Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 51

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 51
UMFÍ WBmgfMMj ER LÍFSNAUÐSYN og í Reykjavík. Landgræðsluveröir starfa auk þess víða um land. Gróður- verndarnefndir starfa í öllum sýslum landsins og mörgum kaupstöðum. Fjölþætt markmiö Gróður- og jarðvegseyðing, hvort sem hún á sér rætur í fortíð eða nútíð, hef- ur fjölþætt áhrif á allt umhverfið og daglegt líf okkar allra. Hún veldur meðal annars óhagkvæmari landbún- aðarframleiðslu en ella, skjólleysi, sandfoki, flóðum, skriðuföllum og auknum skafrenningi. Verðmæti ör- foka mela og annars illa farins lands ér í flestum tilfellum afar lítið. Markmið landgræðslustarfsins eru því mörg og mun fleiri en liggja í aug- um uppi. Hér verða aöeins nefnd örfá af þeim mörgu sjónarmiðum sem þarf að vega og meta í starfi okkar land- græðslumanna að varðveislu og end- urheimt landkosta. Stöövun jarövegseyöingar Stöðvun jarðvegseyðingar er mikil- vægasta markmið Landgræðslunnar. Rannsóknir og gerö rofkorta af öllu landinu, sem nú er unnið að á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Landgræðslunnar, sýna aö jarð- vegseyðingin er víðtækari en áöur var talið. Sérstaklega á það við um sand- fok en þess má geta að íslenska mel- gresið er eina tegundin sem unnt er að nota við að hefta foksand. Mat á ástandi lands Rannsóknir staðfesta gott ástand á mörgum svæöum, sem auöveldar skipulag landbúnaðar með hliðsjón af gróðurvernd. A stórum hlutum lands- ins er útbreiösla og tegundasamsetn- ing gróðurs hins vegar í litlu samræmi við það sem verið gæti. Bæta þarf ástand gróðurs og jarðvegs, öllum íbú- um landsins til hagsbóta. í sveitum þarf sums staðar að byggja upp næringarríkan gróður fyrir arðsama búfjárbeit. í þéttbýli getur skjól, vörn fyrir skafrenningi eða skriðuföllum o.s.frv. skipt meira máli. Enn annars staðar geta ásýnd lands og útivistarsjónarmið skipt meginmáli. Áhrif gróöurs og jarövegs á vatns- miðlun eru mikil. Eyðingin hefur raskað vatnsbúskap þannig að víða flæöir úrkoma og leysingavatn strax í burtu í stáö þess að síga niður, mynda grunnvatn og streyma fram með jöfnu rennsli. Ástand lands hefur mikil áhrif á allt líf í kringum okkur, hvort heldur er um að ræða búfé, hreindýr, refi og fugla, lífiö í jarðveginum og jafnvel fiskana í ám og vötnum. Við þurfum því að vinna að því með öllum tiltæk- um ráðum aö koma í veg fyrir enn frekari skemmdir á landi og jafnframt bæta landkosti. Uppgræösla Nýting lands hefur mikil áhrif á ástand lands og hversu hratt land grær upp af sjálfsdáöum. Nýtingunni getum við stjórnað, en víða þarf að aðstoða náttúruna við aö græða sárin með sáningu og áburöardreifingu. Sáning minnkar holklaka og skapar skilyrði fyrir annan gróður sem tekur við af sáðgresinu þegar áhrif áburöar- gjafarinnar dvína. Lúpínan er afkastamikil og hag- kvæm landgræðslujurt, sem þó ber að nota með aðgát. Á rótum hennar lifa bakteríur sem binda köfnunarefni (nítur) úr lofti og lúpínan er því nokkurs konar lifandi áburöarverk- smiðja. Gæta þarf þess að lúpínan breiðist ekki út fyrir þau svæði sem henni er ætlaö að græða. Landgræðslan veitir fúslega ráðgjöf um uppgræðslu lands og stöðvun jarðvegseyðingar, sem og annað sem lýtur að varðveislu og endurheimt landkosta. Cræöum ísland - hvaö get ég gert? Landgræðslustarfið er í sífelldri mót- un. í riti Landgræðslunnar, Stefnumið í landgræðslu og gróðurvernd, kemur m.a. fram áhersla á öflun þekkingar á vistkerfinu, sem við erum öll hluti af, og leiðum til að vernda það og bæta. Fræðsla er einn af hornsteinum landgræðslustarfsins. í því augnamiði gefur Landgræðslan út fréttabréf, myndbönd, bæklinga og árbækurnar Græðum ísland, sem er fjölbreytt og aðgengilegt rit fyrir leika sem lærða. Fræðslufulltrúar Landgræðslunnar heimsækja marga skóla á hverju ári. Landgræðslan stefnir að því aö auka enn frekar samstarf við bændur, fé- lagasamtök og aðra áhugaaðila. Dæmigerö verkefni felast í að bæta landkosti bújarða, stuðla að vistvænni landnýtingu, sá í rofabörð og önnur jarövegssár, græða umhverfi þéttbýlis- staða, bæta land til útivistar og vernda náttúruperlur. Það er því margt sem þú getur gert, og öll aðstoð við að bæta landið okkar er fúslega þegin. Andrés Arnalds Landgrœðslu ríkisins L

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.