Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1995, Side 22

Skinfaxi - 01.12.1995, Side 22
UMFÍ Landbúnabur og umhverfi heim allan og eftirspum eftir slíkum vörum eykst ört í Evrópu, Bandaríkj- unum og víðar. Við núverandi aðstæður hefur ís- lenskur landbúnaður ekki möguleika á að keppa á hinum svokallaða heims- markaði með búvörur. Nýgerður GATT-samningur tekur ekkert tillit til umhverfissjónarmiða og þar veröur áfram undirboðsmarkaður þar sem einungis var samiö um þriöjungs lækkun á útflutningsbótum og niður- greiðslum í þessari lotu samninganna. Möguleikar okkar til útflutnings á bú- vörum munu því á næstunni verða á hinum sérhæfðu mörkuðum þar sem gæöi og hreinleiki matvæla eru metin. A sama hátt er hreinleiki og heilnæmi íslenskra búvara sterkasta vopn land- búnaðarins í þeirri samkeppni við innfluttar búvörur sem framundan er. Hreinleiki og gæðaímynd Hreinleiki íslenskrar náttúru varðar hins vegar ekki bændur eina. Á hon- um byggist sú hreinleika- og gæða- ímynd sem við viljum skapa landinu og þjóðinni og er undirstaða atvinnu- sköpunar á mörgum sviöum svo sem í feröamálum og yfirleitt öllu sem varð- ar útflutning á framleiðsluvörum okk- ar. Af nálægum þjóðum eru það fyrst og fremst Norðurlöndin sem geta stát- að af svipuðum aðstæðum í umhverf- ismálum og við íslendingar, enda þótt við stöndum þeim að flestra dómi feti framar. I öllum þessum löndum sækja bændur fraim undir merkjum hrein- leika og hollustu afurða sinna á svip- aðan hátt og íslenskir bændur gera. Skilningur okkar íslendinga á um- hverfismálum og mikilvægi mengun- arvarna og góðrar umgengni um land- ið hefur vaxið mjög á undanförnum árum. Það er sem betur fer fátítt nú- orðið að rekast á sóðaskap og slæma umgengni meðfram vegum og á fjöl- förnum stöðum eins og áður vildi við brenna. Margir hafa lagt hönd á plóg- inn við uppeldi þjóðarinnar á þessu sviði en á engan er hailaö þó að bent sé á aö þar eigi Ungmennafélag ís- lands einna stærstan hlut. Meö því að virkja æsku landsins til starfa á þann hátt sem Ungmennafé- lögin hafa gert er verið að sá fræjum sem skjóta munu rótum í sjálfri þjóð- arsálinni og verða mikilvæg undir- staða að farsæld þjóðarinnar í framtíð- inni. Hákon Sigurgrímsson Bœndasamtökum íslands Ein mikilvœgasta auölind okkar Islendinga er án efa hreinleiki landsins og hafsins umhverfis þab. Viö njótum þess aö vera fámenn þjóö i stóru landi og lega landsins gerir þaö aö verkum aö iönaö- armengun berst síöur hingaö en t.d. til hinna ríkja Noröurlandanna. í þéttbýlli löndum er landbúnaöur víða verulegur mengunarvaldur. Mikil notkun áburðar og ýmiss konar varn- arefna svo sem illgresiseyða og skor- dýraeiturs mengar jarðveg og grunn- vatn svo til stórra vandræða horfir. Slík er staðan t.d. í Hollandi, Belgíu og Englandi þar sem mengun í grunn- vatni er orðin alvarlegt vandamál. Vegna hinnar strjálu byggðar hér á landi skapa þessi atriði ekki vandamál auk þess sem heildaráburðarnotkun er hér lítil miðað við stærð landsins, notkun illgresiseyða mjög lítil og skordýraeiturs nær engin vegna hins svala loftslags. Hreinleiki landsins er hins vegar ekki sjálfgefinn og ef við höldum ekki vöku okkar getur illa farið. Einkum eru það frárennslismál, bæði í þéttbýli og dreifbýli, sém nauðsynlegt er að hafa vakandi auga með, einnig meng- un vegna umferðar, ekki aðeins í þétt- býli heldur einnig um dreifðar byggðir landsins og hálendiö. Enginn vafi er á því að hreinleiki ís- lenskrar náttúru, heilnæmi íslenskra búvara og möguleikar til vistvænna og lífrænna búskaparhátta eru sá grunnur sem bændur hafa á að byggja í framtíðinni. Skilningur á mikilvægi hollrar og heilnæmrar fæbu fyrir heilsu manna fer nú vaxandi um

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.