Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 24
M A T A R Æ Ð I ÍÞRÓTTAFÓLKS
Jón Gíslason, næringarfræðingur, skrifar:
Breyttar matarvenjur
og aukin hreyfing
Reglubundin líkamsrækt á
stöðugt auknu fylgi að fagna
hér á landi. Engum dylst að
þjálfun eykur líkamlegt atgervi
og hefur góð áhrif á andlegt
ástand einstaklingsins, og þá
ekki síst hjá þeim sem hafa það
einnig að markmiði að grennast
um nokkur kíló. Niðurstaðan er
meiri hreysti og aukin vellíðan
og iðulega fylgja breytt viðhorf
hvað mataræði varðar. Það síð-
astnefnda var reyndar staðfest í
nýlegri könnun Manneldisráðs
íslands á mataræði íslendinga,
þar sem niðurstöður sýndu að
þeir sem stunda líkamsrækt velja
betri fæðu en aðrir. Það sama
kemur fram í könnun á mataræði
íþróttafólks, sem gerð var að til-
stuðlan íþróttasambands íslands
í samvinnu við Manneldisráð, en
þess ber um leið að geta að bet-
ur má ef duga skal.
Mataræði og hreyfing
Rannsóknir hafa sýnt að vandað fæðu-
val og góðar neysluvenjur eru þættir
sem eiga þátt í að auka þol og styrk
þeirra sem stunda reglubundna hreyf-
ingu. Það er því ekki að furða að niður-
stöður kannana á mataræði sýni að
íþróttafólk og aðrir sem stunda líkams-
þjálfun reyni að vanda sitt fæðuval.
Þeir þættir sem hafa mest áhrif eru kol-
vetnaríkt fæði, ásamt minni neyslu fitu,
og nauðsynleg vítamín og steinefni,
þannig að þörf á vítamíntöflum og öðr-
um slíkum “hollustuvörum” verður ekki
fyrir hendi hjá þeim sem huga vel að
sínu mataræði. Ef íþróttafólk tekur
vítamíntöflur eða önnur slík bætiefni, er
best að taka fjölvítamín og fara eftir
þeim ráðleggingum sem eru á umbúð-
um, þannig að neysla verði ekki umfram
það sem þörf er á eða ráðlegt er. Þá er
vert að hvetja til þess að máltíðir séu
reglubundnar, þannig að orkuþörf verði
fullnægt. Æfinga- og keppnistímar
rekast oft á hefðbundna matmálstíma og
því er mikilvægt að skipuleggja sitt
mataræði eins og kostur er. Fleiri minni
máltíðir eru þá betri kostur en fáar stór-
ar.
Kraftur í vöðvum
Bestu kolvetnagjafar fæðunnar eru af-
urðir úr jurtaríkinu, þ.e. brauð og annar
kornmatur, auk garðávaxta (grænmeti
og ávextir). Þeir sem borða kolvetna-
ríka fæðu byggja upp kolvetnaforða (-
glýkógen) í vöðvum og lifur. Þessi kol-
vetni eru síðan brotin niður í blóðsykur
(glúkósu) sem nýtist sem auðfenginn
orkugjafi. Auk þess notar líkaminn fitu-
sýrur til þess að mynda orku, en fitu-
sýrubrennsla krefst meira súrefnis en
brennsla blóðsykurs. Þar er komin skýr-
ing á því að rannsóknir sýna að íþrótta-
fólk, sem borðar kolvetnaríka fæðu. hef-
24
Skinfaxi