Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1995, Síða 14

Skinfaxi - 01.12.1995, Síða 14
14 UMFÍ SJÓRINN HEFUR SÍN TAKMÖRK Gamalt máltœki segir, lengi tekur sjórinn viö. Sú hefur veriö trú manna lengst af allt fram á þessa öld. Nú er aö veröa hér breyting á. Æ fleiri gera sér nú grein fyr- ir því aö sjórinn hefur sín takmörk og meö hans hjálp getum viö einungis skilaö hluta af úrganginum aftur inn í lífkeöjuna og einungis þeim hluta hans sem er af lífrœnum toga. Þrátt fyrir að sífellt fleiri geri sér grein fyrir hættunni sem mannkyninu og raunar lífinu á þessari jörð stafar af aukinni mengun fjölgar fréttum af deyjandi hafi, vötnum og landi. Mest- ur hluti efnanna sem menga kemur frá efnaiðnaðinum í landi en einhver hluti þeirra frá skipum með austri og sorpi. Ekki verður reynt hér að skil- greina hvað kemur hvaðan, né gerð tilraun til þess að finna sökudólg. Meginmálið er að við séum öll með- vituð um hættuna sem af mengun- inni stafar og séum tilbúin til að leggja nokkuð af mörkum til þess að hefta útbreiðslu hennar. Margir munu við þessar vangaveltur hugsa sem svo: Hvað get ég lagt af mörkum í þessu efni? Ég rek ekki verksmiðju sem mengar, eða stend fyrir annarskonar mengandi starfsemi. Ég er bara ósköp venjuleg manneskja sem hef ekki önnur forráð en yfir mér og þeim sem standa mér næst. En er það ef til vill ekki einmitt hinn svokallaði venjulegi maður, hinn almenni neytandi, sem hefur hér mest að segja? Eru hans áhrif og ábyrgð ekki býsna mikil þegar öllu er á botninn hvolft? Þab er einmitt hinn svokallabi hefbbundni einstaklingur, sem markar umgengnina vib náttúru landsins. Virðing hans fyrir umhverfinu birtist t.d. í því hvernig hann skilur við tjaldstæðið að lokinni útilegu. Skilur hann sorpið eftir á víð og dreif þegar hann heldur til síns heima, eða kem- ur hann því á réttan stað? Ber hann ef til vill svo mikla virðingu fyrir um- hverfinu að hann leggur á sig krók til þess að safna saman rusli sem aðrir hafa skilið eftir á víð og dreif? Brýnir hann fyrir börnum sínum og næstu samferðarnönnum að ganga með virð- ingu um landið okkar og náttúru þess? Við íslendingar lifum á náttúrugæð- um þessa lands, bæði á láði og legi. Ólíkt mjög mörgum öðrum þjóðum byggjum við afkomuna nánast ein- göngu á lífríkinu og stöðugri endur- nýjun þess. Vib getum ekki sótt brauðið til olíulinda, náma eða ann- arra einnota aublinda. Vib verbum ab sækja braubib beint í lífkebjuna í gjöful fiskimib um- hverfis landib okkar og grænu grösin sem sem vaxa í ósnortinni, ómengabri náttúru þess. I einu af skáldverkum Halldórs Lax- ness, Kristnihaldi undir Jökli, er haft eftir aðalpersónu sögunnar, séra Jóni Prímus, þegar honum voru veittar ákúrur fyrir það eitt að hafa dregib og jafnvel gleymt að jarðsetja látna þar í sveit, þau orð „að það sé ef til vill ekki verst fyrir þá látnu heldur sýnu verra fyrir hina sem eftir lifa". Hliðstæð orb má hafa um lífríkið okkar, bæði til lands og sjávar. Ef við spillum því og göngum um það af tillitsleysi kemur það kannski ekki svo -mjög niður á okkur sem nú erum á miðjum aldri heldur á þeim sem í sporin feta, næstu ábúendum. Okkur ber því að ganga með virðingu og nærgætni um lífríki bæði lands og sjáv- ar minnug þess að við erum aðeins ör- skots leiguliðar, eignin er kyn- slóðanna. Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélags íslands r > )
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.