Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Síða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Síða 16
Rússlands fóru um, var hann um 1000 mílur frá bækistöðvum R.A.F. Tirpitz fór nú nokkrar skyndiferðir frá bæki- stöðvum sínum í norsku fjörðunum. Hann hafði mikið gildi sem áróðurstæki. Þegar innrásin var gerð í ftalíu, var Tirpitz sendur í víking til Spitzbergen, og Göbbels notaði ferðina sniðug- lega í áróðri sínum til að sannfæra þýzkan al- menning um, að árásin á 100 manna léttvopnað norskt varðlið norður á Spitzbergen væri jafn- mikilvæg og innrásin. Göbbels taldi þetta sönn- un þess, að bandamenn ættu svo annríkt á Suð- urhöfum, að þeir hefðu misst vald á Norður- höfum. Óneitanlega ollu „ævintýri“ Tirpitz brezku flotastjórninni nokkrum áhyggjum. f einni ferð sinni rakst Tirpitz á skipalest, en fylgdarskipin réðust gegn honum af slíkum hetjuskap, að hann flúði af hólmi, heldur en að eiga á hættu að verða fyrir skoti. öðru sinni slapp hann nauðu- lega undan rússneskum kafbát, og sú eldraun fékk svo á þýzku foringjana, að ákveðið var að leggja hann ekki frekar í hættu, heldur búa hon- um öryggi í höfn. Altenfjörður var valinn. öðru megin við mynni hans liggur fiskimannabærinn Hammer- fest með 4000 íbúa, nyrsti bær í Evrópu. Fjörð- urinn er einnig sá nyrzti á meginlandinu, á 70. gr. N br., skerst 20 mílur inn í landið. Eyjaklasi með mjóum sundum lokar næstum innsiglingunni. T. d. er sundið milli Kvalö og Seiland svo mjótt, að hreindýrin eru látin synda yfir það til beitar á sumrin. Eyjar þessar ásamt Sorö, eru víða fjöllóttar með skriðjökla í gróð- urlitlum, berum hlíðum. Fyrir Tirpitz var Altenfjörður hinn ákjós- anlegasti legustaður, því umfram það, sem áður hefir verið sagt, er hann íslaus allt árið, vegna áhrifa golfstraumsins, og gat hann því alltaf skotizt út. Fjarðarbotninn, þar sem hann lá fyr- ir akkerum, var það langt frá hafi, að orustu- flugvélar og loftvarnarlið Þjóðverja fékk ráð- rúm til varnarráðstafana. Fjörðurinn var um- luktur sæbröttum fjöllum, hin ákjósanlegasta vörn gegn sprengju- og tundurskeytaflugvélum. Með bugðum og krókum var fjörðurinn um 50 km. langur. Mjó sundin auðvelduðu víggirðingu með tundurduflum, kafbátanetum og slám, eða þeim tækjum, sem þýzk hugkvæmni fann upp til varnar. Og þarna var nú hið mikla bákn, Tirpitz, kominn í „örugga höfn“. Könnunarflugvélar Breta fundu von bráðar felustaðinn, og ljósmyndir, teknar úr lofti, sýndu öryggisráðstafanir þær, sem Þjóðverjar höfðu gert. En þar sem Tirpitz lá í fylgsni sínu, var hann þó, vegna óvissunnar um athafnir hans, svo 16 stór þyrnir í augum brezku flotastjórnarinnar, að ákveðið var að senda „dvergana“ þegar til árásar. Ef menn taka til athugunar hinar afarsterku neðansjávarvai’nir Þjóðverja í Altenfirði, er eðlilegt að spurt sé, hvers vegna ekki hafi verið ráðizt á Tirpitz úr lofti. Svarið er ofur einfalt: Sprengjuflugvéélar voru ekki til. Engar sprengjuflugvélar frá flugvélamóðurskipi voru svo öflugar, að þær gætu rutt sér leið gegnum loftvarnirnar með nokkra von um að koma sprengju á skipið. Eftir 6 mánuði yrðu þær til, en þá var ekki víst, að Tirpitz lægi á Altenfirði. Þetta var á áliðnu sumri 1943, Rússar geystust vestur gresjurnar í stórsókn, orusturnar í Norð- ur-Afríku voru að nálgast hámarkið, sameinað- ur herstyrkur bandamanna að vinna aftur stór svæði í Eyjahafi. í stuttu máli, öllum hernaðar- styrk hinna sameinuðu þjóða var beitt til hins ítrasta. Tirpitz gat því orðið þungt lóð á hern- aðarvoginni, ef hann slægist í lið með Scharn- horst og Lútzov, 10.000 smál. orustuskipi, sem bæði voru á sveimi í Norðurhöfum. Þessari hættu varð að bægja frá þegar í stað. Sama leynd hvílir ennþá yfir móðurskipinu, sem lagði úr brezkri höfn með dvergkafbátana í september 1943. Birt hafa verið nöfn þriggja kafbátsforingja. Basil Place, sem stjórnaði X 6, Donald Cameron X 7 og Henty-Greer. Sameigin- legt starf hafði bundið þessa menn vináttubönd- um. Nokkrum vikum áður hafði Place kvænzt, þá nýlega orðinn 22 ára, og var Henty-Greer svaramaður. Varnir Þjóðverja í Altenfirði voru miðaðar við kafbáta meðalstærðar. — En refahelt hænsnabirgi dugir ekki gegn höggormum. Hlustunar- og bergmálstækjum þeirra, sem gáfu til kynna nálægð meðalkafbátsins, gat hæglega skotizt yfir „dvergana“. Til þess lágu eftirfar- andi orsakir: Hlustunartækin, sem eru hárná- kvæm, gefa ótal hættumerki daglega, smáfisk- torfa, sem nálgast ströndina, þaraflækjur á reki og jafnvel straumröst, þar sem kaldir og heitir straumar mætast, hefir áhrif á þau. Áhrifin frá dvergkafbát geta verkað svipað á þau. í norsku fjörðunum er mikill munur flóðs og fjöru, og hindranir, svo sem duflabelti og slár, sem voru örugg virki gegn stóru kafbátunum, hleyptu „dvergunum í gegn um háflóð. Undirbúningur leiðangursins var afar marg- brotinn. Margar rannsóknardeildir störfuðu að honum nótt og dag. Ný sjókort voru prentuð, allar eldri mælingar voru endurskoðaðar og endurbættar. Sérfræðingar úr norska sjóhern- um voru teknir til aðstoðar, einnig norskir fiski- menn, nýsloppnir úr klóm nazista. Þeir gátu ef til vill gefið mikilsverðar upplýsingar um VlKlNGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.