Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1995, Síða 21

Skinfaxi - 01.12.1995, Síða 21
21 Grunnreglur sorphirðu (Úrvinnsla úrgangs) Koma í veg fyrir að úrgangur myndist Endurnota og endurnýta það sem mögulegt er Úrgangi sem hvorki er hægt að koma í vég fyrir að myndist né endurnota eða endurnýta á einn eða annan hátt skal farga á þann veg að það skaði umhverfið sem minnst. Mynd 2. Grunnreglur sorphirðu. Heimild: Skýrsla til umhverfisrábherra ástand, markmib og leibir, mars 1995. um að endurnýta efnið eða hvernig úr- ganginum er fargað. Flestir halda drykkjarvöruumbúðum aðskildum frá öðrum úrgangi og skila þeim til móttökustöðva og fá skila- gjald endurgreitt af þeim. Pappír er hægt að endurnýta og í sveitarfélög- unum á höfuðborgarsvæðinu svo og á Eyjafjarðarsvæöinu er nú búið að staðsetja söfnunargáma fyrir pappír á ýmsum stöðum þar sem íbúar eiga auðvelt með að nálgast þá til að skila af sér dagblöðum og öðrum pappír. Pappír er endurunninn hjá fyrirtæk- inu Úrvinnslunni hf. á Akureyri, en pappír af höfuðborgarsvæðinu er sendur til endurvinnslu erlendis. Garðaúrgang sem til fellur við um- hirðu garða er auðvelt aö jarð- gera, og er víða að finna kassa við heimahús þar sem hann verður að mold. Sum sveitarfélög hafa valið þann kost að benda íbúum á ákveðna staði þar sem losa má garðaúrgang. Lífrænan úrgang sem til fellur við heimilishald er einnig hægt að jarðgera, bæði í kössum viö heimahús undir umsjón heimaað- ila, en slík tilraun er t.d. nú í gangi á Hólmavík, og einnig má jarðgera þennan úrgang í stærri einingum og er slík tilraun í gangi á vegum Gámaþjónustunnar með íbúum 100 einbýlishúsa í Hafnar- firði. Timburúrgang er auðvelt að end- urnýta og endurvinna. Brotamálmar eru forunnir hér á landi og síðan sendir til endurvinnslu erlendis. Spilliefni sem falla til á heimilum í núgildandi mengunarvarnareglugerð er ákvæði sem segir að þeim hluta sér- staks úrgangs sem telst til spilliefna megi ekki blanda saman við annan úrgang. Spilliefnum veröur aö skila í spilliefnamóttökur, þar sem þau eru flokkuð og þeim komið í þá förgun sem þau þurfa. Best er að skila efnunum í þeim umbúðum sem þau voru keypt í því það auðveld- ar mjög rétta flokkun og meðhöndl- un; Á heimilum eru notuð mörg efni sem eru hættuleg umhverfi okkar ef þeim er hleypt út í náttúruna í ein- hverju magni. Óheimilt er að hella niður í skólpræsi afgangsmálningu, terpentínu, bensíni, úrgangsolíum, skordýra- og illgresiseyði, sýrum og vítissóda svo fátt eitt sé nefnt. Þessum efnum verður að skila á viðeigandi móttökustaði ef þarf að farga þeim og það sama gildir um rafhlöður, raf- geyma, lyfjaafganga, úöabrúsa og þrýstihylki. Á ísskápum og frysti- kistum eru kæliefni sem verður að losa af þeim með réttum hætti áður en þessum tækjum er fargað. Umbúbir og umbúbaúrgangur Að lokum verður hér minnst á eina tegund úrgangs sem fellur til á heimil- um en það er umbúðaúrgangur. Reynsla af brennslu úrgangs í sorp- brennslustöðvum hér á landi bendir til þess að íslenskur úrgangur sé orku- ríkari en víða erlendis. Aðalorsök þess er taliö meira magn umbúða í úrgangi hér en í nágrannalöndum okkar. I dag skortir upplýsingar um umbúðanotk- un, en skoða þarf gaumgæfilega þátt umbúða í úrgangi sem fellur til hér- lehdis. Síðan þarf að beita grunnregl- um sorphirðu sem sýndar eru á mynd 2 á umbúðaúrgang þannig að fyrst og fremst sé stuðlað að minnkun hans og síðan að umbúðum sé breytt á þann hátt að auðvelt sé að endurnýta og endurvinna þær. Framtíbarsýn Aukinn kostnaður af förgun, upp- setning móttökustöðva, aukin endur- vinnsla svo og áhugi og skilningur al- mennings á umhverfisvernd hefur gert þaö að verkum að nú er mun al- gengara að heimilisúrgangur sé flokk- aður heima fyrir en fyrir 10 árum. í dag er erfitt að reyna að spá í hvernig flokkun heimilisúrgangs verður háttað hér á landi eftir 10 ár. Hugsanleg flokkun á úrgangi fer eftir því hvað gera á við tiltekin úrgangsefni. Á hverju ári koma upp nýjungar varð- andi endurnýtingu á úrgangi og því getur eitthvað efni sem sent er til förgunar í dag verið orðiö að efni sem hægt er að endurnýta eða endurvinna á morgun. Guðrúti S. Hilmisdóttir verkfrœðittgur Sambands íslenskra sveitarfélaga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.