Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1995, Síða 78

Skinfaxi - 01.12.1995, Síða 78
Hlutverk^ Náttúrufræbistofnunar Islands Náttúrufrœbistofnun íslands á rœtur sínar ab rekja til ársins 1889 þegar Hib íslenska náttúrufrœbiféiag var stofnab „. . .meb þab sérstaklega fyrir mark og mib ab koma upp náttúrugripasafni hér í Reykjavík, því vér erum sannfcerbir um, ab slíkt safn hlýtur meb tím- anum ab verba abaluppspretta alls náttúrufróbleiks hér á landi, og fá stórmikla vísindalega þýbingu, auk þess sem þab yrbi til mikils sóma fyrir land vort og þjób," en svo segir í áskorun um stofnun fétagsins frá 9. júií 1889. Ábur runnu þær upplýsingar sem afl- að var af innlendum og erlendum vís- indamönnum um náttúru landsins til útlanda og náttúrugripir voru fluttir úr landi til geymslu á erlendum söfn- um. Aðstaða og hvatning fyrir inn- lenda vísindamenn var lítil sem engin en þetta breyttist eftir stofnun Nátt- úrugripasafnsins. Loks höfðu íslenskir náttúrufræðingar eignast sameiginlega stofnun. Safnið var í eigu Hins ís- lenska náttúrufræðifélags þar til árið 1947 er ríkið tók vib rekstri þess. Það var svo árið 1965 ab nafninu var breytt í Náttúrufræðistofnun íslands. En hvert er gildi svona stofnunar, gæti einhver spurt. Er þetta ekki bara fyrir einhverja vísindamenn, kemur þetta almenningi eitthvað til góða? Nú á dögum gerum við okkur grein fyrir ab okkar eigin tilvera og um- hverfið eru ein órofa heild. Náttúran hefur verið og er okkar gnægtar- brunnur, hvort sem um er að ræða fæði eða klæöi, orkugjafa eða bygg- ingarefni. Þaö er okkur því lífsnauð- syn að nýta náttúruna skynsamlega og vernda hana fyrir komandi kyn- slóðir. Hlutverk Náttúrufræðistofnun- ar íslands er að vera vísindalegur bakhjarl náttúruverndar og ráðgjafi um skynsamlega nýtingu náttúrunnar. í lögum um stofnunina segir að eitt af meginverkefnum hennar sé að skrá kerfisbundið einstaka þætti íslenskrar náttúru og sjá um gerð og útgáfu korta, m.a. um jarðfræði og útbreiðslu jurta- og dýrategunda. Jafnframt er stofnuninni gert að varöveita náttúru- gripi, ritsmíbar og önnur gögn á vís- indalegum heimildasöfnum og byggja upp abgengilegt gagnasafn með sem fyllstum heimildum um íslenska nátt- úru. Stofnunin skal m.a. varðveita skýrslur íslenskra og erlendra vísinda- manna um rannsóknir á náttúru landsins og halda saman upplýsing- um um náttúruna sem aðrar opinber- ar stofnanir geta látið í té. í lögunum er kveðið á um skyldu stofnunarinnar til að veita aðgang að gögnum. Þar er einnig gert ráð fyrir að hún leiðbeini við hóflega nýtingu náttúrulegra aub- linda og aðstoði við mat á verndar- gildi vistkerfa og náttúruminja og áhrifum landnotkunar á náttúruna. Þörfin fyrir öflugan og aðgengilegan gagnabanka um náttúru landsins hef- ur aukist verulega á undanförnum ár- um og fer vaxandi. Nægir í því sam- bandi að minna á skipulagsskyldu sveitarfélaga, ný lög um mat á um- hverfisáhrifum og þá áherslu sem nú er lögð á að nýting náttúruauðlinda byggist á vísindalegum upplýsingum um ástand þeirra. Hlutverk Náttúru- fræðistofnunar er að skaffa áreiðan- legar upplýsingar um náttúru íslands sem aflað er með rannsóknum og annarri skipulegri heimildasöfnun. í þessu felst sérstaða hennar. Engin önnur stofnun hefur það hlutverk lögboðið að skrásetja íslenska náttúru kerfisbundið og byggja þannig upp aðgengilega gagnabanka fyrir al- menning, sveitarfélög og stofnanir ríkisins. Náttúrufræðistofnun ber einnig skylda til að styðja við uppbyggingu sýningarsafna um náttúrufræði fyrir almenning. Umhverfisverkefni eru unnin fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög og marvísleg þjónusta veitt almenningi svo sem greining á skordýrum. Ekki má gleyma sýningar- Ljósmyndir Cuttormur Sigbjarnarson, jaröfrceöingur, framkvœmdastjóri Náttúru- frœöistofnunar íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.