Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1995, Síða 58

Skinfaxi - 01.12.1995, Síða 58
58 UMFI Tilfærsla ábyrgöar á úrgangi - frá sveitarfélögum til framleiöenda - segir Ögmundur Einarsson forstjóri Sorpu „ Ég hef um árabil veriö þátttakandi aö meira eöa minna leyti í samstarfi sveitarfélaga sem haföi þaö hlutverk aö finna lausn á sorpeyöingarvandanum á höfuöborgarsvœöinu. Niöurstaöa þessa samstarfs leiddi til stofnunar Sorpu." Sorpa var stofnuð í febrúar 1988. Margir kostir voru skoðaðir, en það var kostnaðurinn sem réð mestu um þá leið sem var valin. „Uröun sorps varð fyrir valinu en markmiðið er að urða sem minnst og nýta það sem er nýtanlegt. Strax þegar Sorpa hóf starf- semi í maí 1991 var ráðist í að nýta timbur sem Jámblendiverksmiðjan á Grundartanga getur nýtt sem kolefnis- gjafa. í dag falla 8.000-9.000 tonn af timbri til á ári u.þ.b. 30-40 tonn á dag." Móttaka pappírs hefur mikið verið til umfjöllunar undanfarið en pappírs- móttaka var sett upp 1991 við gáma- stöðvarnar sem eru á höfuðborgar- svæðinu. í sumar hefur verið gert sér- stakt átak þar sem um 70 móttökugámum hefur verið dreift um höfuðborgarsvæðið. „Vonast er eftir góðri þátttöku almenhings til að stuðla að endurnýtingu pappírs, nú fæst gott verð fyrir pappírinn en hann er seldur til Svíþjóðar," segir Ög- mundur. „Söfnun pappírs er skipulögð þannig að einstök sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu sjá um söfnun en Sorpa er móttökuaðilinn. Framtíðar- markmið er aö ná fram nákvæmari flokkun, þ.e. í dagblaðapappír, gæða- pappír og bylgjupappa, því það fæst mismunandi verð fyrir mismunandi tegundir pappírs." Úrvinnsla úr gar&aúrgangi Boðið var upp á móttöku garðaúr- gangs á gámastöðvunum á síðasta ári og söfnuðust um 4.000 tonn sem unnin, var úr jarðvegsbætir, sem fékk nafnið molta. Sveitarfélögin dreifðu fyrstu ársframleiðslunni af moltu ókeypis til reynslu nú í vor. Stofnað var til sérstaks samstarfs við garð- yrkju- og skógræktarfélög til að prófa jarévegsbætinn og um leið beðið um viðbrögð við hvernig moltan reyndist. Ögmundur telur að þessi nýbreytni hafi tekist vel. „Á komandi árum heldur þetta þróunarstarf áfram og er markmiðið að koma jarðvegsbætinum á innlendan markað." Treg&a hjá atvinnulífinu Það var ekki fyrr en árið 1990 sem reglugerð um meðferð og eyðingu spilliefna var gefin út og sama ár hófst móttaka á slíkum efnum hjá Sorpu. „Það er ljóst að spilliefni berast frá heimilum á gámastöðvarnar. En hjá atvinnulífinu er ákveðin tregða þar sem lítrinn kostar allt frá 20 kr. upp í 300 kr. í móttöku. Þessi kostn- aður veldur tregðu til að skila inn spilliefnum. Þess vegna er mikilvægt að taka tillit til eyðingarkostnaðarins frá upphafi framleiðsluferlis vöru t.d. með eyðingargjaldi. Það þarf að ganga út frá þeirri forsendu að sá greiðir sem veldur." Framtíöarsýn Þegar Ögmundur er spurður að því hver hans framtíðarsýn sé í sorpmál- um segist hann líta til nágrannalanda okkar þar sem nú eigi sér stað innleið- ing á breyttri ábyrgð til eyðingar úr- gangs, þ.e. frá sveitarfélögum til fram- leiðenda. „Förgun úrgangs er alfarið á ábyrgð sveitarfélaga hér á íslaridi en í nágrannalöndunum eru í ríkara mæli gerðar kröfur til framleiðenda um að taka á móti umbúðum og efnum til endurvinnslu sem þeir framleiða." Ögmundur segir að ábyrgðin liggi hjá framleiðendum og því eðlilegt að færa eyðingargjaldið yfir til þeirra. „Það er erfitt að segja við neytendurna að minnka sorpið því umbúðirnar eru til staðar þegar við kaupum vöruna. Rétt- ara er að ráðast að rótum vandans þaðan sem umbúðirnar koma og reyna að stemma stigu við umbúða- magni. Þróunin hefur verið í þessa átt í Evrópu og hefur það leitt til hrað- skreiðrar þróunar á eyðingarferlinu og endurvinnslutækni." b f
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.