Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1995, Side 80

Skinfaxi - 01.12.1995, Side 80
Hvernig á að standa að heimajarbgerb? / fyrrasumar hófst til- raunaverkefni meö heima- jarögerö hjá tuttugu fjöl- skyldum í Kjalarnes- hreppi. Meö heimajarö- gerö er átt viö aö lífrœn- um úrgangi sem til fellur á heimilinu og í garöinum er umbreytt i nœringarrík- an jaröveg í varmaeinan- gruöum safnkassa. Hér er um aö ræöa norrænt tilrauna- verkefni sem hófst sumariö 1994 og lýkur haustiö 1995. Valin voru 20 heimili á íslandi, 20 í Færeyjum og 10 á Grænlandi til aö taka þátt í tilraun- inni, sem gerö er fyrir tilstuðlan um- hverfisráðuneytisins og styrkt af Nor- rænu ráðherranefndinni. Verkefnis- stjórn er í höndum Helgu Jóhönnu Bjarnadóttur, umhverfisverkfræöings á umhverfistæknideild Iöntæknistofn- unar. Megintilgangur verkefnisins er aö kanna hvort grundvöllur sé fyrir víðtækri heimajarðgerð í þessum þremur löndum. Hér á eftir er birt skriflegt fræöslu- efni sem þátttakendur fengu. Auk þess sem rétt vinnubrögö tryggja góða jarövegsgerð er mikilvægt aö safnkass- inn sé vel hannaöur og slitsterkur. Mögulegur ávinningur viö heima- jarbgerö Reynsla annars staöar á Norðurlönd- unum hefur sýnt aö um 30-50% af heildarmagni heimilisúrgangs sé líf- rænn úrgangur sem má jarðgera. Könnun fyrir Vesturland hefur sýnt aö um 70% af öllum kostnaði viö sorp- meðhöndlun er vegna flutningskostn- aöar. Ef stór hluti íbúa í litlu sveitarfé- lagi jarögerir lífræna úrganginn mætti minnka sorphiröutíðnina um helming og þannig spara umtalsveröar fjárhæö- ir. Umhverfislegur ávinningur aöferö- arinnar er augljós. Hann kemur fram í minni flutningum úrgangs og betri nýtingu næringarefna. Auk þess minnka ýmis neikvæö áhrif lífræns úr- gangs viö heföbundna meöhöndlun eins og t.d. ágangur fugla og meindýra á uröunarstaö, metangasmyndun í sorphaugum og lækkaö brennslugildi úrgangs vegna lífræna hlutans. Heimajarögerö byggist á öörum hugsunarhætti en viðgengist hefur viö sorpmeöhöndlun, þ.e. meðhöndlun úrgangs viö uppsprettuna. Ljóst er aö krafan um aukna endurvinnslu og lágmörkun úrgangs mun hljóma hærra í eyrum okkar á næstu árum. 1. Rétt flokkun Allt lífrænt sorp frá heimilinu má jarögera en þess ber aö gæta aö eyði- leggja ekki jarögerðina meö spilliefn- um eöa úrgangi sem ekki er unnt að jarðgera. Eftirfarandi má nota í jarðgerð: • Allan matarúrgang, s.s. ávexti, grænmeti, brauð, eggjaskurn, kjöt, fisk, tepoka og kaffikorg. • Allan lífrænan úrgang, s.s. pappírs- þurrkur, visnuð blóm og aðrar plöntur (ekki moldina meö). • Stoöefni eru m.a. kurlaðar greinar, spænir, sag, börkur, hey, þurrt lauf, barrnálar og annar visnaður eöa þurrkaöur garðaúrgangur. Eftirfarandi má ekki nota í jarðgerð: • Efni hættuleg umhverfinu og úr- gang sem ekki brotnar niöur, s.s. ryksugupoka, sígarettuösku, spilli- efni, plast, gler, málma, ösku úr viö- arbrennslu og ösku af grillkolum. 2. Safnkassinn Skilyröi fyrir notkun meöfylgjandi flokkunarleiöbeininga er aö hafa safn- kassa sem er varmaeinangraöur í botni, loki og í hliðunum. Rétt stærö kassans er einnig mikilvæg, 150-250 lítra kassi er hæfilegur fyrir 4 manna fjölskyldu. Kassinn veröur aö vera lok- aöur þannig aö meindýr komist ekki inn í hann, en jafnframt verður aö lofta um úrganginn í kassanum. Gott er aö láta kassann standa á planka eöa hellum þannig aö loft geti auöveld- lega leikiö um botn hans. Staðsetja Tilraun sem þessi varpar Ijósi á nota- gildi ákveðinnar endurvinnsluaðferö- ar. Slíkar tilraunir eru mikilvægar þeg- ar leitaö er leiöa aö settum mark- miöum um aukna endurvinnslu í framtíðinni. Helga J. Bjamadóttir umhverfisverkfrœðingur Iðntœknistofnunar skal safnkassann þannig aö auövelt sé aö komast aö honum. Kassarnir eru yfirleitt haföir á skjólsælum og hlýj- um stað á möl eða grasi þannig aö vatn sem lekur úr þeim geti sigið niö- ur í jaröveginn. 3. Blöndun • Setjið 10-15 cm lag af smágreinum í botninn á kassanum. Notiö ríkulega í fyrstu lögin gróf og þurr stoöefni eöa garðaúrgang. • Byrjið gjarnan jarögerö meö grasi eöa illgresi á vorin og sumrin til aö losna viö flugulirfur. Haldið síöan áfram meö matarúrgangi og stoö- efni. • Notið einn hluta af stoöefni á móti 3-4 hlutum af venjulegum matar- úrgangi. Ef notaöir eru afgangar af fiski eöa kjöti skal nota a.m.k. jafn- mikiö af stoðefni meö slíkum úr- gangi, þ.e. einn hluti fisks eöa kjöts á móti einum hlut stoöefnis. • Blandiö matarúrganginum vel í kassann meö stoðefninu og jafniö yfirboröiö. Gott er aö strá stoðefni yfir í hvert sinn til aö minnka lykt. Hræriö reglulega í ílátinu. • Setjiö stoöefni í botninn á eldhús- fötunni, því þaö auöveldar þrif og minnkar lykt. • Tæmiö eldhúsfötuna í kassann a.m.k. tvisvar í viku svo aö matar- úrgangurinn sé ennþá ferskur. 4. Hlutverk stobefna Stoöefni hafa þremur mikilvægum hlutverkum aö gegna viö jarögerö: • Þau eru kolefnarík og bæta kolefn- Heimajarbgerb í varmaeinangrubum safnkössum

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.