Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1995, Side 30

Skinfaxi - 01.12.1995, Side 30
Hráefníb pappír Hin mikla umrœöa sem er í gangi núna um endur- vinnslu pappírs leiöir vonandi til meiri skilnings á því aö mannskepnan gangi vel um auölindir jaröar eins og t.d. skógana. Ekki má þó rugla saman nytjaskóg- um og náttúruskógum. Það er þeim þjóbum til vansa sem ganga óskipulega á náttúruskógana einungis til aö skapa rými fyrir akvegi eöa aöra hluti, sem hægt er aö komast af meö annars staðar. Mikið af þeim trjám sem felld eru t.d. í Suður-Ameríku og í Miö-Austurlönd- um og öðrum hitabeltissvæðum er haröviöur, tekk, mahóní og þesshátt- ar, sem vex hægt og er alls ekki not- hæft til pappírsgerðar, aðeins sem smíðaviöur. Ef vib viljum draga úr eyðingu nátt- úruskóga eigum við að skoða hug okkar vel áður en við ákveðum að setja einhvern sjaldgæfan við í þiljur og klæðningar eins og oft er gert þeg- ar veriö er að innrétta byggingar rík- mannlega. Sjaldgæfur viður þýðir oft- ast að hann er afurð af seinvöxnu tré og jrví hæg endurnýjun skóganna. Á Norðurlöndunum eykst skóg- lendi, þ.e. nytjaskógar, um 2-3% á ári. Stefna pappírsframleiðenda er að klæða landið skógi sem allra mest. Það er jú þeirra hráefni. Nytjaskógar Hér átti að fjalla um pappír og þar komum við að nytjaskógunum. Und- irritaður hefur sínar upplýsingar frá Finnlandi, því þar ásamt í Noregi og Svíþjóð er sagan í pappírsframleiðslu nútímans, ef miöaö er við okkar heimshluta, þar sem gerðar eru miklar kröfur í umhverfismálum. Allt frá 16. öld hafa Finnar nytjað sína skóga, fyrst til útflutnings eldiviðar og síðan frá 18. öld, þegar þeir byggðu sína fyrstu sögunarmyllu, til timbur- og pappírsframleiðslu. Lykilorðið er að planta alltaf fjórum trjám fyrir hvert eitt sem fellt er, þannig viðhalda menn auðlindinni. Þessi regla er í gildi hjá öllum sem vilja vibhalda nytjaskógum. Finnar kalla sína skóga „græna gullið" og af því má sjá hve mikla virðingu þeir bera fyrir þessari auðlind. Þær þrjár viðartegundir sem mest eru notaðar til pappírsgerðar eru fura, birki og greni. Allt viðartegundir sem vib þekkjum og vaxa á svipuðum stað norðlægrar breiddar og ísland er á og því ekkert því til fyrirstöðu að skóg- rækt verði álitleg atvinnugrein hér, sem og á Norðurlöndunum. Hver veit nema Islendingar gætu farið ab flytja út timbur til pappírsframleiðslulanda innan skamms tíma. Notkun pappírs Pappír er mjög skemmtilegt og fjöl- breytt efni ab gerð. Getur þú, lesandi góöur, hugsað þér daglegt líf án papp- írs? Ekkert er sjálfsagt í náttúrunni og þess vegna eigum við að huga vel að því hvernig við umgöngumst hana. í þeirri prentsmiðju sem ég vinn í, Prentsmiöjunni Odda, er lögb rík áhersla á að allur pappír sem unnið er með hafi viðurkenningu umhverfis- samtaka, t.d. Hvíta svaninn. Við eig- um að auka notkun pappírs í stað plastefna og annarra afurða úr olíunni. Pappír í svokölluðum eldhúsrúllum og annar rakadrægur pappír er t.d. eitthvað sem eigum að minnka notk- un á, því til að gera pappír rakadræg- an þarf ab nota með áðurnefndum trjátegundum, equalyptustré, sem flokka má undir náttúruskógatré, þó þau vaxi ekki í skógum. Þar að auki er sannaö aö þau brotna mjög seint nið- ur í náttúrunni og er því þannig pappír lengi ab eyðast. Auka ætti notkun pappírsbakka undir ávexti, grænmeti og fleira eins og gert er meb eggin, í stað plasts. Pappírspokar sem umbúðir í verslun- um eru eitt dæmi um óplægðan akur

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.