Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 23

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 23
UMFÍ 23 Hremsum landib ✓ Samkvœmt samningi þeim sem Islendingar hafa gert um EES, er gengist viö því aö minnka þann úrgang sem til fellur á íslandi um allt aö 50% fyrir áriö 2000. Til þess aö svo megi veröa þarf aö koma til sameigin- legt átak stjórnvalda, sveitarfélaga, atvinnurekstrarins og einstaklinga í landinu. Gera þarf einstaklingum og fyrirtcekjum kleift aö sundurgreina hinn svokallaöa „úrgang" sem í raun er aö stórum hluta hráefni til endurvinnslu. Sundurgreina þarf gler, gúmmí, pappír, plast, timbur og málma og koma í hendur endur- vinnslufyrirtœkja. komustöðum þess á landinu, sem síð- an eru fluttir í vinnslustöö Hringrásar sem er við athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. Þessi samningur hefur sýnt hagkvæmni sína, þ.e. að einfalda vinnsluferlið og halda kostnaði í lág- marki, á þann veg að flutningskostn- aður sveitarfélaga frá heimahöfn á at- hafnasvæði Hringrásar er lægri én urðunarkostnaður fyrir hvert tonn. Ánægjulegt er að sjá í verki hverju samstarf Hringrásar, Eimskips og sveit- arfélaga hefur skilað nú þegar. Kannski er hér komin sú framtíðar- lausn sem leitað er að og rædd hefur verið í nefndum og ráðum en ekki náðst samstaða um. Endurvinnsla málma Það er fyrst nokkru eftir seinni heims- styrjöldina, um 1950, að skipulögð söfnun járns og málma hefst á ís- landi, þ.e. endurvinnsla málma. Á ýmsu hefur gengiö til að koma þess- um rekstri í þann farveg sem okkur hentar, og er það fyrst nú á hinum seinni árum að opinberir aðilar, at- vinnureksturinn og einstaklingar hafa gert sér fulla grein fyrir því um hve þarft mál er aö ræða. Umhverfisyfir- völd, samtök atvinnuveganna, sveitar- félög, fyrirtæki og einstaklingar hafa komið til samstarfs um lausn á söfn- un brotajárns og málma af landinu öllu, en í strjálbýlu landi er þetta allt- af nokkurt vandamál. Endurvinnsla í fimm áratugi Hringrás hf. - endurvinnsla starfar á grunni þess rekstrar er komið var á fót árið 1950 af Einari Ásmundssyni og sonum hans og hefur fyrirtækið ein- beitt sér að söfnun og vinnslu brota- járns og málma. Vinnslustöð Hring- rásar er við stærstu höfn landsins í Sundahöfn, og hefur fyrirtækið frá upphafi haft aöstöðu á hafnarsvæði Reykjavíkur og notið skilnings hafnar- yfirvalda. Hringrás hefur þróað að- ferðir sínar við söfnun á þann veg, að það vinnur með verktökum frá hinum ýmsu landshlutum og leggur.oft til tæki og ráðgjöf um hvernig leysa megi ákveðin verkefni. Gott samstarf Stór hluti kostnaöar viö meðhöndlun brotamálma er flutningur. Hringrás gerði á síðasta ári samning viö Eim- skip um að gámar væru tiltækir til lestunar á brotamálmum á öllum við- Munum - það eyðist sem af er tek- ið! Leggjum því kapp á, í umgengni okkar við jörðina, aö nýta betur - endurnýta og endurvinna - þau efni jarðar sem við notum daglega. Ásgeir Einarsson framkvœnidastjóri og einn afstofnendum NRF (Samtök norrœnna endurvinnslufyrirtœkja) og virkur félagi í BIR (Alþjóðasamtök endurvinnslufyrirtœkja) HREINSUM LRNDIÐ 06 MIÐIN MEÐ HRINGRRS... Móttaka fyrir allt brotajárn Kaupum alla málma Útvegum hagstæða flutninga M HRINGRAS HF. ENDURVINNSLA Sími: 581 4757 • Sundahöfn

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.