Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1991, Síða 17

Skinfaxi - 01.12.1991, Síða 17
lokin endum við á rólegri leikjum eða slökun og eftir þann klukkutíma eru þau alveg búin,” segir Erla, sem greinilega lifir sig inn í starfið. Sérðu einhvern niun á þeim börnum sem höfðu ekki nœgilega mikinn hreyfi- þroska þegar þau byrjuðu í október og nú í nóvember? „Já, ég tek eftir því að mörg hver hafa þroskast, en iíkamlegur þroski þeirra er auðvitað á fullri ferð líka. í haust byrj- aði barn sem átti í erfiðleikum með að klifra í rimlunum og þorði ekki að stíga nema í aðra rim. Ég aðstoðaði það við að klifra upp og síðan átti það að renna sér niður planka sem var reistur upp við rimlana. Við æfðum þetta þrisvar sinn- um og í lok tímans var það farið að gera þetta alveg upp á eigin spýtur. Þetta barn er mjög ánægt og vill alltaf koma í tímann, en vill samt oft horfa fyrst á leikinn áður en það tekur ákvörðun um að vera með.” Mikilvægt að börnun- um finnist gaman að leika sér „Það sem mér finnst mjög mikilvægt er að þó svo að bömin geti ekki öll hoppað á öðrum fæti þá er það brýnt að allir séu með og að þau losi þessi höft sem segja að einstaklingur geti ekki verið með af því að hann sé ekki alveg eins hinir. Og að þeim finnist gaman og þau læri að leika sér og fái eitthvað út úr því að leysa þessi verkefni sem þau eru að fást ÍÞRÓTTASKÓLI 1 lok tímans hjálpast allir að og laga til. við. Leikurinn á ekki að vera of form- fastur, þau fara frá einni stöð til annarr- ar, taka bolta og kasta honum á keilur, keilurnar detta niður og þau verða svo glöð að þau skína. Menn eru æ betur farnir að gera sér grein fyrir því að hreyfiþroski og vits- munaþroski fer saman. Kennarar í skól- um eru í auknum mæli famir að tengja almenna kennslu við íþróttakennsluna. Hér í Hamraskóla eru 8 og 9 ára bekkir með ákveðin þemaverkefni, t.d. í sam- bandi við veður. Þegar það verkefni var í gangi þá bjó ég til ákveðna leiki í leik- fimistímunum fyrir þessa bekki sem fjölluðu um veðrið. Mér finnst það rnjög mikils virði að bæði almennir kennarar og íþróttakennarar geti unnið saman að ákveðnum verkefnum.” Finnst þér að foreldrarnir hafi áhuga á íþróttaskólanum ? „Ég fæ mjög jákvæðar viðtökur frá for- eldrunum og hef heyrt að sum þeirra tali mikið um íþróttaskólann, vilji ekki missa af honum og finnst þetta spenn- andi. Bömum finnst gaman að hreyfa sig og hafa mikla þörf fyrir það. Það er hægt að kenna börnum vísu utan- að þegar þau eru þriggja ára gömul, þau gleyma henni og þú getur kennt þeim hana aftur þegar þau eru orðin sjö ára. En hreyfifæmi er ekki hægt að kenna á þennan hátt, þar verður að byrja strax þegar bömin eru lítil,” segir Erla. Er mjög ánægð með íþróttaskólann Áslaug Grétarsdóttir er með son sinn, Jóakint Snæ fjögurra ára gamlan, í íþróttaskólanum. Hún sagðist vera mjög ánægð og hann væri ánægður. „Þessir skipulögðu leikir auka hreyfiþroskann og ég tala nú ekki um þegar veturinn er kominn og krakkar eru meira inni, þá er ennþá meiri þörf fyrir skipulagða hreyf- ingu. Krakkarnir þurfa á þessari skipu- lagningu að halda. Jóakim var líka í íþróttaskólanum í surnar og þá var hann í fjóra klukkutíma og það finnst mér of langur tími í einu. íþróttaskólinn er mjög þarfur, sérstak- lega fyrir þau börn sem ekki komast í leikskóla eins og minn strákur. Ef hann kæmist þar að myndi ég samt ekki sleppa þessum tímum fyrir hann, en mér finndist að skólinn ætti að starfa tvisvar í viku.” Litla systir Jóakims, Sigrún Sif, er tveggja ára og verður þriggja í apríl. Hún sagðist ætla að byrja eftir ára- mótin og hlakkar mik- ið til. Aslaug, ásamt Jóakim Snœ og Sigrúnu Sif. Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.