Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 18
KVENNAÍÞRÓTTIR
Kvennaleikfimi
Konur gleyma oft að hugsa um sjálfa sig
Hjá Fjölni í Grafarvogi hefur frá
því í október verið starfrækt
leikfimi fyrir konur. Þar mæta
35 íþróttakonur, á aldrinum 25-
60 ára, mjóar, þrýstnar, smá-
vaxnar eða hávaxnar og allar til
þess að þjálfa vöðvana og láta
sér líða vel.
Margrét Sölvadóttir er þjálfari í kvenna-
leikfiminni, en hún hefur kennt konum
leikfimi meira eða minna í tuttugu ár.
Um tíu ára skeið rak hún heilsuræktina
Hebu í Kópavogi og um það leyti sem
hún byrjaði eða fyrir tuttugu árum, tíðk-
aðist það ekki að konur færu í leikfimi.
„Þetta var skemmtilegur tími,” segir
Margrét. „Konurnar komu víða að, t.d.
frá Selfossi og Suðurnesjunum, þær
gátu stundað leikfimi, fengið nudd og
farið í gufubað og ljós. Þetta var eigin-
iega í fyrsta skipti sem konur komust út
af heimilunum. Þegar best lét komu allt
upp í 200 konur á dag.
Margrét Sölvadóttir þjálfari.
„Leikfimin, sem ég er með í dag er
þannig uppbyggð að ég reyni að byggja
upp þol með erobik-æfingum og þær
æfingar eyk ég jafnt og þétt eftir því
sem tíminn líður,” segir Margrét. „Fyrst
tóku æfingar 10 mínútur, en nú eru það
20 mínútur sem fara í þessar þolæfingar.
Síðan er ég með æfingar sem ég hef sér-
staklega valið að nota til að byggja upp
minn líkama, til að fá vöðva og verða st-
inn. Þessar æfingar eru sérstaklega fyrir
maga, rass og læri og síðan eru æfingar
fyrir brjóst og handleggi. Æfingar sem
ég nota eru eiginlega byggðar upp fyrir
þær sérþarfir kvenna.”
Gera konur sér grein fyrir nauðsyn
hreyfingar?
„Þegar ég var að byrja þá fannst mér
mikil vakning meðal kvenna um hreyf-
ingu og bætt vaxtarlag. En mér finnst
margar ungar konur í dag, t.d. milli tví-
tugs og þrítugs, hugsa of mikið um
heimilin og börnin og gleyma því að
18
Skinfaxi