Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Page 24
ast útilegunnar í vetur, þegar 12 bátar lágu úti
og sumir mörg dægur og hrakti undan Eiðinu í
náttmyrkrinu, fram hjá hættulegum skerjum
og boðum og tók svo aftur marga klukkutíma
að ná landi.
Með tilliti til þess, ef skapa mætti öruggari
innsiglingu í höfnina og um leið gera allan poll-
inn kyrran, var lagt til við síðustu afgreiðslu
fjárhagsáætlunar kaupstaðarins í vetur, að
rannsakaðir yrðu möguleikar á því, að loka
höfninni að austan og gera innsiglingu gegnum
Eiðið, með skjólgarði fyrir vestán og suðvest-
anáttinni, út í hina voldugu Eiðisdranga.
Auðveldast er að hugsa sér, að grandi eins og
Eiðið yrði gerður þvert út frá Eiðinu og þó
frekar út frá því miðju, til þess að fá meira
svigrúm á innsiglingunni, út í vestasta drang-
inn. Grjóti dyngt þar niður og ef til vill rammað
fyrir að innan verðu. Þetta væri einföld og
traust bygging og sennilega tiltölulega ódýr.
Líka má gera ráð fyrir, að steyptir
yrðu kassar. Grjót og sand myndi brátt
bera upp að grandanum að utan og gera hann æ
öflugri og að lokum fylla alveg upp vikið fyrir
vestan, enda hjálpaði dýpkunarskipið með upp-
mokstri úr höfninni til þess. Stefnu grandans
rpætti líka hugsa sér þaðan, sem sandinum er
nú dælt norður fyrir Eiðið, eða rétt vestan við
þar sem fjárréttin stóð, og yrði þá enn rýmra
um innsiglinguna þar, en gerði garðinn dýrari,
því þaðan yrði hann mun lengri. En nógu traust-
ur verður hann, hvaðan sem hann liggur af Eið-
inu, ef hann er aðeins hafður það hár, að sjór
nái ekki að falla yfir hann. Milli dranganna
yrði síðan fyllt upp með steypukössum, og eru
sker á milli þeirra, sem myndu auðvelda það
verk, innsiglingin meðfram dröngunum síðan
hreinsuð, og er þar aðallega eitt sker til farar-
tálma, sem síðar verður minnzt á. Op yrði því
næst tekið á Eiðið, og myndi dýpkunarskipið
annast það að mestu. Þá væri örugg innsigling
og höfn í Vestmannaeyjum í hvaða vindátt sem
væri, eftir að höfninni hefir vexúð lokað að aust-
an með því að tengja garðana saman.
Nú skal vikið nokkru nánar að legu og dýpi
þaima norður við Eiðið.
Eiðisdrangarnir eru, sem kunnugt er, þrír með
svipuðu millibili. Vesti'a bilið er um 45 metrar
og eystra um 40 m. Hafið á mitt Eiðið er 180
m. Þetta eru samtals 265 m. og yi'ði það full
lengd garðsins. Til samanburðar má geta þess,
þó að ólíku sé þar sumstaðar saman að jafna,
að hafnargarðarnir í Vestmannaeyjum eru sam-
tals um 400 m., Brattagarðurinn nýi rúmir 200
m., hafnargai'ðurinn í Hafnai’firði er fyrirhug-
aður 280 m. Á Akranesi er 150 m. gai'ður, og
fara Akurnesingar nú fram á við alþingi, að
24
það styrki þá til að lengja garðinn í 200 m., en
fyrirhugaður er hann 270 m. Yrði þá Eiðisgai'ð-
urinn álíka langur og garðarnir í þessum tveim-
ur kaupstöðum. f Keflavík er garðurinn 100 m.
og óska Keflvíkingar nú eftir aðstoð alþingis til
að gei’a hann 140 m. langan, en það er ekki full
fyrirhuguð lengd.
Bi-eidd innsiglingai-mynnisins frá austasta
dranginum að skerjum skammt fx’á landi, sem
gætu staðið óhögguð, er 60 m. Þó er smásker í
kafi, sem yrði að fjai’lægja, ef hafnarmynnið
teldist ekki mega vera neitt þrengi’a. Frá mið-
dranginum að stóru, flötu skei’i nærri flæðar-
máli, þar sem innsiglingin yi’ði þi'engst, en þó
nægilega rúm, er urn 50 m. Um 15 m. frá vest-
asta dranginum er sker um 3x5 m., sem áður
er minnzt á og er eini fai’artálminn á innsigl-
ingunni, að því er séð vei'ður. Yrði að sprengja
þetta sker í bui’t, enda myndi það ekki kostn-
aðai’samt.
Dýpi á innsiglingunni yrði 20 til 27 fet um
stórstraumsf jöru, og má telja það mjög hæfilegt
fyi'ir stóra togara, sem rista 18—20 fet. Ef gert
yi’ði ráð fyrir, að grandinn lægi frá miðju Eið-
inu, er dýpið 12 fet (alls staðar átt við stór-
straumsfjöru) 60 m. (Vs af leiðinni) frá landi,
og yrði að dýpka þai’na næst landi, eftir að
gi-andinn væi’i fullgerður, um leið og gi’afið yi’ði
gegnum Eiðið. 120 m. fi'á landi (% af leiðinni)
er dýpið orðið 24 fet, og það er dýpið einnig við
drangana sjálfa, en á milli þeirra er dýpið 27
fet, og sama í innsiglingarmynninu. Við skerin
uppi við land, sem áður er getið um og mynda
mundu suðurbrún innsiglingarinnar, er dýpið 20
fet. Til samanburðar má geta þess, að áður-
nefndur garður í Hafnai’firði vei'ður á 24 feta
dýpi, eða líku dýpi og fyrirhugaður Eiðisgai’ður.
Akranessgai’ðurinn verður á 30 feta dýpi og
Keflavíkurgarðui’inn á 33 feta dýpi, eða báðir
á mun meix-a dýpi en Eiðisgarðui’inn, svo ekki
ætti of mikið dýpi, þar sem garðurinn kemur til
með að standa, að vei’a því til fyrirstöðu, að ráð-
ast í verkið. Ekkert þessara byggðarlaga hefur
jafn ákjósanlega útvei'ði til að byggja að, eins
og Eiðisdrangana í Vestmannaeyjum. Eyjarn-
ar eru líka útverðir landkynningar, þar sem
flestir fei'ðamenn líta þær af íslenzki náttúru
fyrstar augum, og væi’i þá innsiglingin milli
Eiðisdx-anga og þverhnýpts hamarsins með Duf-
þekju fyrir ofan samboðin fegui’ð Eyjanna að
öði’u leyti.
Nú skal ekki farið möx’gum fleirum oi’ðum um
þetta. Það nxá ef til vill hugsa sér einhverjar
aðrar lausnir á vandamálum hafnarinnar í Vest-
mannaeyjum, en hér hefir vei’ið stungið upp á,
en aðalati'iðið er að losna við innsiglinguna að
austan. Það skapar öryggi fyrir sjófarendur,
VlKINGUR