Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 5
F R Á RITSTJÓRA Innihaldslausar glansmyndir Mörg samtök hafa tekið upp á því að gefa út rit sér til fram- dráttar og má fullyrða að útgáfa margra hefur orðið til þess að auka veg og vanda þeirra. Ungmennafélagar eru nú orðnir um 45 þúsund talsins og Ijóst má vera að útgáfa hreyfingarinnar á Skinfaxa í rúmlega áttatíu ár hefur verið málstaðnum til mikils framdráttar. Á þessum tíma sem liðinn er hafa oft ýmsir erfið- leikar steðjað að ungmennafélögunum og Skinfaxa, en þeir hafa jafnan verið yfirstignir. Árið 1947 skrifaði Daníel Ágústínusson grein í Skinfaxa sem bar yfirskriftina: Skylda ungmennafélaga við Skinfaxa. Þar segir hann frá því að félagshreyfing með rúmlega 10 þúsund fé- lagsmenn eigi að hafa góða aðstöðu til þess að útbreiða tímarit sitt og gera það fjárhagslega sterkt. Daníel skrifar: „Þessu hef- ur þó ekki verið þannig varið með Skinfaxa. Hann hefur aldrei verið gróðafyrirtæki, eins og ýmis tímarit, heldur þvert á móti oft verið rekinn með talsverðum halla.” Þessi orð Daníels gætu allt eins átt við í dag. Útgáfa Skinfaxa er ekki ætluð til að bera gróða, en tilgangur blaðsins m.a. að upplýsa um heilbrigt og gott líf, þar sem aðaláherslan er lögð á íþróttaiðkun og aukinn félagsþroska. Hins vegar stoðar lítt að gefa út blað, bara til þess að gefa út blað. Innihald blaðsins, útlit og úrvinnsla á efni eru þeir stólpar sem byggja verður á. Hin síðari ár hefur Skinfaxi tekið ýmsum stakkaskiptum í takt við breyttar aðstæður í þjóðfélaginu og er það vel. Hins vegar verður að segjast eins og er að minna hefur verið hugað að fjár- hagslegri hlið blaðsins, s.s. félagasöfnun og innheimtu áskrift- ar- og auglýsingagjalda. í gegnum árin hafa margar leiðir verið farnar og má þar nefna að einstök ungmennafélög hafa verið fengin til þess að safna áskrifendum og innheimta áskriftar- gjöld, en þær hafa ekki gefist sem skyldi. Ef menn vilja gefa út blað þá er ekki hægt að gera það með hangandi hendi. Blað eins og Skinfaxi reynir að taka jákvætt á málum virka til upp- byggingar en ekki niðurrifs. Það hefur oft vakið furðu mína að fólk skuli kaupa blöð eða glanstímarit, þar sem ýmsir þekktir þjóðfélags- þegnar sýna sinn innri mann, eða láta birta af sér myndir með bring- una bera. Á forsíðum eru gjarnan myndir af konum og þær kynntar sem dularfullar með mörg andlit. Oft er hástemmd um- fjöllun unr einskisverða hluti eins og t.d. hönnun ilmvatnsglasa og hugmyndir að baki henni, en minna rætt um ilmvötnin sjálf. Ég segi fyrir mig að ég hef engan áhuga á því að lesa sífellt hin- ar margslungnu slúðursögur um hinn og þennan. Ég hef áhuga á því að lesa um það sem getur veitt mér meiri þekkingu á því hvernig mér og mínum getur liðið vel, með því að stunda íþrótt- ir, borða hollt fæði og stuðla að verndun íslenskrar náttúru og gæða landsins. Skinfaxi er jákvætt blað og umfjöllun þess er nánari útfærsla á stefnumarkmiðum hreyfingarinnar um ræktun lýðs og lands. Þessi stefnumarkmið eru enn í fullu gildi því svarið við margs- konar vandamálum sem upp kunna að koma í daglegu lífi fólks er íþrótta- og félagsstarf allra aldurshópa. Stuðlum að eflingu í- þróttaiðkunar og félagsþroska, jafnt ungra sem aldinna og bæt- um þar með mannlífið í kringum okkur. Bestu kveðjur, með von um gleðileg jól og heillaríkt kontandi ténncc Raddir lesenda Raddir lesenda er fastur þáttur í Skinfaxa þar sem fram koma skoðanir lesenda á efni blaðsins. Hringt er í nokkra lesendur og þeir beðnir að gefa álit sitt á efni og útliti blaðsins. Hug- myndin er sú að gera Skinfaxa þannig úr garði að sem flestir geti vel við unað. Lesendur, hringið eða skrifið og látið álit ykkar í Ijós, síminn er 91-12546. Guðrún A. Gunnarsdóttir Stykkishólmi „Mér fannst síðasta blað gott. Það var heilmikið í því, Skinfaxi á erindi til allra og það mætti kynna starfsemi UMFÍ meira í blaðinu. Almenningur áttar sig ekki á því hve viðamikið starf fer fram innan hreyfingarinnar.” Svanhildur Pálsdóttir Stóru-Okrum Skagafirði „Mér finnst Skinfaxi ágætur. í síðasta blaði var mikið af góðum viðtölum við í- þróttafólk. Slíkt heldur manni við efnið. Blaðið er innihaldsríkt, en e.t.v. mætti vera meiri fræðsla í því handa starfandi forystumönnum. Reyndar vegur Frétta- bréf UMFl þar upp á móti. Þó mætti kynna norrænt samstarf, t.d. norrænu ung- mennasamskiptin.” Jóhann Kristján Briem Arnason Selfossi „Blaðið er ágætt og höfðar örugglega til unga fólksins, mikið um íþróttir og þess- háttar fyrir æskuna. En það sem ég sakn- aði mest í síðasta blaði var vísnaþátturinn. Hann les ég alltaf og það er nauðsynlegt að hafa hann með.” Vegleg bókagjöf Hjónin Guðjón Ingimundarson og Ingi- björg Kristjánsdóttir frá Sauðárkróki færðu Ungnrennafélagi íslands veglega bókagjöf fyrir stuttu. Um er að ræða námsbækur og gögn frá íþróttaskóla Björns Jakobssonar á Laugarvatni vet- urinn 1936-1937, en þar stundaði Guð- jón nám. Guðjón hefur setið í stjórn UMFl og er þekktur fyrir félagsstörf sín innan hreyfingarinnar. Bækurnar eru innbundnar af Guðjóni sjálfum og er þessi gjöf kærkomin viðbót við það safn gamalla heimilda sem UMFÍ á. Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.