Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1995, Side 9

Skinfaxi - 01.12.1995, Side 9
UMFÍ 9 um aö skipuleggja hvaöa svæöi skyldu hreinsuö, fá leyfi landeigenda og semja viö viökomandi sveitarfélag um förgun á því msli sem safnaö var. Þátttaka í hreinsunarátakinu var meö ágætum á flestum stööum á landinu og tóku hin ýmsu félagasamtök og starfsmannafélög þátt í verkefninu, einnig tóku fjölskyld- ur sig saman og lögöu hönd á plóginn. Samhliða hreinsunarátakinu var skráð niður hverskonar og hversu mikið rusl fannst á hverjum staö. Gögn og niöurstöður eru aö skila sér til þjónustumiöstöövar UMFÍ og veröa niðurstöður birtar meö haustinu og þá veröa verölaun og viöurkenningar veittar á grundvelli þátttöku. Umhverfib er í okkar höndum því mengun í náttúrunni er af manna völdum Þátttakendur í umhverfisverkefninu einbeittu sér mest aö ströndum lands- ins en einnig var töluvert hreinsaö meðfram ám og vatnsbökkum. Þörfin á þessu leyndi sér ekki því mikið af rusli fannst. Samkvæmt þeim gögnum sem borist hafa til UMFÍ var algeng- asta ruslið spýtur, pappaúrgangur og plast, t.d. slitrur af ýmsu plasti, bygg- ingarplasti, innkaupaplastpokum og fleiru. Einnig tíndust til plastílát und- an matvælum, drykkjarvörum og ' hreinlætisvörum aö ógleymdu frauðplasti. Þá var einnig mikið um ýmsan pappa undan neytendavörum, pappakassa og fleira. Einnig var tölu- vert af málmílátum eins og t.d undan drykkjarvörum og olíu. Vefnaðarvör- ur, bandspottar, hanskar, skósólar, skothylki, glerbrot, girni, gúmmídekk og sígarettustubbar voru líka algengir aöskotahlutir í fjöruborðinu. Hvaban kemur ruslib? Meö þeim upplýsingum sem safnaö hefur verið er hægt aö reyna að rekja hvaðan rusliö kemur. Uppruna rusls- ins má rekja til umgengni og neyslu- venja okkar, annars vegar á landi og hins vegar á sjó. Auðvelt er aö átta sig á uppruna sumra hluta t.d. netadræsa, veiðihylkja, veiðilína og sígarettu- stubba. Erfiöara er að greina uppruna plasts, sumt var greinilega byggingar- plast og landbúnaöarplast en annað ógreinilegir plastbútar. Mikiö af um- búöum undan matvælum fannst og er ljóslega einhvers staðar pottur brotinn varöandi söfnun og förgun á þeim. Mögulegt er að þessu rusli hafi verið hent í sjó af skipum eöa af landi. Sums staðar er ekki gengiö nógu vel frá ruslahaugum og getur þá rusliö fokiö út á sjó. Einnig vakna spurningar um umgengni feröamanna þegar um- búöir undan matvælum finnast inni í landi t.d. meöfram vötnum og ám. Mikib er af plastdrasli víöa á fjörum, ár- og vatnsbökkum landsins. Af stærri hlutum var töluvert af netadræsum og fiskikössum. Stór málmstykki, hlutar af bílhræjum og bátsflökum fundust einnig en mis- munandi var hvaöa tök þátttakendur höföu á að fjarlægja þau. Sums staðar var töluvert af rekaviö sem var látinn vera í flestum tilfellum. Fjölskyldur úr Reykjavík tóku sig saman og hreinsuöu hluta af Hvalfjaröarströnd.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.