Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTAÞJÁLFUN
Hvað ber að varast?
Varist loftfirrta þjálfun og kraftæfingar
sem krefjast hámarksátaka og fárra end-
urtekninga. Líkami barns hefur ekki
tekið út þann þroska sem þarf til þess að
gagn verði af æfingum af þessu tagi.
Erfiðar æfingar, sem ekki gefa nema
takmarkaðan, sjáanlegan árangur, valda
þreytu, sem síðan getur valdið því að
viðkomandi einstaklingur á erfitt með
að þjálfa sig í því sem hann hefur
þroska til á þessu skeiði, tækninni. Og
erfiðar æfingar og verkefni sem mistekst
að leysa með fullnægjandi hætti brjóta
niður sjálfstraust og sjálfsímynd barn-
anna.
Áhugi fyrir lífstíð?
Að takast á við verkefni og ná að leysa
þau vel af hendi er eitt af því mikilvæg-
asta sem barn getur gert til þess að
styrkja sjálfsímynd sína og sjálfstraust.
Leggi þjálfarinn æfingamar þannig fyrir
að börnin þjálfi sig á þann hátt sem þau
eru best undirbúin samkvæmt þroska,
eru meiri líkur til þess að þeim takist vel
upp og þau nái settu marki.
Sá sem öðlast sterka sjálfsmynd og eyk-
ur sjálfsfraust sitt með íþróttaiðkun og
því starfi sem þar er unnið, er mun lík-
legri til þess að fá áhuga á íþróttaiðkun
fyrir lífstíð en sá sem sífellt fær verkefni
sem hann ræður ekki við og nær ekki
nema einstaka sinnum settum markmið-
um. Ahugi á íþróttaiðkun fyrir lífstíð er
eitt af meginmarkmiðum íþróttahreyf-
ingarinnar, hvort sem stefnt er að afrek-
um eða heilsurækt.
Fjöidaþátttaka og
félagslíf
Það ætti að vera markmið að gefa sem
flestum tækifæri til æfinga og keppni á
þessum aldri og að allir í æfingahópnum
fái að taka þátt í keppninni eða leiknum
sem framundan er. Gefið öllum tæki-
færi til þess að fara með í keppnisferð
og leggið áherslu á að hafa ferðir, fundi
og skemmtikvöld reglulega á dagskrá
utan æfingatímanna. Þetta starf utan æf-
ingatíma og keppnisvallarins á eftir að
skila sér margfalt til baka í samheldnum
hópi og félagslega þroskuðum einstak-
lingum sem starfa af ábyrgð og festu í
þeim hópi sem þeir eru aldir upp í.
Togast á um efnileg
börn
Algengt er að forráðamenn og þjálfarar
hinna ýmsu íþróttadeilda eða félaga tog-
ist á um efnileg börn í íþróttum og vilji
að þau einbeiti sér að einni grein. Þjálf-
arar hinna ýmsu íþróttagreina ættu frek-
ar að hafa samvinnu um að hvetja böm-
in til æfinga í fleiri en einni grein
íþrótta. Skipuleggja ætti æfingar, mót og
leiki þannig að þau hafi tækifæri til þess
að taka þátt í fleiri en einni grein íþrótta
og þyrftu ekki að gera upp á milli greina
á þessum aldri. Allt bendir til þess að
víðtæk íþróttakennsla á þessum aldri sé
haldbetri grunnur fyrir komandi afreks-
menn að byggja á heldur en sérhæfing.
Upplýsingar til foreldra
A leiðbeinendum og þjálfurum hvílir sú
skylda að þjálfa börnin miðað við
þroska þeirra og hæfileika og að hjálpa
þeim að setja sér raunhæf markmið. En
það er ekki nóg að þjálfarinn og börnin
viti að hverju er stefnt og af hverju lögð
er áhersla á tæknina í þjálfuninni frant
yfir aðra þætti, það verða foreldramir og
aðstandendur barnanna einnig að vita.
Reglulegir fundir með foreldrum, stutt
bréf með helstu markmiðum og leiðum
ásamt öðrum upplýsingum um starfið
mega ekki verða útundan. Þetta er
nauðsynlegt til þess að þeir, sem barnið
tekur mest ntark á, geri sambærilegar
kröfur til þess um árangur á íþróttavell-
inum og í félagsstarfinu sem íþróttunum
fylgja.
Lesið ykkur til
Hér hefur verið stiklað á stóru um í-
þróttaþjálfun barna á árunum fyrir kyn-
þroskaskeiðið og mest út frá líkamleg-
um þroska og hæfileikum. Staða barn-
anna hvað varðar sálrænan og félagsleg-
an þroska er einnig mjög mikilvæg.
Ekki verður fjallað sérstaklega um þá
þætti hér, en látið nægja að benda á bók-
ina, Leiðbeinandi barna og unglinga í
íþróttum, sem gefin var út af ISI fyrir
þremur árum og eru þjálfarar og að-
standendur barna hvattir til þess að
kynna sér þá merku bók, sent fjallar á
greinargóðan hátt um líkamlegan, sál-
rænan og félagslegan þroska barna og
unglinga með tilliti til þjálfunar í íþrótt-
um. Munið að hornsteinninn að tækni-
legri færni íþróttamannsins er lagður á
árunum fyrir kynþroskaskeiðið.
Myndirnar eru teknar á Meistaramáti
14 ára og yngri á Akureyri í sumar.
Spjótkastari þarfað œfa mikla tœkni.
Skinfaxi
7