Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1995, Síða 71

Skinfaxi - 01.12.1995, Síða 71
UMFÍ 71 Þessi teikning sýnir hluta af skýringunni af hverju svo miklu minni orkueyösla og út- blástursmengun stafar af dreifingu mjólkur í pappaumbúbum en í glerflöskum eöa öörum margnota umbúöum. Bíllinn sem flytur mjólk í fernum er fullur af mjólk en 40% affarmi bílsins sem flytur mjólk í glerflöskum eru umbúöir. a— plastflöskur og plastbrúsar skilja sára- lítið sorp eftir sig en glerbrúsar rúm 2 kg. Niðurstöðurnar í þessu fara alger- lega eftir forsendunum um það hvað umbúðirnar eru notaðar oft. Athugan- ir sem gerðar hafa verið benda til þess að margnota umbúðirnar séu ekki notaðar eins oft og umbúðirnar þola. Ef það er raunin, eins og ýmsar athug- anir benda til, myndi munurinn milli pökkunarkerfanna minnka umtals- vert, pappaumbúðunum í hag. í ný- legri enskri skýrslu kemur til dæmis fram að mjólkurflöskur eru að meðal- tali aðeins notaðar tólf sinnum en miöað er við 30 skipti í samanburð- arathuguninni. Ef miðað væri við þær forsendur yrði sorpið frá hinum mis- munandi gerðum margnota umbúða þrisvar til fimmtán sinnum meira í út- reikningunum hér að framan. Heildaráhrif fernunni í vil En hver eru heildaráhrifin? í opinberri sænskri úttekt sem gerð var á mis- munandi umbúðakerfum út frá um- hverfisverndarsjónarmiði árið 1991 var dregin sú ályktun að ekki væri augljóst hvaða kerfi mjólkurdreifingar væri best út frá sjónarmiðum um- hverfisverndar. í umræddri rannsókn fyrir Tetra Pak, þar sem reynt er að meta heildaráhrif umbúðanna á mis- munandi umhverfisþætti, er niður- staðan mjólkurfernunni mjög í vil. Samkvæmt þvi eru áhrif margnota glerflaskna, glerbrúsa og plastbrúsa meira en tvöfalt meiri á umhverfið en mjólkurferna. Margnota plastflöskur koma næstbest út. í gögnum Tetra Pak er bent á ýmsar aðrar rannsóknir sem styðja þessar niðurstöður. Umhverfisstefna Tetra Pak Tetra Pak hefur sett sér umhverfis- stefnu. Þar segir aö fyrirtækið vilji hafa á boðstólum hagkvæm og hent- ug pökkunarkerfi fyrir matvæli í fljót- andi formi. Umbúðirnar eigi að varð- veita vöruna sem best og hafa sem minnst áhrif á umhverfið. Fram kem- ur að við þróun pökkunarkerfa eigi að hafa það að markmiði að sem minnst sé tekið af auðlindum náttúrunnar og sem minnst orka notuð og þau skilji eftir sig lágmarksúrgang. Einnig að beita skuli hreinustu og nútímaleg- ustu tækni við að framleiða hráefnið í umbúðirnar og að velja skuli þá hrá- efnabirgja sem beita bestu aöferðun- um út frá umhverfissjónarmiði. í þessu sambandi bendir Tetra Pak á þá staðreynd að pappaumbúðirnar eru að 80% hluta úr pappír og 20% úr plastefnum. Plastib er nauðsynlegt til að fernurnar leki ekki og til að varð- veita gæbi mjólkurinnar sem best. Pappírinn er unninn úr skógum Sví- þjóðar og Finnlands og bent er á að skógarnir eru endurnýjanleg auðlind. í þessum löndum hehir vöxtur trjánna verið mun meiri en það sem höggvið er. í þeim tilgangi ab minnka sem mest áhrif pappírsframleiðslu á umhverfið hefur Tetra Pak tekið þátt í alþjóðlégum samtökum um að kaupa eingöngu pappír sem framleiddur er með bestu tækni með tilliti til um- hverfisins. Endurvinnsla pappaumbúba Frá upphafi hafa umbúðir Tetra Pak verið hafðar eins efnislitlar og mögu- legt er og því skilja þær eftir sig lítinn úrgang miðað við einnota umbúbir. Það er fyrsta stigið í að minnka sorp- iö. Tetra Brik-umbúöirnar (til dæmis mjólkurferna MS) eru 28 g að þyngd en samsvarandi glerflaska 360 til 600 g Og þótt glerflaskan sé notuð oft skilja þessar pökkunaraðferðir eftir sig svipaðan úrgang á hvern lítra af pakk- aðri vöru. Önnur leið til að minnka það rusl sem fer til urðunar er að auka endurvinnslu. Tetra Pak hefur lengi unnið að þróun aðferða við fram- leiðslu úr verksmiðjuúrgangi. Fyrir- tækið hefur tekið þátt í tilraunaverk- efni þar sem íbúar ákveðinna staða í Svíþjób eru fengnir til að flokka sorp-- ið með tilliti til pappaumbúðanna. Þeim er haldib sér eins og dagblöbum, rafhlöbum, dósum og flöskum. Síban er verið að leita ab leiðum til að end- urvinna umbúðapappírinn. Þetta verkefni fellur vel aö nýjum sænskum lögum um ábyrgð framleiðenda. Ábyrgð þeirra nær frá og með næsta ári einnig til mengunarinnar og úr- gangsins sem umbúðir þeirra skilja eftir sig. Sett eru markmið um endur- heimtur og endurvinnslu á umhverfis- góðan hátt. Svíar brenna meira en helming alls þess húsasorps sem til fellur í landinu og framleiða með því hita og rafmagn. Mjólkurumbúðirnar eru gott eldsneyti. Tvö tonn af um- búðapappa samsvara einu tonni af olíu eba kolum og sýna rannsóknir að mengun frá mjólkurfernum er svipuð og þegar kynt er með viði. Helgi Bjamason blaðamaður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.