Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 15
T E N N I S
íslandsmeistari:
Þróttarmótið
Víkingsmótið
BM Vallár mótið
Hrafnhildur
Árangur 1991:
einliðaleikur kvenna
einliðaleikur í flokki 14 til 16 ára
tvenndarleikur, ásamt
Einari Sigurgeirssyni
2. sæti í einliðaleik kvenna
1. sæti í einliðaleik stúlkna
1. sæti í einliðaleik kvenna
1. sæti í tvenndarleik, ásamt
Stefáni Pálssyni
1. sæti í einliðaleik stúlkna
1. sæti í einliðaleik kvenna
1. sæti í tvenndarleik, ásamt
Stefáni Pálssyni
1. sæti stúlkna
„Ég er nú ekki búin að setja mér neitt
markmið ennþá, en ég ætla bara að
halda áfram að æfa og verða betri og
reyna að halda titlunum.
Mér finnst aðstaðan ekki nógu góð, það
vantar fleiri velli og svo vantar okkur
Hjörtur í ham.
góða kennara.
Ég fór til Svíþjóðar í æfingabúðir í sum-
ar og það er mjög gott að geta farið út til
að æfa og taka þátt í mótum þegar að-
staðan hér heima er ekki nógu góð. í
sumar tók ég líka þátt í Olympíumóti
unglinga í Belgíu. Stelpurnar sem tóku
þátt í mótinu voru rosalega góðar og
keppnin var erfið, en það var frábært að
geta tekið þátt í þessu móti. Það verður
æðislegt þegar nýja tennisaðstaðan okk-
ar verður tekin í notkun með þremur
tennisvöllum.
I fyrra kom rússneskur þjálfari til okkar,
en núna verðum við að þjálfa okkur sjálf
þangað til Einar Sigurgeirsson kemur
aftur frá Bandaríkjunum og fer að þjálfa
hjá Fjölni.”
Hjörtur Hannesson er 12 ára og hefur
eins og systir hans brennandi áhuga á
tennis. Hann byrjaði að leika sér í tenn-
is þegar hann var 9 ára og æfir nú fjór-
um sinnum í viku.
Hjörtur hefur oft keppt í eldri flokkum
og stundum orðið í 3. eða 4. sæti.
„Mér finnst gaman að spila tennis þó að
leikirnir geti stundum verið erfiðir,”
segir Hjörtur. Stundum hef ég leikið í
2-3 klukkutíma og þá reynir mikið á út-
haldið.
Eru ekki allir strákar á þínum aldri í fót-
bolta?
„Jú, það eru margir og ég æfi líka fót-
bolta tvisvar í viku. I mínum bekk er
einn annar strákur sem æfir tennis, en
við erum fleiri strákarnir sem erum 12-
15 ára sem æfum tennis, en stelpur.
Tennis er í meira uppáhaldi en fótbolt-
inn og ég stefni að því að æfa mig meira
og verða betri,” segir Hjörtur.
Motum frítímann sam-
an
Ingibjörg Þórisdóttir, móðir Hrafnhildar
og Hjartar, segir að tennisíþróttin sé
kjörin fjölskylduíþrótt.
En hafa konur með stórt heimili og
mörg böm tíma til þess að stunda íþrótt-
ir?
„Já, þær geta alveg gefið sér tíma til
þess. Ég spila þrisvar í viku, en tek ekki
þátt í keppnum. Mér finnst nauðsynlegl
að stunda einhverja hreyfingu og er í
tennis mér til ánægju. Það má finna
margar fjölskyldur hér í Grafarvoginum
þar sem allir tjölskyldumeðlimimir eru í
tennis.
Það er mikill kostur við það að fjöl-
skyldan stundi sömu íþróttagreinina.
Með því eigum við sameiginlegt áhuga-
mál, þar sem við gerum eitthvað saman
og notum frítímann betur.”
íslandsmeistari:
Þróttarmótið
Hjörtur
Árangur 1991:
tvíliðaleikur, ásamt Teiti Marschall
2. sæti í einliðaleik 11-12 ára
1. sæti í einliðaleik
1. sæti í tvíliðaleik, ásamt
Teiti Marschall
Víkingsmótið 1. s æti í einliðaleik
Skinfa.xi
15