Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1995, Síða 34

Skinfaxi - 01.12.1995, Síða 34
34 UMFÍ SAMBUÐ FYRIRTÆKIS OG UMHVERFIS Olíuverslun íslands hf. (Olís) er sextíu og sjö ára gamalt fyrirtœki og elst olíufélaga á Islandi. A undanförnum árum hafa umhverfismál skipaö háan sess í rekstri Olís og starfsmenn hafa farib ab „hugsa grœnt" og reyndar grœnna meb hverju ári. í nýlegri vibhorfskönnun mebal almennings var spurt hvaba íslenskt fyrirtceki vœri umhverfisvœnast. Þar lenti Olís í efsta sœti og þykir starfsmönnum ab sjálfsögbu vœnt um þá viburkenningu. En betur má ef duga skal og starfsmenn Olís slá hvergi slöku vib í vibleitni sinni til ab bœta sambúb fyrirtœkisins og umhverfisins. Olís flytur inn, dreifir og selur rúm- lega tvö hundruð þúsund tonn af eldsneyti á ári auk annarra vöruteg- unda. Eldsneyti fyrir bifreiðar, flugvél- ar, skip, verksmiðjur, fyrirtæki og vinnuvélar. Hver lítri er meðhöndlað- ur fimm sinnum þannig að starfs- menn félagsins höndla um eina millj- ón tonna eldsneytis á ári eða um þrjár milljónir lítra á dag. Þessi umfangsmikla meðferð hættu- legra efna sem geta mengað jarðveg, loft, vötn og höf, krefst aga, aðhalds og ábyrgðar. Öryggis er gætt í hví- vetna og hvergi sparað til að hætta vegna starfsemi fyrirtækisins verði eins lítil og mögulegt er. Olís hugsar um umhverfisvernd í smáu sem stóru. Undir póst fyrirtækis- ins eru notuð fjölnota umslög úr end- urunnum pappír og pappakassar eru notaðir margsinnis. A sumum þjónust- ustöðvum gefst fólki kostur á að kaupa frostlög, rúðuhreinsi og olíu „af bar" sem kallað er og sparar það mikla um- búðanotkun og á þeim stöðvum eftir að fjölga sem bjóða þessa þjónustu. Bensín það sem félagið selur er með hreinsiefnum sem sannanlega minnka útblástur kolsýrings, kolvetnis og köfn- unarefnis. Þá ætti flestum að vera kunnugt um stuðning viðskiptavina Olís við Land- græðsluna, en hluti verðs hvers lítra af eldsneyti rennur til hennar. Þegar hafa verið afhentar þrjátíu milljónir króna og þegar verkefninu lýkur mun Land- græðslan hafa fengið fimmtíu millj- ónir króna frá Olís. Fimmtíu milljónir þýða uppgræðslu tuttugu milljón fer- metra lands. Olís gaf einnig í sumar sem fyrri sumur viðskiptavinum sínum fræpoka til dreifingar á gróðurlítið land. Einnig hefur félagið staðið fyrir fræðslu um umhverfismál meðal ungs fólks með útgáfu fræðslumyndbanda og bóka. Hér er aðeins tæpt á fáum atriðum í umhverfisstefnu Olís. Starfsmenn Olís vilja að fyrirtækið verði framúrskarandi. Framúrskarandi fyrirtæki stendur ekki undir nafni nema það uppfylli þarfir viðskiptavina, starfs- manna, eigenda og umhverfis síns. Einar Ólafsson forstöðumaður sölu- og þjónustudeildar Olís Landgræbsla er lífsnaubsyn Fyrir skömmu voru afhent verðlaun í ljóða- og ritgerðarsamkeppni með- al nemenda sjöunda bekkjar grunn- skóla sem Landgræðslan efndi til ásamt menntamálaráðuneytinu og með stuðningi Olís. Alls voru veitt ellefu verðlaun fyrir ljóð og ritgerðir en þátttaka var góö og barst efni víöa að. Brúarásskóli á Héraði og Hólabrekkuskóli í Reykjavík fengu sérstakar viðurkenningar fyrir góöa þátttöku og vandaða vinnu. Yfirskrift samkeppninnar var Landgræðsla er lífsnauðsyn en verð- launaafhending fór fram í Gunnars- holti en flogið var með verðlauna- hafa frá Reykjavík austur í Gunnars- holt í flugvél Landgræðslunnar. Jafnframt var tækifærið notað og farið útsýnisflug yfir nokkur þau svæði sunnanlands sem Landgræðslan hefur einbeitt sér að síðustu ár, þá var einnig svæði græðslunnar í Gunn- arsholti skoöað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.