Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Síða 26
Nýr þjóðsöngur
Þjóðsöngurinn okkar er allt of erfiður fyrir al-
menning og full hátíðlegur, þótt fallegur sé hann.
Við þurfum að eignast nýjan þjóðsöng. Það þarf
að búa hann til. Þetta er nú viðkvæðið, þegar tveir
eða fleiri menn hittast og eiga tal saman um þetta
efni. Það er talsvert til í þessu. Þjóðsöngurinn okk-
ar er fallegur, en hann stígur hátt og er þar að
auki hátíðlegur lofsöngur til skaparans. Hann er því
ekki heppilegur til daglegrar notkunar, og við þurf-
um að fá slíkan nýjan þjóðsöng. Hann þarf þó ekki
endilega að búa til. Því ýms þjóðlög okkar gætu
komið til greina. Hér skal' stungið upp á „Heyrið
vella á heiðum hveri.“ Lag eftir Björgvin Guð-
mundsson; erindið eftir Grím Thomsen. Lagið er
fallegt og þar að auki allra meðfæri, sem á annað
borð geta tekið undir. Það er tiltölulega nýtt og
ekki nærri allir sem kunna það, en það er auðlært
og myndi brátt verða uppáhaldslag landsmanna,
þegar búið væri að kynna það rækilega. Erindið
aftur á móti kann hvert mannsbarn á öllu landinu.
Það þarf því ekki að kynna; en til þess að sýna
fram á, að það uppfyllir kröfurnar um erindi við
nýjan þjóðsöng, þá fylgir fyrsta erindið, sem er á
þessa leið:
Heyrið vella á heiðum hveri,
heyrið álftir syngja í veri.
:/: íslands er það lag. :/:
Heyrið fljót á flúðum duna,
foss í klettaskorum bruna.
:/: íslands er það lag. :/:
Erindin eru þrjú og öll í sama anda, eldheitur
ættjarðarskáldskapur, óviðjafnanlega göfugur og
hreinn og lýsir fuglasöngnum í sveitinni upp til
fjalla og íslenzkri náttúru. Hvorttveggja eru sér-
kenni landsins og séreign landsmanna. Lagið nýja
eftir Björgvin Guðmundsson jafnast fyllilega á við
erindið að fegurð og yndisþokka og felur í sér ýms
einkenni göfugrar hugsunar. Það virðist því vera
tilvalið í þessum tilgangi. Ef þetta er nú svona, að
þjóðsöng vantar og hann er til, hvers vegna þá
að bíða og hafast ekkert að ? Fyrst þarf auðvitað að
ræða málið, komast að ákveðinni niðurstöðu og
láta til skarar skríða.
26
/sfisksölur togaranna
1944
Þrjátíu íslenzkir togarar hafa á árinu sem
leið selt afla í Bretlandi fyrir kr. 106.281-615,00.
Togararnir stunduðu ísfisksveiðar allt árið, en
ferðir skipanna eru mjög misjafnar, eða frá 4
upp í 16 ferðir. Stafar þetta af því, að sum
skipin höfðu eytt löngum tíma í viðgerðir á
árinu.
Hæstu sölu hefir togarinn Júpíter í Hafnar-
firði haft á árinu. Hefir hann selt fisk fyrir 5,7
milj. kr. og er það sennilega met í sölu hjá tog-
ara í Bretlandi.
Hér á eftir birtist sundurliðuð skýrsla yfir
h eildarsölu togaranna:
Júpíter 15 túrar 5.749.375,00
Venus 14 — 5.308.375,00
Forseti 16 — 4-943.663,00
Skallagrímur 13 — 4.339.888,00
Maí 15 — 4.274.089,00
Þórólfur 13 — 4.229.789,00
Viðey 13 — 4.104.635,00
Baldur 14 — 4-087.494,00
Júní 15 — 4.028.217,00
Belgaum 13 — 3.992.917,00
Óli Garða 14 — 3.961.923,00
Faxi 14 — 3.941.625,00
Vörður 13 — 3.890.097,00
Haukanes 13 — 3.664.027,00
Gyllir 12 — 3.605.872,00
Drangey 13 — 3.511.714,00
Surprise 12 — 3.510.435,00
Gylfi 11 — 3.430.574,00
Skutull 13 — 3.390-265,00
Karlsefni 12 — 3.380.977,00
Hafstein 12 — 3.318.047,00
Geir 14 — 3.201.477,00
Kári 12 — 3.179.431,00
Hilmir 14 — 3.139.722,00
Helgafell 11 — 3.091-091,00
Tryggvi gamli 11 — 3.032.858,00
Sindri 13 — 2.619.514,00
Rán 9 — 1.444.916,00
ólafur Bjarnas 9 — 1.083.726,00
Þorfinnur 4 — 825.070,00
Kr. 106-281.815,00
VtKINGUR