Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 26
M A T A R Æ Ð I IÞROTTAFOLKS
vetni, auknar trefjar og fjölda bætiefna.
Kolvetnin (sterkja) eru nefnd fjölsykrur
og eru þau brotin niður í minni sykur-
einingar við meltingu, sem síðan eru
notaðar til þess að byggja upp kolvetna-
forða í vöðvum og lifur. Avextir eiga
einnig að skipa veglegan sess í matar-
æði fólks sem stundar líkamsþjálfun,
auk þess sem nefna má að pasta (spa-
getti o.fl.) er vinsæll þáttur í mataræði
íþróttafólks. Pasta er kolvetnarík fæða,
en gallinn er sá að innihald trefja og
annarra næringarefni í því er minna en í
ýmsum öðrum kornmat og garðávöxt-
um. Kartöflur, hrísgrjón eða annað
meðlæti er því oft betri kostur. Af því
sem að framan greinir má einnig lesa að
gosdrykkir og önnur matvara sem gefur
mikinn sykur er ekki góður kostur til
þess að byggja upp orkuforða líkamans,
því trefjaefni og ýmis nauðsynleg bæti-
efni vega þá minna í fæðunni.
Að duga eða drepast
Orðatiltæki eru stundum notuð þegar
þátttakendur í íþróttum eru hvattir til
dáða og hróp eins og “Nú er að duga
eða drepast” hafa margir heyrt. Færri
hafa hugsað til þess að mataræði getur
haft áhrif á það hvort einstaklingurinn
eða liðsheildin dugir þegar á hólminn er
kornið.
Manneldismarkmið fyrir íslendinga gera
ráð fyrir því að 50-60% af orku fæðunn-
ar séu kolvetni og að þar af gefi við-
bættur sykur ekki meira en 10% af
orkunni. Könnun Manneldisráðs Is-
lands sem gerð var á síðastliðnu ári sýn-
ir hins vegar að aðeins um 40% af orku
fæðunnar koma að jafnaði úr kolvetn-
um. Dreifing neyslunnar er þó mikil og
ná 10% þátttakenda neyslu kolvetna
sem er umfram 50%, en sá galli er á
gjöf Njarðar að neysla kolvetna er mest
hjá þeim hópum sem jafnframt borða
mestan sykur.
Mataræði þeirra sem stunda Ifkamsþjálf-
un þarf í raun ekki að vera verulega frá-
brugðið því mataræði sem stefnt er að
með manneldismarkmiðum fyrir íslend-
inga. Þörfum flestra er fullnægt ef kol-
vetni ná því að verða 50-55% af orku
fæðunnar og sykur helst innan þeirra
marka sem miðað er við. Þeir sem
leggja stund á erfiðari íþróttagreinar þar
sem áreynsla er mikil verða þó að ná
neyslu kolvetna sem er um eða yfir 60%
af heildarorku. Nýlega er lokið könnun
á mataræði 88 íþróttamanna hér á landi
og þó úrvinnslu gagna sé ekki lokið, má
á niðurstöðum sjá að neysla kolvetna
nálgast að jafnaði 50% af orku fæðunn-
ar, en neysla sykurs vegur um leið of
mikið hjá þessum hópi sem og öðrum
þar sem kolvetni í fæðu er um og yfir
þessum mörkum.
Lokaorð
Þegar niðurstöður kannana á mataræði
eru bornar saman við manneldismark-
mið og ráðleggingar um mataræði í-
þróttafólks, má sjá að betur má ef duga
skal. Það er því verðugt verkefni að
fylgjast náið með þróun mála á þessu
sviði og auka fræðslu og stuðla að góðu
mataræði.
Svíar á íslandi læra íslenska glímu
Lars, Eva, Stefan og Jakob komu
hingað til lands til þess að læra
íslenska glímu. Skinfaxi fylgdist
með þeim á æfingu og þyrsti að
vita ástæður þess að fólk milli
tvítugs og þrítugs legði leið
sína til íslands til þess að læra
glímu.
Lars, sem er formaður sænska glímu-
sambandsins, varð fyrir svörum og
sagðist hafa lært júdó og komfu og
hefði mikinn áhuga á að kynna sér nor-
ræna leiki og íþróttir. „Ég tók mig til og
fór að blaða í skruddum og komst að
því að ein elsta íþrótt sem varðveist
hefur á Norðurlöndum er íslenska glím-
an. Nú er ég að koma hingað í fjórða
skipti til þess að glíma og skrifa grein
um íslenska glímu í nýja sænska al-
fræðiorðabók sem á að gefa út.”
Lars segir að það áhugaverðasta við ís-
lensku glímuna sé tæknin. „Eva getur
fellt mig þó svo að
hún sé ekki eins
römm að afli og ég.
Til þess að stunda
glímu þarf maður
ekki að vera mjög
sterkur, en aftur á
móti snöggur og það
er líka heillandi við
glímuna að hún er
laus við allan gróf-
leika.
I Svíþjóð kennum
við íslensku glímuna
í skólum og notum
hana sem baráttu-
tæki gegn ofbeldi.
Við kennum krökkunum að glímu-
brögð er tekin án þess að beita gróf-
leika eða ofbeldi. Ef einhver reynir að
meiða annan þá fær sá ekki leyfi til
þess að vera með.”
Eva vann!
Glímugarparnir sögðu að ísland væri
fallegt land, en hér væri allt svo dýrt,
að það væri varla hægt að kaupa
nokkurn skapaðan hlut, nema skyr, en
það væri þeirra uppáhalds matur.
26
Skinfaxi