Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.12.1991, Blaðsíða 33
ÍÞRÓTTMÁLEFNI Á A L Þ I N G I Eins voru heldur kátlegar myndir af ýmsum þátttakendum látnar prýða veggi. Nokkrir Islendinganna brugðu sér í dagssiglingu á tveggja manna kanóum Það mátti með sanni segja að sú ferð hafi verið blaut. Menn sýndu snilli sína við að hvolfa bátum hvors annars og þar fór einn Islendingur fremstur í flokki. Ég nefni engin nöfn, en fyrsti stafurinn er Gummi. Það þarf ekki að taka fram að það var ekki þurr þráður á nokkrum manni eftir þennan dag. Keppni á milli landa í blaki er fastur liður á þessum vikum. Liðin eru oft misjafnlega saman sett, t.d var einungis einn Svíi nú í ár og hann átti ansi erfitt að ná saman liði en reyndist svo vera einn besti leikmaður í finnska liðsins. Slésvíkingar hafa oftast unnið blakið en nú vorum það við Islendingarnir sem gerðum okkur lítið fyrir og unnum þá með miklum yfirburðum og það á heimavelli. Að launum fyrir þann sig- ur fengum við afhentan mikinn og veg- legan farandgrip, stóra, gula, uppblásna önd og hún kemur auðvitað með á næstu Ungmennaviku, sem haldin verður í Noregi.“ íþróttamálefni á Alþingi - framhald af bls. 19 Efnilegir íþróttamenn Frumvarp til laga um stofnun sjóðs til að styrkja efnilega íþróttamenn hefur verið lagt fram á Alþingi. Ingi Björn Albertsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. I frumvarpinu segir að tilgangur sjóðs- ins sé að skapa efnilegum íþróttamönn- um fjárhagslegan grundvöll til að helga sig íþrótt sinni og skal greiðsla úr sjóðnum fara til þeirra sem að mati sjóðsstjórnar hafa sýnt ótvíræða hæfi- leika í íþróttagrein sinni og eru líklegir til afreka á því sviði. Sérsambönd innan ISI skulu senda stjórn sjóðsins tilnefningar um íþrótta- menn er skulu hljóta styrki. Heilsuvernd almennings Hermann Níelsson hefur lagt fram til- lögu til þingsályktunar um íþrótta- kennslu í framhaldsskólum, líkamsrækt og heilsuvernd almennings. Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela ráðherrum heil- brigðis- og menntamála að: a. láta kanna að hve miklu leyti íþrótta- kennsla í framhaldsskólum miðist við að gera nemendur hæfari til að stunda holla hreyfingu (trimm) að eigin frum- kvæði og taka þannig á ábyrgt á eigin heilsurækt að námi lokn, b. láta kanna hvaða áhrif aukin þátttaka hins almenna borgara í líkamsrækt (trimmi) geti haft á sparnað við rekstur heilbrigðisþjónustunnar í landinu. I greinargerð segir að námsstjóri í íþróttum, Janus Guðlaugsson, hafi lagt fram nýtt námsefni sem sé þegar farið að skila góðum árangri og auki sjálfs- traust og kunnáttu nemenda til að halda áfram íþróttaiðkun. Nokkuð skortir þó á að námsefnið hafi verið tekið upp við alla framhaldsskóla landsins, sérstak- lega í Reykjavík. í greinargerð segir ennfremur að rann- sóknir vísindamanna sýni að ef ein- staklingur leggur reglulega stund á lík- amsrækt og er sér meðvitaður um gildi heilbrigðra lífshátta fyrir heilsufar sitt þurfi hann síður á þjónustu heilbrigðis- stofnana að halda. Auðvelda verður hinum almenna borg- ara að stunda líkamsrækt við hæfi, en viðurkennt er að fjöldi fólks nýtir sér ekki þá íþróttaaðstöðu sem býðst. Lokaorð ályktunarinnar eru þau að það beri að stuðla að heilbrigði þjóðar- innar. Pennavinir óskast Claudia Bell er 24 ára gömul og hefur mikinn áhuga á því að eignast penna- vini á Islandi. Claudia vinnur sem að- stoðarmaður hjá lækni og skrifar á ensku, frönsku og þýsku. Heimilisfangið er: Claudia Bell Sehutzerstr. 14 W-8807 Heilsbronn Germany • Þetta er Friðrik Steinsson í síðasta tölublaði fjallaði Sigurður P. Sigmundsson um athyglisvert íþrótta- fólk, m.a. um Friðrik Steinsson hlaupara úr UMSS. Myndin sem birt var með umfjölluninni var ekki af Frið- riki heldur Geir Gunnarssyni, sent er reyndar líka Skagfirðingur. Beðist er velvirðingar á því, um leið og við birt- um mynd af hlauparanum. framhald af bls. 31 hefur áhuga á að styrkja ákveðið félag þarf hann einungis að skrifa númer þess á seðilinn og láta svo tölvuvalið sjá um afganginn. A hverjum laugardegi verður getrauna- kössunum lokað á sama tíma. Klukkan 11:45 er lokað fyrir móttökukerfi PC- raða, kl. 12:00 er lokað fyrir alla sölu. Endanlegar vinningstölur liggja fyrir kl. 18:00. Þá er bara að vera með og tippa! Skinfa.xi 33

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.