Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1991, Side 28

Skinfaxi - 01.12.1991, Side 28
HANDKNATTLEIKUR inu hafi verið 150:15 andstœðingum ykkar í vil, er það rétt? Magnús segir þetta bull og þvaður hjá GV. „Munurinn á okkur og fyrstu deildinni er auðvitað allt of mikill og þar vorum við flengdir, en við stóðum vel í liðum sem við erum að keppa við í annarri deild.” Björgvin segir að þeir þurfi ekkert að skammast sín fyrir úrslitin og það sé ósköp eðlilegt að þeir tapi stórt. „I Reykjavíkurmótiriu erum við að spila við fyrstu deildar liðin, lið sem eru orð- uð við Islandsmeistaratitil og hafa á að skipa mörgum landsliðsmönnum. Ég held að á móti Val, Fram og Víkingi hafi mörkin verið öðru hvoru megin við 10 sem við fengum á okkur og það er ekkert til þess að skammast sín fyrir. Ég vissi ekki einu sinni af þessum tölum og þær skipta mig engu máli.” Það þurfa allir að vinna að sama markinu Björgvin segir að Fjölnir sé í Iykil- aðstöðu til þess að hasla sér völl innan handboltahreyfingarinnar. „En til þess að svo megi verða, verða allir að vinna að sama markinu, þjálfarinn, leikmenn og stjórnin, þ. e. að gera meistaraflokk- inn svo sterkan að hann virki sem að- dráttarafl fyrir krakkana í hverfinu. Ef það tekst ekki þá fara allir þeir sem geta eitthvað í önnur félög og um það snýst málið og ekkert annað. Og ég sé fyrir mér að ef þetta fólk vinnur vel saman þá er hægt að búa til gott lið sem kemst í fyrstu deild á þremur árum. Það er ósköp eðlilegt að byrjunarörðug- leikar setji sinn svip á félagið. Fjölnir er að stíga sín fyrstu skref í þessum íþróttaheimi sem er mjög harður. Við erum að keppa við lið sem eru í raun komin á atvinnumannastigið. Við þurf- um að fá eldhuga til starfa við hand- boltadeildina, menn sem vilja leggja mikið á sig, vinna mikið og rífa starfið upp með sér. Þessir menn búa hérna í Grafarvoginum, það er bara að finna þá. Það eru margir sem vilja starfa, en ekki eins margir sem vilja axla þá ábyrgð að leiða deildina. Takist þetta mun það setja mark sitt á gengi liðsins. Ef enginn framgangur verður hjá félag- inu þá munu risarnir hérna í kring um okkur gleypa starfið í einum munnbita ef menn gæta ekki að sér og stefnt er að ákveðnu marki sem er auðvitað það að ná að vera með frambærileg lið, bæði í handbolta og fótbolta. Þetta eru nú þær íþróttir sem fá mesta umfjöllun hjá fólki og síðan að hasla sér völl í frjálsum íþróttum.” Hættir Björgvin? Björgvin, það hefur heyrst að þú œtlir að hœtta sem þjálfari hjá Fjölni? „Ég neita því ekki að viðbrögð stjórnar handknattleiksdeildarinnar við áhuga strákanna hafa valdið mér vonbrigðum. Og mér finnst að stjórnin starfi ekki í takt við þann hugsanagang sem þeir eru með. Og auðvitað hafa komið upp sam- starfsörðugleikar, en mig Iangar til þess að klára þetta verkefni. Ég er búinn að vera þjálfari í tíu ár og hef aldrei nokkurn tíma hlaupið frá nokkru verk- efni þannig að ég læt nú reyna aðeins meira á það. Ég ætla að reyna að þrauka, ef það er ekki ófram- kvæmanlegt, en það verður bara að koma í ljós hvort svo sé.” Ætlarðu að gefa þér ákveðinn tíma? „Já, en ég ætla ekkert að gefa upp um það, heldur sjá hvernig þróunin verður. Ég veit að það er fullur hugur hjá þeim strák- um sem eru í meist- araflokknum.” Hver eru þá helstu vandamálin? „Það hefur ekkert verið hugsað um að það þarf mikla vinnu þegar lið taka þátt í deildarkeppni. Það er ekki nóg með að það þurfi fjármagn vegna tilkostnaðar heldur þarf að vinna fyrir liðið, sjá um búninga, skipuleggja heimaleiki, skaffa menn við dómaraborðið, skrá niður mörk og ganga frá skýrslum. Ég held að það hafi ekki verið einn einasti stjórnarmaður deildarinnar sem hefur gefið sig í þetta starf. Leikmennirnir eru ekki það margir að það sé leggjandi á þá að gera meira en að æfa, fjórum til fimm sinnum í viku með leikjum.” Að mínu mati þarf að endurnýja stjórn- ina, finna betri menn, menn sem nenna að leggja eitthvað á sig, eins og strák- arnir gera sem stunda handboltann hjá Fjölni. Það er alveg ljóst að öðruvísi næst enginn árangur.” Eiga peningar að koma frá deildinni eða á aðalstjórn að setja peninga í meistaraflokk? „Nei, ég vil meina það að hver og ein deild eigi að fjármagna starfsemina. Aðalstjórnin á að sjá um að allt þetta sameiginlega sé í lagi.” Spá um gengið í deildinni? Magnús segist telja raunhæft að liðið verði í neðri hlutanum. „En við erum á uppleið því það er mikill stígandi í lið- inu. Við erum einum til tveimur mán- uðum á eftir hinum félögunum í þjálfun og það er það sem hefur skipt sköpum í sumum leikjunum hjá okkur undanfarið. Til þess að deildin verði voldug þá þarf að bæta við kjarnann, yngja liðið upp og fá kröftuga menn í stjórnunina. Ef við erum með góðan þjálfara eins og Björg- vin er og stefnum að markinu með já- kvæðu hugarfari þá er hægt að búa til gott lið á þremur árum. Ég held að þeir strákar sem eru hjá stóru félögunum og eiga ekki mikla möguleika þar sjái þetta tækifæri til þess að komast lengra og afla sér þá um leið meiri leikreynslu,” segir Magnús. „Það er alveg ljóst að við verðum neðar- lega, en við ætlum ekki að vera í neðsta sæti,” fullyrðir Björgvin. „Ég vona bara að Fjölnir geti einhvem tíma og vonandi fljótlega spilað fyrir fullu húsi hér í Grafarvoginum. Það gæti orðið virki- lega skemmtilegt og gaman að taka þátt í því.” Frá vinstri: Björgvin þjálfari og Magnúsfyrirliði. 28 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.