Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 34

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 34
34 UMFÍ SAMBUÐ FYRIRTÆKIS OG UMHVERFIS Olíuverslun íslands hf. (Olís) er sextíu og sjö ára gamalt fyrirtœki og elst olíufélaga á Islandi. A undanförnum árum hafa umhverfismál skipaö háan sess í rekstri Olís og starfsmenn hafa farib ab „hugsa grœnt" og reyndar grœnna meb hverju ári. í nýlegri vibhorfskönnun mebal almennings var spurt hvaba íslenskt fyrirtceki vœri umhverfisvœnast. Þar lenti Olís í efsta sœti og þykir starfsmönnum ab sjálfsögbu vœnt um þá viburkenningu. En betur má ef duga skal og starfsmenn Olís slá hvergi slöku vib í vibleitni sinni til ab bœta sambúb fyrirtœkisins og umhverfisins. Olís flytur inn, dreifir og selur rúm- lega tvö hundruð þúsund tonn af eldsneyti á ári auk annarra vöruteg- unda. Eldsneyti fyrir bifreiðar, flugvél- ar, skip, verksmiðjur, fyrirtæki og vinnuvélar. Hver lítri er meðhöndlað- ur fimm sinnum þannig að starfs- menn félagsins höndla um eina millj- ón tonna eldsneytis á ári eða um þrjár milljónir lítra á dag. Þessi umfangsmikla meðferð hættu- legra efna sem geta mengað jarðveg, loft, vötn og höf, krefst aga, aðhalds og ábyrgðar. Öryggis er gætt í hví- vetna og hvergi sparað til að hætta vegna starfsemi fyrirtækisins verði eins lítil og mögulegt er. Olís hugsar um umhverfisvernd í smáu sem stóru. Undir póst fyrirtækis- ins eru notuð fjölnota umslög úr end- urunnum pappír og pappakassar eru notaðir margsinnis. A sumum þjónust- ustöðvum gefst fólki kostur á að kaupa frostlög, rúðuhreinsi og olíu „af bar" sem kallað er og sparar það mikla um- búðanotkun og á þeim stöðvum eftir að fjölga sem bjóða þessa þjónustu. Bensín það sem félagið selur er með hreinsiefnum sem sannanlega minnka útblástur kolsýrings, kolvetnis og köfn- unarefnis. Þá ætti flestum að vera kunnugt um stuðning viðskiptavina Olís við Land- græðsluna, en hluti verðs hvers lítra af eldsneyti rennur til hennar. Þegar hafa verið afhentar þrjátíu milljónir króna og þegar verkefninu lýkur mun Land- græðslan hafa fengið fimmtíu millj- ónir króna frá Olís. Fimmtíu milljónir þýða uppgræðslu tuttugu milljón fer- metra lands. Olís gaf einnig í sumar sem fyrri sumur viðskiptavinum sínum fræpoka til dreifingar á gróðurlítið land. Einnig hefur félagið staðið fyrir fræðslu um umhverfismál meðal ungs fólks með útgáfu fræðslumyndbanda og bóka. Hér er aðeins tæpt á fáum atriðum í umhverfisstefnu Olís. Starfsmenn Olís vilja að fyrirtækið verði framúrskarandi. Framúrskarandi fyrirtæki stendur ekki undir nafni nema það uppfylli þarfir viðskiptavina, starfs- manna, eigenda og umhverfis síns. Einar Ólafsson forstöðumaður sölu- og þjónustudeildar Olís Landgræbsla er lífsnaubsyn Fyrir skömmu voru afhent verðlaun í ljóða- og ritgerðarsamkeppni með- al nemenda sjöunda bekkjar grunn- skóla sem Landgræðslan efndi til ásamt menntamálaráðuneytinu og með stuðningi Olís. Alls voru veitt ellefu verðlaun fyrir ljóð og ritgerðir en þátttaka var góö og barst efni víöa að. Brúarásskóli á Héraði og Hólabrekkuskóli í Reykjavík fengu sérstakar viðurkenningar fyrir góöa þátttöku og vandaða vinnu. Yfirskrift samkeppninnar var Landgræðsla er lífsnauðsyn en verð- launaafhending fór fram í Gunnars- holti en flogið var með verðlauna- hafa frá Reykjavík austur í Gunnars- holt í flugvél Landgræðslunnar. Jafnframt var tækifærið notað og farið útsýnisflug yfir nokkur þau svæði sunnanlands sem Landgræðslan hefur einbeitt sér að síðustu ár, þá var einnig svæði græðslunnar í Gunn- arsholti skoöað.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.