Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 34
ÍÞRÓTTAKLÆÐNAÐUR
Frank Shorter í 7 ára
gömlum Gore-Tex galla
Skokkarar og göngugarpar allra
árstíða þurfa að vera vel gallaðir
til þess að geta farið út í hvaða
veðri sem er. Réttur útbúnaður
er ekki síður mikilvægur en
hlaupið sjálft.
Skinfaxi leitaði til Jóns Hjörleifs-
sonar hjá heildverslun G. Á. Pét-
urssonar til að fræðast um það
sem þeir bjóða sem útbúnað
göngu- og skokkmannsins.
Útigalli
„Skokkari þarf að eiga góðan útigalla,
helst galla sem hægt er að nota sumar,
vetur vor og haust. Álitlegasta efnið
sem við erum með er Gore-Tex. Það er
þannig úr garði gert að ytra byrði þess
er úr slitsterku efni því hlauparar og
göngufólk fara víða og þá er gott að
gallinn sé ekki úr efni sem er viðkvæmt
og rifnar við minnsta núning. Það er
hægt að kaupa mjög létta Gore-Tex flík
þar sem ytra borðið er mjúkt eða þá
stíft. Skrjáfið í stífa efninu fer í taug-
arnar á sumum, en um leið er það
sterkara en mýkra efnið. Við erum með
Gore-Tex galla frá Frank Shorter sem er
meðalmjúkur en efnið í honum er afar
slitsterkt og ég mæli sérstaklega með
honum.
Fólk ætti að gæta að því að vera í galla
sem hægt er að tengja hettu við, vegna
.þess að þegar kólnar í veðri þá leitar
hitinn upp um hálsmálið, en ef íþrótta-
maðurinn notar hettu er tryggt að hitinn
getur hvergi leitað út.”
íþróttanærföt á
veturna
„Innanundirnærföt þurfa að vera þannig
að þau hleypi ekki líkamsvessunum að
þér eins og bómullin gerir. Það eru til
efni sem heita Coolmax og Fleece og
þau halda ekki rakanum að líkamanum.
Kosturinn við Fleece fatnaðinn er sá að
hann er mjög fljótur að þorna. Þessi
efni límast ekki við líkamann og það er
auðvelt að komast úr þeim, en ef þú ert í
bómull þá límist hún við þig.”
Skór
„Skokkari þarf að eiga tvenna skó, bæði
vetrarskó og sumarskó. Sumarskórnir
þurfa að vera léttir æfingaskór með góð-
um hælstuðningi. Og það eru margir
góðir skór á markaðinum, bæði frá Adi-
das, Nike og Tiger og smekksatriði hvað
ræður vali á þeim. Hjá okkur er hægt að
fá góða Gore-Tex skó sem eru sérstak-
lega fyrir vetrarskokkið. Það er hægt að
komast af með sumarskóna en suma
daga er ekki hægt að vera á þeim hvar
sem er. Gore-Tex skórnir þurfa að vera
léttir og það þarf að passa sig á því að
kaupa þá ekki með stífum sóla því þá er
ekki hægt að hlaupa á þeim og þeir
mega ekki heldur vera of háir upp á
kálfann.”
Þvottur
„Það er eitt sem margir flaska á varð-
andi Gore-Tex efnið og það er í sam-
bandi við þvottinn á því. Efnið er sett
þannig saman að um er að ræða ytra
borð, Gore-tex í miðjunnir og svo fóður.
Fóðrið getur verið úr hvaða efni sem er,
það er filman sem vinnur öll verkin og
gegnir því hlutverki að losa líkamann
við rakann sem myndast og hleypir ekki
vatni að Iíkamanum. Ef efnið fer að
leka þá er það vegna þess að efnið á
milli laga hefur rifnað eða það er ein-
faldlega skítugt. Það er mikilvægt að
þvo Gore-Tex efnið eftir annað hvort
skipti sem viðkomandi notar gallann því
að filma andar og ef götunum á henni er
lokað með skít þá hættir hún að
þjónaþví hlutverki. Sama gerist með
Gore-Tex skóna, ef þeir leka þá þarf að
þvo þá.
Það eru mörg önnur efni á markaðinum
og ekki eins dýr og Gore-Texið og
margir skokkarar myndu sætta sig við
þau efni, en þau eru ekki eins góð. Þeg-
ar Frank gamli Shorter kom hingað til
lands til þess að keppa í Reykjavíkur-
maraþoni þá var hann í 7 ára gömlum
Gore-Tex buxum og þær voru alveg
eins og nýjar.“
Útsölustaðir Frank Shorter fatnaðar:
Sími
Kringlusport Reykjavík 679955
Akrasport Akranesi 12290
Borgarsport Borgarnesi 11707
Sportvík Dalvík 61895
Sportver Akureyri 11445
Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Húsavík 41234
Sún Neskaupsstað 71133
Orkuverið Höfn 81448
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki 35200
K-sport Keflavík 14017
Litlibær Stykkishólmi 81152
34
Skinfaxi