Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 44

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 44
UMFÍ ■■■■■ Mat á umhverfis- áhrifum framkvæmda / fjölmiölum er nœr daglega greint frá ýmsum meiri- háttar framkvœmdum sem eru í undirbúningi eða lengra komnar. Má þar nefna til dœmis nýju Höföa- bakkabrúna í Reykjavík, áform um stœkkun álversins í Straumsvík og lagningu háspennulínu frá fyrirhugaöri Fljótsdalsvirkjun. Ábur en framkvæmdir af þessu tagi geta hafist er fjallað 'um þær af ýmsum opin- bemm aðilum svo sem viökomandi sveitarstjórnum, Hollustuvemd ríkisins, Náttúruvemdarráði og Skipulagi ríkisins. Til þess að þessir aðilar geti tekið afstöbu til áhrifa framkvæmdar þarf fram- kvæmdaraðili að afla ýmissa gagna á undirbúningsstigi og geta þau haft áhrif á endanlega gerð mannvirkis eða t.d. hvaða leið er valin fyrir veg. Lög um mat á umhverfisáhrifum komu til framkvæmda 1. maí 1994. Lögin eiga að tryggja að framkvæmdir séu hannaðar með tilliti til umhverfis- ins eöa með öðrum orðum eiga hönn- uðir að finna þá leið sem hefur minnst umhverfisáhrif. Meö lögunum voru stigin tvö stór skref í framangreindri undirbúnings- vinnu og gagnasöfnun. 1. Annars vegar þarf framkvæmdar- aðili að skrifa svokallaöa mats- skýrslu. Þar er safnað á einn stað öllum niburstöðum kannana sem gerðar eru í hverju tilviki svo áhrif á umhverfið séu ljós. Bornir eru saman kostir, metið hvort áhrif á umhverfið eru viðunandi og ákveðið hvaða ráðstafanir þurfi að gera til að draga úr nei- kvæðum áhrifum. 2. Hins vegar varöandi þátttöku al- mennings við mat á umhverfis- áhrifum og ákvaröanatöku um framkvæmdir. Lögin tryggja rétt almennings til þátttöku með því að matsskýrsla er gerð aðgengileg í því sveitarfélagi þar sem fram- kvæmd á sér stað. Auglýst er hvar hún liggur frammi og hve- nær (fimm vikur) og að innan tilskilins frests geti hver sem er sent athugasemdir sínar til Skipulags ríkisins. í stuttu máli eru allar vegafram- kvæmdir matsskyldar samkvæmt lög- unum, og hið sama gildir um virkjan- ir, stærri háspennulínur, námur yfir tiltekinni stærð, þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn utan byggða, sorp- förgunarstöðvar og förgunarstöövar fyrir eitraðan og hættulegan úrgang, ýmsar verksmiðjur, hafnir og flug- velli. Auk þess getur umhverfisráð- herra úrskurðað aö aðrar fram- kvæmdir skuli fara í mat á umhverfis- áhrifum og hefur hver sem er heimild til þess ab koma ábendingum um slíkt til hans. Skipulag ríkisins hefur umsjón meö framkvæmd þessara laga. Fram- kvæmdaraðilinn sjálfur metur áhrif framkvæmdar, eða fær ráðgjafa til þess og leggur matsskýrsluna fram hjá Skipulagi ríkisins. Þá er fram- kvæmd kynnt eins og nefnt er hér ab framan. Áð kynningartíma liðnum metur skipulagsstjóri þær athuga- semdir sem borist hafa og umsagnir sem hann hefur leitað eftir og kveður upp úrskurb um hvort heimila eigi framkvæmdina, með eða án skilyrða, eða að fram þurfi að fara frekara mat. Úrskurð sinn verður skipulagsstjóri að kveða upp innan átta vikna frá því að framkvæmd er auglýst. Mikilvægt er að al- menningur fylgist vel með auglýsing- um og fréttum um fyrirhugaðar fram- kvæmdir, athugi hvort um fram- kvæmd er að ræða sem varðar viðkom- andi, kynni sér mats- skýrslur og komi sjónarmiðum sínum á framfæri sem fyrst. Skipulag ríkisins veitir allar nánari upplýsingar og hvet- ur til þess að þjón- usta þess sé nýtt. Þóroddur Þóroddsson Skipulagi ríkisins Hveravellir- Mat á umhverfisáhrifum vegna deiliskipulags á vœntanlegri þjónustumiöstöö fyrir feröa- menn.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.