum. í sumar var vikan haldin í Suður-Slés- vík og tóku 11 Islendingar þátt í henni. Markmiðið með þessum vikum er að ungt fólk á Norðurlöndum fái tækifæri til þess að kynnast íbúum og menningu hvers lands og styrkja þannig tengsl þjóðanna. Þátttökuskilyrði eru þau ein að, viðkomandi verður að vera á aldrin- uml6-26áraog í ungmennafélagi. Helga Barðadóttir frá Þórshöfn á Langanesi hefur farið á átta Ungmenna- vikur og segir að þátttaka sín í þessu starfi sé orðin vanabindandi. „Það er nú ýmislegt sem við gerum skal ég segja þér,” segir Helga og vill greinilega ekki láta allt of mikið uppi, þegar Skinfaxi fékk hana til þess að segja lesendum frá síðustu Ungmenna- vikunni. „Það má segja að dagskráin sé bæði skipulögð og óskipulögð. Boðið er upp á vinnu í hópum þar sem ýmis- legt er í boði, sett upp leikrit, gefið út blað, teknar Ijósmyndir, málað á silki, sett á fót hljómsveit og margt fleira. Út úr þessu starfi kom margt skemmtilegt, t.d. gátum við lesið um það jafnóðum í blaðinu sem var gefið út hvað aðrir hefðu verið að bardúsa daginn áður. Efri röð f.v. Valtýr Helgason, Guðmundur Sigmarsson, Óskar Aðalbjarnarson, Anna Halldórsdóttir og Harpa Ingimundardóttir. Neðri röð f.v. Sigrún Tómasdóttir, Lóa Björnsdóttir, Þórdís Benediktsdóttir, Kristianna Jessen, Jóhanna Kristjánsdóttir og Helga Barðadóttir. 32 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.