Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 36

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 36
36 UMFÍ ISLAND OG UMHEIMURINN Ariö 1992 hittust yfir 100 þjóöarleiötogar í Rio de Janeiro í Brasilíu á ráöstefnu Sameinuöu þjóöanna um umhverfi og þróun. Þar var skrifaö undir alþjóölega sáttmála um verndun andrúmsloftsins og fjölbreyti- ieika lífríkis jaröar og metnaöarfulla framkvœmda- ácetlun sem kveöur á um hvernig skuli tekist á viö helstu umhverfisvandamál í heiminum á nœstu ára- tugum. Umhverfisráðstefnan í Ríó er skýrasta dæmiö um hve áhugi manna á um- hverfismálum í heiminum hefur vax- iö á síðustu árum og áratugum. Fjöl- miðlar bera okkur fréttir af mengunar- slysum eins og Tsérnóbyl-slysinu og skipbrotum olíuflutningaskipa, en viö heyrum einnig í vaxandi mæli um hægfara breytingar á umhverfi okkar sem kunna að skipta okkur enn meira máli þegar til lengri tíma er litið. 100 tegundir deyja á dag Lítum á nokkur dæmi um slíkar breyt- ingar: • Allt að 100 tegundir dýra og jurta kunna að deyja út á degi hverjum, einkum vegna eyðingar regnskóga hitabeltisins. Líffræðingar segja manninn vera áð valda mesta fjöldadauða lífverutegunda síðan risaeðlurnar dóu út fyrir 65 millj- ónum ára. • Undanfarin ár hefur öbru hverju mælst „gat" yfir suðurskautinu á ósonlaginu í andrúmsloftinu, sem verndar okkur og aðrar lífverur fyr- ir skaðlegri sólargeislun. Einnig hefur mælst ósonþynning sums staðar á norðurhveli, en 1% minnkun á ósonlaginu er talin valda 4% aukningu húðkrabba- meins. • Ibnaðarmengun í andrúmsloftinu hefur líklega þegar orsakað um hálfrar gráðu hlýnun á jörðinni síðustu 100 árin. Vísindamenn teljá líklegt að hlýnunin geti orðið mun meiri næstu áratugi og hafi í för með sér verulega röskun á veðrakerfum, uppþornun blóm- legra akuryrkjusvæða og hækkun á sjávarborði vegna bráðnunar jökla. Sumir hafa haldið því fram að áhrifa loftslagsbreytinga sé þegar farið að gæta í vaxandi tíðni fár- viðra, fellibylja og úrkomu, sem komi m.a. fram í stórauknu fjár- hagstjóni á mannvirkjum. Mengun virbir ekki landamæri Á íslandi eru engir hitabeltisregnskóg- ar eba kjarnorkuver og mengun er með því minnsta sem gerist. Koma vandamál annarra þjóða okkur við? Svarib er oftar en ekki já. Hin ólíkú vandamál sem nefnd eru hér að ofan eiga það sameiginlegt að vera hnatt- ræn - þ.e. áhrif þeirra koma fram um alla jarðkúluna og verða ekki leyst nema með alþjóðlegri samvinnu. Mörg önnur vandamál eru þess eðlis að þau varða fleiri en eitt ríki. Meng- un virðir ekki landamæri. Geislavirk efni frá Tsérnóbyl-slysinu dreifðust víða um lönd. Útblástur frá útlendum verksmibjum hefur valdið svokölluðu súru regni og fiskdauða í vötnum í Noregi og Svíþjóð. Annað og nærtækara dæmi er að nýlegar rannsóknir sýna að geislavirk efni, þungmálmar og ýmis lífræn mengunarefni finnast í örlitlum mæli í fiski á íslandsmiðum. Stærstur hluti þessara efna kemur frá iðnaðar- og landbúnaðarstarfsemi í öðrum heims- hlutum. Magn þeirra er þó enn langt undir hættumörkum og miklu minna en það sem mælist t.d. í fiski úr Norð- ursjó, en þetta sýnir samt að við ís- lendingar erum ekki óhultir fyrir mengun þó að við búum fjarri helstu iðnaðarsvæðum. Mengun hafsins Af þessum sökum hefur ísland tekið virkan þátt í alþjóðastarfsemi á sviði umhverfismála, til dæmis á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og í norrænu samstarfi. íslendingar eru aðilar að 17 alþjóðasáttmálum sem varða málefni eins og náttúruvernd og mengunar- varnir. Eitt helsta baráttumál okkar á alþjóðavettvangi er barátta gegn mengun hafsins. íslendingar hafa t.d. tekið forystu í þeirri viðleitni að banna losun svokallaðra lífrænna þrá- virkra efna í hafið. Þessi efni eru yfir- leitt losuð frá verksmiðjum út í ár eöa í andrúmsloftið, en eyðast seint eða alls ekki í náttúrunni og safnast fyrir í lífverum og enda oftast á matarborbi okkar. Þó að við státum af lítt meng- uðum fiski í dag, er ekki víst að við getum það eftir nokkra áratugi, ef ekki er gripið í taumana strax. Oft heyrist sú gagnrýni að fundir á borð við Ríó-ráðstefnuna skili meira af fögrum loforðum en áþreifánlegum framkvæmdum. Því miður er oft ým- islegt til í þessu, en þó ekki alltaf. Gott dæmi um alþjóðlega samvinnu sem hefur borið ávöxt eru samningar sem gerðir hafa verið um vernd óson- lagsins. í kjölfar þeirra hefur mikið dregið úr notkun óson-eyðandi efna m.a. í ísskápum og úðabrúsum og jafnvel meira en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Þessi árangur vekur upp von- ir um að takast megi á við fleiri um- hverfisvandamál með alþjóðlegri sam- vinnu. Hitt er rétt að það er sama hve oft leiötogar hittast og hve fögur loforð þeir gefa - slíkt mun koma að tak- mörkuðum notum ef almenningur um allan heim tekur ekki virkan þátt í lausn vandamálanna. Baráttan gegn ósoneyðandi efnum hefði gengið verr ef neytendur víöa um heim hefðu ekki tekið mark á merkingum um „ósonvæna" úðabrúsa og skilað ónýt- um ísskápum til spilliefnamóttöku á sorphreinsistöðvum. Hjálpum jöróinni - og sjálfum okkur Baráttan fyrir betra umhverfi og líf- vænlegri jörð handa afkomendum okkar fer ekki bara fram í fundarsöl- um og forsetahöllum, heldur ekki síð- ur í kjörbúðum, skólum og heimilum. Það er ekki eins fjarstæðukennt og það kann að virðast við fyrstu sýn að venjulegur íslendingur geti eitthvað lagt af mörkum til að vernda regn- skóga Amasón-svæðisins eba draga úr húðkrabbameini í Ástralíu. Baráttuorð umhverfissinna víða um heim eru eitthvað á þessa lund: hugsaðu hnatt- rænt og ræktaðu eigin garð. Við bú- um öll á reikistjörnunni jörö og get- um öll lagt okkar af mörkum að bæta búsetuskilyrði á henni - fyrir okkur sjálf og afkomendur okkar. Hugi Ólafsson deildarstjóri í umhverfisráduneytinu

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.